Fjölmiðlar svokallaðir

Fjölmiðlar eru ofmetnir boðberar þvælu og rugls. Þeir hafa gjörsamlega brugðist í heimsfaraldrinum svokallaða og maður óttast hreinlega að þeir séu líka að bregðast í tilviki innrásar Rússa í Úkraníu. Af hverju ættu þeir að standa sig betur í að fjalla um flókið mál á alþjóðavettvangi sem rekur sögu sína mörg ár og jafnvel áratugi aftur í tímann ef þeir gátu ekki veitt svolítið samhengi í veiruumræðu? Og ekki hefur þeim tekist mjög vel að fjalla um loftslagsbreytingar eins og flestir þekkja. Eru þar bara blaðamannafulltrúar hagsmunasamtaka.

Meðal ónýtra fjölmiðla er fréttastofan Reuters með sitt "fack check", "trust principles" og aðra sjálfumgleði. Einföldustu atriði fá ranga meðhöndlun. Þegar þeir fjalla um eitthvað sem ég veit nokkuð mikið um þá sé ég það alveg sérstaklega vel. Svolítið dæmi er þessi frétt um að nú hefjist á ný framkvæmdir við gasrör sem tengir saman Norðursjó og Pólland - hin svokallaða Baltic Pipe gasleiðsla.

Reuters-frétt um Baltic Pipe

Einföldustu staðreyndir flækjast hér fyrir blaðamanni. Framkvæmdin var stöðvuð eftir að heimild umhverfisyfirvalda var felld úr gildi 31. maí 2021, ekki 2019 eins og blaðamaður rekur þrisvar og leggur á sig að reikna hvað margir mánuðir eru liðnir síðan. Upphaflega leyfið var veitt árið 2019. Mjög einfalt er að komast að þessu og nóg af fréttum og fréttatilkynningum í boði. Og ekki spyr blaðamaður sig að því hvernig stendur á því að 33 mánaða óvænt seinkun sé að lokum ekki að valda meira en 3 mánaða töf. Var upphaflega áætlunin að byggja rörið meira en tveimur árum áður en átti að nota það?

Jahérna.

Ég spyr því: Ef blaðamaður klúðrar svona einfaldri upplýsingagjöf og hunsar svo margar viðvörunarbjöllur á meðan hann skrifaði fréttina af hverju á þá að treysta honum og ritstjórn hans þegar kemur að flóknari málum?

En nú geta allir gert mistök og sennilega verður fréttin leiðrétt fljótlega. Á ekki að fyrirgefa mistök? Nema mistök eða meint mistök en í hið minnsta leiðréttingar séu orðin nýja ritstjórnarstefna Reuters. Og fleiri miðla, eins og Facebook sem virðist helst líta á hlutverk sitt að drepa umræðu, ekki vera vettvangur hennar.

Nei takk, fjölmiðlum er ekki hægt að treysta. Til að kynna sér eitthvað þarf að skoða fleiri miðla en hina hefðbundnu fjölmiðla, hlusta á viðtöl, lesa greinar úr ýmsum áttum og ræða og rökræða þar sem slíkt er heimilað. Þetta er mikil vinna en skiptir stundum máli. Og jafnvel þá er ekkert víst að allir séu sammála, en upplýst umræða heitir það og er öllum holl og góð. Ofneysla á fjölmiðlum síður.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir,

Ég held að þessi karl hérna sé með þetta á hreinu varðandi Úkraínu: 

What Russia Wants From Its Invasion of Ukraine Gonzalo Lira

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 21:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Geir, alla vega komst ég áfram fyrir Faceinu í kvöld. Steini er kallinn búinn að selja á Dalvegi?

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2022 kl. 00:57

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, ég horfði á þetta myndband. Vissulega nokkrir ágætis punktar og eins og ég hef áður sagt, þá veldur sjaldan einn þá tveir deila.

Það sem ég var ósáttur við að maðurinn talar eins og það sé bara sjálfsögð réttindi Rússlands að vaða inn í annað land á skítugum hermannaskónum, bara af því að einræðisherrann í fyrrnefnda landinu er ósáttur við þá stjórn sem er í síðarnefnda landinu.

Ef það eru einhver sjálfsögð mannréttindi, þá ætti ég kannski að íhuga að safna saman stórum her, taka Reykjavík og skipa mína eigin leppstjórn þar. Ég er eins ósáttur við borgarstjórnina og hægt er að vera.

Rússar réðust inn í Úkraínu, sama hvaða fjarstæðukenndu ástæður er hægt að finna upp til að réttlæta eða skýra þá árás. Land sem er ráðist á, hefur tilhneigingu til að verja sig. Sum lönd verjast af mikilli hörku, önnur eru fljótari að gefast upp.

Hvar hefur það gerst þar sem kúgun hefur viðgengist, að enginn rís upp gegn þeirri kúgun? Ef Rússar eru ósáttir við eitthvað sem Úkraínumenn eru að gera, ættu þeir kannski að líta í eigin barm.

Hafa þeir t.d. boðið skaðabætur fyrir þær 4 milljónir Úkraínumanna sem Stalín drap eða Tatarana sem hann hrakti á vergang? Eru kannski ástæður fyrir því að Úkraínumenn eru ekki aðdáendur Rússa eða Pútíns?

Theódór Norðkvist, 2.3.2022 kl. 04:04

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta við að ef Pútín er á móti því að Úkraína gangi í Nató, þá gat hann ekki gefið þeim betri hvatningu til þess, en með því að ráðast inn í landið.

Zelenskyjs budskap till Biden. Maaste faa saekerhetsgarantier

Theódór Norðkvist, 2.3.2022 kl. 04:23

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ef þú færð verk og ferð til læknis þá spyr læknirinn þinn hvað þú hafir verið að gera. Hjólaðir þú á vegg? Varstu í hlaupatúr? Hann þarf að skilja uppruna verksins áður en hann getur læknað hann. Til að koma Rússum út úr Úkraníu þarf að skilja hvað fékk þá til að fara inn til að byrja með. Hér duga yfirborðskenndar fréttaskýringar BBC ekki. Kannski dugir ekkert nema stríð - gagnárás með stuðningi vestrænna ríkja, jafnvel beinni hernaðaríhlutun. En dugir að leyfa Donbas að renna í Rússland að undangenginni kosningu. Eða draga Minsk-samkomulagið aftur upp úr ruslatunninni. 

Geir Ágústsson, 2.3.2022 kl. 08:54

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst skýringin alveg liggja fyrir. Snarbrjálaður og siðblindur einræðisherra með stórveldisdrauma um að endurreisa handónýtt keisara / tsarveldi sem var hent í ruslafötuna fyrir meira en 100 árum síðan, réðist inn í annað land til að uppfylla þá drauma sína.

Theódór Norðkvist, 2.3.2022 kl. 11:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað kom þeim til..??? Það er ógnin af þrýstingi ESB á Úkraínu að ganga í það heilaga með þeim og já þýðir þeir eru mættir með landamæri sín að Rússum austanmegin. Þarfnast ekki skýringa tel ég. -- Miklu fremur meintir stórveldisdraumar um hvoru megin brjálsemin blindar.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2022 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband