Innrásin í Úkraníu

Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þá hafa Rússar ráðist inn í Úkraníu og þar geysa nú bardagar. Sem betur fer hafa viðræður á milli Rússlands og Úkraníu nú hafist og vonum það besta.

Fyrir þá sem vilja ekki láta mata sig af fjölmiðlum eða vilja einfaldlega fá svolítið dýpri sín inn í aðdraganda þessarar innrásar þá get ég bent á nokkrar síður.

Greg Palast on Russia’s Invasion of Ukraine

Þetta er stutt en mjög fróðlegt viðtal við rannsóknarblaðamann sem þekkir vel til ástands, aðstæðna og aðdraganda. Hann vill meina að átökin séu fyrst og fremst átök trúarbragða.

2022 Russian invasion of Ukraine

Ágæt greining á ástandinu á Wikipedia og sögulegt yfirlit yfir aðdragandann. Já, stundum er hægt að finna nothæft efni þar, líka um umdeild mál.

TASS

TASS er málpípa rússneskra yfirvalda og eins fjarri því að vera hlutlaus miðill en oft er hægt að kynna sér málflutning andstæðingsins til að skerpa eigin málflutning. 

Úkraína í taflinu mikla

Fróðleg og upplýsandi grein frá vinstriritinu Neistar.is sem ég get óhætt mælt með. 

Ég reikna með að bæta meira efni í þessa færslu án þess að tilgreina það sérstaklega. 

What is the Minsk agreement and is it a way out of Ukraine crisis?

Umfjöllun CNN um hið svokallaða Minsk-samkomulag sem hefur í mörg ár verið talin leið til að halda friðinn milli Úkraníu og Rússlands en hefur augljósalega ekki ræst. (Betri umfjallanir um þetta samkomulag finnast en nú er hér í athugasemdum gefið í skyn að með því að benda á aðra miðla en BBC og CNN að þá sé maður allt í einu hlynntur innrás Rússlands í Úkraníu, svo vissara að vísa í CNN.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig er það, hefur einræðisherranum í Moskvu tekist að sameina frjálshyggjumenn og stalínista? Þá er hann ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera.cool

Theódór Norðkvist, 28.2.2022 kl. 15:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Geir, það broslega er að Theódór náði mér, vissulega hefur mér og honum greint ýmislegt á, en ætíð er þráður sjálfstæðis sem tengir okkur.

Það er sorg í hjarta mínu að Pútín skuli hafa náð að sameina ykkur frjálshyggjumenn og Stalínista, en sorgin er stærri gagnvart því að þú skulir vanvirða vitsmuni og þekkingu og vísa í grein bjána sem tengir innrásina við mismunandi trúarbrögð.

Vissulega veit ég að skýring þess að þú og þínir líkar af þinni kynslóð urðu frjálshyggjufólk vegna kostaðs lúmsks áróðurs hugveita sem vanvirtu söguna að öllu leiti í skýringum sínum, en þú ert eldri en næstum því tvítugur í dag Geir, af hverju býður þú sjálfum þér svona vitleysu??

Kommon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2022 kl. 16:56

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig menn lesi hér stuðning við aðgerðir Pútíns er mér óskiljanlegt. Er sagnfræði nú allt í einu stuðningsyfirlýsing við innrásir?

Geir Ágústsson, 28.2.2022 kl. 18:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ennþá illskiljanlegra er það Geir að þú skulir telja athugasemd mína tengjast því að þú styðjir innrásir.

How come?'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2022 kl. 18:54

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þú hlýtur að skrifa óskiljanlegar athugasemdir fullar af földum skilaboðum sem ég finn ekki.

Geir Ágústsson, 28.2.2022 kl. 19:07

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Var að horfa á fréttaskýringarþátt í SVT
Þar voru birtar myndir og nöfn á mönnum tengdum Pútín sem eiga aða vera ógeðslega ríkir og eru náttúrlega núna að tapa gífurlegum fjárhæðum 

Skemmtileg pæling er hvort þeir eiga svo mikið af peningum að þeim stendur á sama um tapið eða hvort einhverjir Jóakim Aðalönd leynist þar á meðal 

Ráðstöfunartekjur almennings munu allavega minnka en hlutabréf hjá hergagnaframleiðendum munu hækka

Grímur Kjartansson, 28.2.2022 kl. 21:33

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sagnfræði er fín, en söguskýringar eru ekki alltaf réttar. Rétt er að ráðist hefur verið nokkrum sinnum á Rússland og oftast af Evrópuþjóðum. Það er líka rétt að Rússland hefur oft ráðist á aðrar þjóðir, ekki bara Úkraínu.

Að útmála Rússland sem eitthvað fórnarlamb sem allir vilja króa af, er því frekar vafasamt. Eins og þessi grein frá Alþýðufylkingunni gerir, sem þú vitnar í.

Hann er einkennilegur þessi samhljómur með róttækum vinstri og frjálshyggjumönnum, ekki bara þér heldur Arnari Loftssyni á hans bloggi.

Fyrst við erum að tala um sagnfræði, þá er kannski við hæfi að rifja upp samskipti Úkraínu og Rússlands í gegnum aldirnar. Stalín drap 4 milljónir Úkraínumanna og hrakti Tatarana á vettvang.

Eftir svoleiðis yfirhalningu, er hægt að ætlast til að Úkraínumenn líti á Rúsa sem einhverja fermingardrengi. Ótti við árás og kúgun gengur nefnilega í báðar áttir.

Pawel Bartozcek orðaði þetta ágætlega í Silfrinu. Það eru aðeins tveir hópar af þjóðum í gamla Sovétveldinu. Þær sem Rússar hafa ráðist á og þær sem eru í Nató.

Valur Ingimundarson sagnfræðingur gaf ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að Nató og Vesturlönd hefðu lofað að engar austantjaldsþjóðir eða gömul Sovétríki myndu ganga í Nató.

Ef Rússum er svona illa við að þessi ríki gangi í bandalag gegn sér, kannski ættu þeir að reyna að líta í eigin barm og spyrja af hverju enginn vill vera með þeim í ríkjabandalagi?

Stelpan á ballinu sem enginn vill dansa við, ætti að skoða hvað hún getur gert til að gera sjálfa sig meira aðlaðandi, í staðinn fyrir að úthúða strákunum sem óalandi og óferjandi.

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:10

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

...hrakti Tatarana á vettvang (misritun hér að ofan.) Má bæta við að hann (Stalín) plantaði Rússum í staðinn.

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:12

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

á vergang, hvað er í gangi?

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 01:12

10 identicon

Sæll Geir, 

Þetta stríð er mjög sérstakt allt saman, og allar þessar áróðurslygar aukalega svona frá Úkraínu virka, en hvað fólk er víða farið sjá gegnum allar þessar lygar. Hvað um það ég stórlega efast um að okkar lélega, ritstýrða- og ríkisstyrkta RÚV- drasl hérna komi til með leiðrétta þennan false fréttaflutning sem að þeir hafa verið með og/eða tekið undir í þessu áróðursstríði fyrir Úkraínu.     
KV. 

 

Fake viral footage is spreading alongside the real horror in ...

Fact check: 5 fakes of the war in Ukraine | Europe - DW


Ghost of Kyiv Ukraine Video is a Fake Made Using Digital ...


Propaganda, fake videos of Ukraine invasion bombard users

Fake Ukraine video includes footage from 2015 and a ...

Ukraine Invasion: How to watch out for fake footage circulating on social media

Kim Iversen Debunks FAKE Russia-Ukraine War Videos Spread Widely On Social Media

Fact-checking viral videos from Russia’s attack on Ukraine

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 01:50

11 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:00

12 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:12

13 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:31

14 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 02:33

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Annars var ég að sjá þetta hér. Athyglivert, en veit ekki hvort eigi að túlka þessi orð bókstaflega. Samsæriskenningasmiðir... Go!

We Not only Fight For Ukraine – We Fight For this New World Order

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 02:36

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn minn, það er ekkert nýtt að stríðandi aðilar ljúgi, þannig hefur það alltaf verið. Það vill samt svo til að ég er í samstarfi við konu frá Úkraínu hér í Svíaríki og hún hefur orðið að taka sér veikindaleyfi út af áhyggjum af foreldrum sínum, sem búa í Kænugarði. Þannig að ef þú ert að segja að það sé ekkert stríð þarna, þá get ég bara sagt þér að skammast þín.

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 08:42

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Geir.

Vissulega er það góður siður að leita að duldum skilaboðum í athugasemdum mínum en það breytir því samt ekki að mjög mega þau vera dulinn í þessari ef lesa má úr henni einhverja minnstu aðdróttun um að þú friðarinsmaðurinn styðji stríð og innrásir.

Ég held að það blasi nú við að bæði ég og Theódór gripum gæsina til að stríða þér, mér fannst fyndið að einhver dragi uppúr hatti sínum þrátaflið um hvaða patríarka eigi að lúta, Theódór sá strax tenginguna við Stalínistana.

En í alvöru talað Geir, þetta er allt það sem á góðri íslensku er kennt við hrúta, það er hrútskýringar, og þú varst sekur um slíka skýringu þegar þú talaðir um fólk sem léti mata sig á fjölmiðlum.

Það eru alltaf skýringar á stríðum, stalínistinn sem dró fram málstað Rússa í Neistanum, hefði getað skrifað jafn skarpa greiningu út frá sjónarmiðum Vesturlanda, ef hann hefði tekið við línunni frá Peking, og Peking væri ennþá að bögga að Moskvu.

Aðalatriðið er það að Pútín tapaði þessu stríði þegar hann lét æsa sig til ófriðar, hans eini ávinningur er staða útlagans, eitthvað sem mér er til efs að rússnesk þjóð sætti sig við til lengdar.

Hættan fyrir heimsbyggðina er hvað gerir örvinglaður maður í tapaðri stöðu??  Okkar allra vegna skulum við vona að Pútín örvinglist ekki, að hann finni einhverja jafnteflisleiki í þröngri stöðu.

Þetta er nefnilega það grafalvarlegt Geir að það er ekki staður eða stund fyrir hrútskýringar, ekki nema náttúrulega menn fari alla leið og taki Fréttin.is á þetta og fullyrði að Bill Gates hafi fundið uppá stríði eins og hann fann upp drepsóttina.

Það er framtíð barna okkar sem er undir en hins vegar er Theódór enn og aftur með þetta, Rússar ættu að íhuga af hverju þeir eru alltaf svona aleinir á ballinu, geri þeir það þá raknar kannski þessi umsáturshnútur því ekki er ESB félegur félagsskapur til lengri tíma.

Og sem föður þá þætti mér vænt um að það reyndi á þennan meinta lengri tíma.

Ekkert dulið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2022 kl. 08:56

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar, þegar maður hugsar út í það, þá er það kannski stærsta afrek Pútíns að gera ESB að álitlegum valkosti sem ríkjabandalag, hélt að það væri ekki hægt.cool

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 09:01

20 identicon

Sæll Theódór,

"Samsæriskenningasmiðir... Go!"

Já, þetta eru góðir smiðir er það ekki, sérstaklega þegar að svona auðvelt er að sjá í gegnum þetta hjá öllum þessum líka merkilegu neo- nasistum frá Úkraínu, þú?

Þetta AZOV,  SNA, UPA, OUN, Stepan Banderas nationalist group og annað neo-nasista-lið í Úkraínu er örugglega eitthvað sem þú ert mjög ánægður með, og/eða allt fyrir málstaðinn, ekki satt?
KV.














Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 09:50

21 identicon

Sæll Ómar,

"Það eru alltaf skýringar á stríðum..."

Hvar eru allar skýringar frá þessum vestrænu fjölmiðlum (eða "mainstream media") fyrir stríðinu Úkraínumanna gegn Dunetsk og Luhansk eða gegn þessum rússnesk ættu fólki (sem sérstaklega eru tilgreindir hér alltaf sem "aðskilnaðarsinnar" og "hryðjuverkamenn")síðastliðin 8 ár, þú?

NATO hefur verið í því að styðja þetta neo -nazista -lið, svo og munu þeir halda því áfram án þess að spyrja. Eitt er víst að stjórnvöld í Úkraínu og/eða aðrir neo -nazistar koma ekki til með mótmæla neitt og/eða gráta útaf þessum þjóðarhreinsunum og fjöldamorðum í austurhluta Úkraínu.
KV.      

Neo-Nazi threat in new Ukraine: NEWSNIGHT

Women and the Azov battalion in Kyiv, Ukraine | DW Documentary

Inside A White Supremacist Militia in Ukraine

Russia-Ukraine tension: NATO sidelines Kyiv’s far-right fighters

Canada's meeting with Ukraine's self-professed Nazi paramilitary

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 10:45

22 identicon

Eitt hættulegasta aflið í dag er the unthinking mass sem enn og aftur eru komnir á fleygiferð. Mér finnst hegðun vesturlanda mjög undarleg þar sem þau gáfu rússum grænt ljós á innrás en virðast svo hafa fengið bakþanka og geri allt í þeirra valdi til að pirra mesta herveldi veraldar án þess að velta fyrir sér niðurstöðunni. Þessi innrás er búin hafa margra ára aðdragandi og virðist umsókn Ukraínumanna í Nato hafa skipt mestu máli. Ég sé fyrir mér að Mexico myndi sækja um í Varsjárbandlaginu hvað Bandríkjamenn myndu gera. Líklega myndu þeir líta á það sem ógn við sig. Ég hefði haldið að stinga "morðóðan geðveikan hund" ítrekað með títuprjónum sem hefur yfir að ráða stærsta vopnabúri veraldar vera mikið hættuspil. Það er eins og menn séu að biðja um 3ju heimstyrjöldina.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 10:48

23 identicon

Þetta er nákvæmlega það sem Davosveldið vill. Óeirðir, óvissa og hræðsla, sem á endanum leiðir af sér efnahagslegan glundroða og ringulreið. Ef fólk er ekki orðið hrætt núna, þá er ekkert sem hræðir það.

Brynjar (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 11:13

24 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var e.t.v. óskýrt hjá mér en tilgangur minn með færslunni var ekki að bera á borð hina einu sönnu skýringu, verja Rússa eða afsaka heldur að toga saman sem fjölbreyttastar heimildir sem geta mögulega hjálpað einhverjum að mynda sér skoðun, þekkja til aðdragandans og skilja hvaða leikmenn eru í spilinu.

Því guð má vita að fjölmiðlar eru ekki að veita neina slíka þjónustu.

Þorsteinn Sch.

Hvað er til í áskökunum frá sjálfsstjórnarhéröðunum í Austur-Úkraníu að Úkranía hafi stundað eins konar þjóðernishreinsanir eða fjöldamorð á þar? Þetta er lykilatriði í réttlætingu Pútíns en ég finn bara ekkert áþreifanlegt. Um leið vita allir sem vilja að nasisma-hreyfingin í Úkraníu er sterkari en víðast hvar - spurningin er bara hvort hún sé samansafn morðingja eða bara kjaftaklúbbur eirðarlausra ungra manna.

Geir Ágústsson, 1.3.2022 kl. 11:37

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér fannst Egill í Silfrinu gera ágætis tilraun á sunnudaginn til að gefa sem víðasta mynd af bakgrunni deilunnar. Pawel B. er t.d. alinn upp nálægt landamærum Úkraínu og Póllands og á ættingja í Úkraínu.

Hinsvegar er erfitt og tímafrekt að fá fram skýra mynd af öllum hliðum þessarar deilu. Fortíðin skiptir kannski ekki öllu máli, henni verður ekki breytt. Það gildir hið fornkveðna, sjaldan veldur einn þá tveir deila en árás á fullvalda ríki er alltaf árás á fullvalda ríki.

Það sem skiptir máli er að vinna úr stöðunni eins og hún er. Kannski er þessi árás tákn um endurkomu Krists og endaloka veraldar? Held það sé a.m.k. fullsannað að mannkynið getur ekki stjórnað sér sjálft og þó það eigi ekki að þurfa allsherjar gereyðingu til að sanna þá staðreynd endanlega, verður það einhvern tímann niðurstaðan.

Persónulega tel ég að undanfari endurkomu Krists og endalok þessa heims verði árás Rússlands, Tyrklands og fleiri múslimaríkja á Ísrael þar sem þeir munu bíða ósigur, en það er efni í aðra umræðu.

Theódór Norðkvist, 1.3.2022 kl. 12:38

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ég lenti einu sinni í þessu, fattaði að andsvör mín voru eins og að sprikla um í kviksyndi, játaði mig loksins sigraðan (eitthvað sem gerist ekki oft og sá sem lagði mig var skemmtilegur húmoristi hér fyrir austan) og sagði; I got it.

Ég efa ekki að vilji þinn sé til víðsýni, en shit, enn og aftur vísa í ég Theódór, hann orðar svo seint verður betur gert.

"Hinsvegar er erfitt og tímafrekt að fá fram skýra mynd af öllum hliðum þessarar deilu. Fortíðin skiptir kannski ekki öllu máli, henni verður ekki breytt. Það gildir hið fornkveðna, sjaldan veldur einn þá tveir deila en árás á fullvalda ríki er alltaf árás á fullvalda ríki.".

Þetta er kjarninn Geir.

I got it.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2022 kl. 17:07

27 identicon

Sæll Geir,


Í öllum rússneskum fjölmiðlum er talað um þjóðernishreinsanir og fjöldamorð sem að hefur átt sér stað síðastliðin 8 ár í austurhluta Úkraínu, svo og hafa ýmsir aðrir en msm -fjölmiðlar fjallað um þessa atburði, en eins og með annað þá er sérstaklega vel passað upp á að fjalla ekki um svona stríð, eins og t.d. með stríðið í Yemen og Sómalíu, eða bara það sem að þjónar hagsmunum Bandaríkjanna og NATO. Því eins og þú veist þá hefur bæði Bandaríkin og NATO einkaleyfi á því að fara í stríð.

     „Violence in eastern Ukraine between Russian-backed separatist forces and the Ukrainian military has by conservative estimates killed more than 10,300 people”(skv. þá CFR), og aðrir fjölmilar segja yfir 13.000, en eins og þú veist þá er búið að banna RT, Tass og alla rússneska fjölmiðla.   

Þorsteinn SchThorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 18:36

28 identicon

Ef þú heldur að okkar RÚV drasl og/eða aðrir ritstýrðir-  og ríkisstyrktir fjölmiðlar hérna séu segja satt og rétt frá öllu, þá er það algjör lygi allt saman. Þegar það er vitað að kraínumenn standa fyrir fjöldamorðum og hreinsunum  í dag, þar sem það rignir yfir sprengjum á bæði Rússa og rússnesku ættaða íbúa Donetsk og Luhgansk, er það einhver furða að Putin karlinn og hans lið sleit öllum firðarviðræðum.       

#Donetsk #Russia #Ukraine

Artillery Hits Apartment Building In Center Donetsk( Ukraine & Russia War)

Massive Cluster Bomb Hits Donetsk Oil Plant and civilian area(My Investigation)

Ukraine War: On The Ground In Donetsk. Get The Real Story!

Update Near Donetsk Airport & Center Donetsk

On The Ground In Donetsk: "Polish Mercenaries" On The Ukraine War Frontline

Breaking From Donetsk: Russia Says Ukraine Has Fired On Russian Territory (This Is Huge)

#Donetsk, Explosions are being heard near the Ukraine frontline

#Russia #Ukraine #Donbass #Donetsk #Luhansk #Russia_War_Ukraine luhansk donetsk, ukraine depot

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 18:43

29 identicon

leiðr.
"Þegar það er vitað að Úkraínumenn..

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 18:46

30 identicon

Theódór Norðkvist,

"Það sem skiptir máli er að vinna úr stöðunni eins og hún er. Kannski er þessi árás tákn um endurkomu Krists og endaloka veraldar? Held það sé a.m.k. fullsannað að mannkynið getur ekki stjórnað sér sjálft og þó það eigi ekki að þurfa allsherjar gereyðingu til að sanna þá staðreynd endanlega, verður það einhvern tímann niðurstaðan.

Persónulega tel ég að undanfari endurkomu Krists og endalok þessa heims verði árás Rússlands, Tyrklands og fleiri múslimaríkja á Ísrael þar sem þeir munu bíða ósigur, en það er efni í aðra umræðu."

Ég held að þú ættir að hætta að horfa á þetta Kristna- Zionista ÓmegaTV, þrátt fyrir allan þennan stuðning þinn við "Zíonista New World Order","Kristna- Zíonisma" og Zíonista Ísrael, þá á Moloch karlinn (eða "lögleysinginn") eftir að ganga inn í Musterið (ath. ekki kirkju og ekki Múslima Mosku skv. 2. Þessaloníkubréfi 2:4), þú?  En hvað þú átt örugglega eftir að fylgja honum Moloch karlinum (lögleysingjanum) og taka upp merkið hans,  svona rétt eins og aðrir ruglaðir kristnir-Zíonsitar í væntanlegum dýrafórnum, svo og þegar stóra og nýja Musterinu er komið, ekki satt?
KV.          

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 19:21

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, ég væri meira en til í að taka umræðuna um endurkomuna við þig, þar sem hún er mjög mikið mitt hjartans mál.

Þessi umræðuþráður er bara ekki rétti vettvangurinn til þess. Kannski voru það mistök hjá mér að nefna þetta, þar sem þetta tengist ekki beint efni upphaflega bloggsins.

Geir hefur verið mjög almennilegur og drenglyndur að leyfa okkur að pústa út. Þess vegna vil ég ekki misnota gestrisni hans.

Ég vil ekki kalla á fleiri ljósmyndaspömm frá þér og Dark Web og sennilega er hægt að skrifa mörg af þessum spömmum frá þér á mig.

Ég bið þig um að hætta með þessar ljósmyndasýningar. Það er alveg hægt að koma sjónarmiðum fram með einföldum tenglum í stað skjáfylla af ljósmyndum.

Ég hef íhugað að hætta að tjá mig á bloggsíðum þar sem ég veit að þú kemur með spammið, sem er eiginlega öll blogg í heitum umræðum.

Ég bið þig vinsamlega um að hætta þessu, eða a.m.k. draga úr þessu flóði. Með fullri vinsemd og virðingu.

Theódór Norðkvist, 2.3.2022 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband