Mánudagur, 28. febrúar 2022
Innrásin í Úkraníu
Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þá hafa Rússar ráðist inn í Úkraníu og þar geysa nú bardagar. Sem betur fer hafa viðræður á milli Rússlands og Úkraníu nú hafist og vonum það besta.
Fyrir þá sem vilja ekki láta mata sig af fjölmiðlum eða vilja einfaldlega fá svolítið dýpri sín inn í aðdraganda þessarar innrásar þá get ég bent á nokkrar síður.
Greg Palast on Russias Invasion of Ukraine
Þetta er stutt en mjög fróðlegt viðtal við rannsóknarblaðamann sem þekkir vel til ástands, aðstæðna og aðdraganda. Hann vill meina að átökin séu fyrst og fremst átök trúarbragða.
2022 Russian invasion of Ukraine
Ágæt greining á ástandinu á Wikipedia og sögulegt yfirlit yfir aðdragandann. Já, stundum er hægt að finna nothæft efni þar, líka um umdeild mál.
TASS er málpípa rússneskra yfirvalda og eins fjarri því að vera hlutlaus miðill en oft er hægt að kynna sér málflutning andstæðingsins til að skerpa eigin málflutning.
Fróðleg og upplýsandi grein frá vinstriritinu Neistar.is sem ég get óhætt mælt með.
Ég reikna með að bæta meira efni í þessa færslu án þess að tilgreina það sérstaklega.
What is the Minsk agreement and is it a way out of Ukraine crisis?
Umfjöllun CNN um hið svokallaða Minsk-samkomulag sem hefur í mörg ár verið talin leið til að halda friðinn milli Úkraníu og Rússlands en hefur augljósalega ekki ræst. (Betri umfjallanir um þetta samkomulag finnast en nú er hér í athugasemdum gefið í skyn að með því að benda á aðra miðla en BBC og CNN að þá sé maður allt í einu hlynntur innrás Rússlands í Úkraníu, svo vissara að vísa í CNN.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það, hefur einræðisherranum í Moskvu tekist að sameina frjálshyggjumenn og stalínista? Þá er hann ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera.
Theódór Norðkvist, 28.2.2022 kl. 15:04
Æ Geir, það broslega er að Theódór náði mér, vissulega hefur mér og honum greint ýmislegt á, en ætíð er þráður sjálfstæðis sem tengir okkur.
Það er sorg í hjarta mínu að Pútín skuli hafa náð að sameina ykkur frjálshyggjumenn og Stalínista, en sorgin er stærri gagnvart því að þú skulir vanvirða vitsmuni og þekkingu og vísa í grein bjána sem tengir innrásina við mismunandi trúarbrögð.
Vissulega veit ég að skýring þess að þú og þínir líkar af þinni kynslóð urðu frjálshyggjufólk vegna kostaðs lúmsks áróðurs hugveita sem vanvirtu söguna að öllu leiti í skýringum sínum, en þú ert eldri en næstum því tvítugur í dag Geir, af hverju býður þú sjálfum þér svona vitleysu??
Kommon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2022 kl. 16:56
Hvernig menn lesi hér stuðning við aðgerðir Pútíns er mér óskiljanlegt. Er sagnfræði nú allt í einu stuðningsyfirlýsing við innrásir?
Geir Ágústsson, 28.2.2022 kl. 18:06
Ennþá illskiljanlegra er það Geir að þú skulir telja athugasemd mína tengjast því að þú styðjir innrásir.
How come?'
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2022 kl. 18:54
Ómar,
Þú hlýtur að skrifa óskiljanlegar athugasemdir fullar af földum skilaboðum sem ég finn ekki.
Geir Ágústsson, 28.2.2022 kl. 19:07
Var að horfa á fréttaskýringarþátt í SVT
Þar voru birtar myndir og nöfn á mönnum tengdum Pútín sem eiga aða vera ógeðslega ríkir og eru náttúrlega núna að tapa gífurlegum fjárhæðum
Skemmtileg pæling er hvort þeir eiga svo mikið af peningum að þeim stendur á sama um tapið eða hvort einhverjir Jóakim Aðalönd leynist þar á meðal
Ráðstöfunartekjur almennings munu allavega minnka en hlutabréf hjá hergagnaframleiðendum munu hækka
Grímur Kjartansson, 28.2.2022 kl. 21:33
Sagnfræði er fín, en söguskýringar eru ekki alltaf réttar. Rétt er að ráðist hefur verið nokkrum sinnum á Rússland og oftast af Evrópuþjóðum. Það er líka rétt að Rússland hefur oft ráðist á aðrar þjóðir, ekki bara Úkraínu.
Að útmála Rússland sem eitthvað fórnarlamb sem allir vilja króa af, er því frekar vafasamt. Eins og þessi grein frá Alþýðufylkingunni gerir, sem þú vitnar í.
Hann er einkennilegur þessi samhljómur með róttækum vinstri og frjálshyggjumönnum, ekki bara þér heldur Arnari Loftssyni á hans bloggi.
Fyrst við erum að tala um sagnfræði, þá er kannski við hæfi að rifja upp samskipti Úkraínu og Rússlands í gegnum aldirnar. Stalín drap 4 milljónir Úkraínumanna og hrakti Tatarana á vettvang.
Eftir svoleiðis yfirhalningu, er hægt að ætlast til að Úkraínumenn líti á Rúsa sem einhverja fermingardrengi. Ótti við árás og kúgun gengur nefnilega í báðar áttir.
Pawel Bartozcek orðaði þetta ágætlega í Silfrinu. Það eru aðeins tveir hópar af þjóðum í gamla Sovétveldinu. Þær sem Rússar hafa ráðist á og þær sem eru í Nató.
Valur Ingimundarson sagnfræðingur gaf ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að Nató og Vesturlönd hefðu lofað að engar austantjaldsþjóðir eða gömul Sovétríki myndu ganga í Nató.
Ef Rússum er svona illa við að þessi ríki gangi í bandalag gegn sér, kannski ættu þeir að reyna að líta í eigin barm og spyrja af hverju enginn vill vera með þeim í ríkjabandalagi?
Stelpan á ballinu sem enginn vill dansa við, ætti að skoða hvað hún getur gert til að gera sjálfa sig meira aðlaðandi, í staðinn fyrir að úthúða strákunum sem óalandi og óferjandi.
Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:10
...hrakti Tatarana á vettvang (misritun hér að ofan.) Má bæta við að hann (Stalín) plantaði Rússum í staðinn.
Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:12
á vergang, hvað er í gangi?
Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:12
Sæll Geir,
Þetta stríð er mjög sérstakt allt saman, og allar þessar áróðurslygar aukalega svona frá Úkraínu virka, en hvað fólk er víða farið sjá gegnum allar þessar lygar. Hvað um það ég stórlega efast um að okkar lélega, ritstýrða- og ríkisstyrkta RÚV- drasl hérna komi til með leiðrétta þennan false fréttaflutning sem að þeir hafa verið með og/eða tekið undir í þessu áróðursstríði fyrir Úkraínu.
KV.
Fake viral footage is spreading alongside the real horror in ...
Fact check: 5 fakes of the war in Ukraine | Europe - DW
Ghost of Kyiv Ukraine Video is a Fake Made Using Digital ...
Propaganda, fake videos of Ukraine invasion bombard users
Fake Ukraine video includes footage from 2015 and a ...
Ukraine Invasion: How to watch out for fake footage circulating on social media
Kim Iversen Debunks FAKE Russia-Ukraine War Videos Spread Widely On Social Media
Fact-checking viral videos from Russia’s attack on Ukraine
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 01:50
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:00
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:12