Dauðateyjur tilgangslausra sóttvarnaraðgerða

Ég flaug í gær frá Danmörku til Íslands. Allt gekk vel. Troðfull flugvél en gekk vel að raða fólki og farangri í hana, allt var á réttum tíma og starfsfólkið vingjarnlegt. Einn flugdólgur gerði sig líklegan til að láta fleygja sér út en það tókst að róa hann niður.

En það var skylda að nota tilgangslausa andlitsgrímu í flugvélinni. Og fylgt vel og rækilega eftir af samviskusömu starfsfólki.

Af hverju? 

Í kynningarefni var bent á að loftskipti í flugvélinni væru örari en í loftræstu skrifstofurými og loftflæðið að auki óhagstætt smitandi veirum. Ætli fólkið sem útbjó það kynningarefni á skrifstofu flugfélagsins hafi verið með grímu á meðan?

Tekið var fram að grímuna mætti fella við neyslu matar og drykkjar. Hér blasti því við að opna hnetupoka og borða á hraða snigilsins. 

Við aðflug voru farþegar minntir á forskráningu í landið sem reyndist vera bull sem ekki var leiðrétt.

Ég vona að ég hafi verið að upplifa dauðateyjur tilgangslausra sóttvarnaraðgerða. Um leið er þetta áminning um að við höfum látum heilaþvo okkur. Til dæmis voru langflestir farþegar með grímu í Keflavíkurflugstöð en þar er engin grímuskylda eins og sást vel á allsberum andlitum alls starfsfólksins.

En kannski var ég að verða vitni að því að heilaþvotturinn hefur verið rækilega stimplaður í þorra fólks og engin von að sleppa við tilgangslausar aðgerðir þegar næsta svokallaða afbrigði nú eða ný veira birtist og ógnar háöldruðu fólki á meðan aðgerðir drepa líf þeirra yngri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var ég þá að hlusta á rödd þína rétt áðan og hafði þá misst af megninu af tilkomumikilli rökræðu ykkar viðmælanda,á Utv.Sögu?

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2022 kl. 15:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Geir Ágústsson, 4.3.2022 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband