Spjall um fjölmiðla

Útvarp Saga merkið og undirritaður

Arnar Þór Jónsson, lögmaður, varaþingmaður, fyrrverandi héraðsdómari og talsmaður frelsis, var svo vinsamlegur að bjóða mér í stutt spjall í þætti hans á Útvarpi Sögu í dag sem má hlusta á hér:

https://www.utvarpsaga.is/unga-folkid-faer-ekki-sinar-frettir-fra-meginstraums-fjolmidlum/

Ég þakka fyrir tækifærið (og kaffið) og vona að einhver hafi gagn og gaman af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki bara unga fólkið sem er að flýja frá stóru fjölmiðlunum þessa dagana. 

Halldór (IP-tala skráð) 4.3.2022 kl. 18:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já bæði gagn og gaman Geir örugglega margir sem átta sig að ein frétt eru allar í öðrum miðlum (og útlöndum)nema í blaðapistlum og svo hér á-ÚS. (Við fjölskyldu minni erl.gríp ég til veðurfrétta.  

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2022 kl. 01:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Geir minn, hvenær ertu þú eiginlega fæddur??

Ef þú værir bráðþroska, fullorðnaðist snemma, til dæmis vegna öldrunarsjúkdóms, en værir fæddur á þessari öld, og myndir ekki eftir áhrifavöldum eins og eitthvað sem kennt er við Karidas-eitthvað, samt ekki skylt Karíusi og Baktusi, þá meikaði fyrirsögn linkar þíns einhvern sens.

En við sem eldri erum, glottum aðeins aðeins þegar meintir miðaldra menn flytja svona stærri sannleik, ég náði til dæmis í skottið á Marx-Lenín-Maó árunum, þegar ungt fólk sótti sannleik sinn til ýmissa rita sem gefin voru út af allskonar deiluklofningshópum til vinstri við Alþýðubandalagið.  Ég var nefnilega svo heppinn að eiga stóra bróðir sem ljósritaði myndir af spámönnummkommúnista, og hengdi uppá vegg í herbergi sínu, og hann keypti hin ýmsu rit hinna sídeilandi byltingarmanna, Stéttarbaráttan, Neisti, og einhver fleiri sem ég man ekki lengur nöfnin á.

Bróðir minn er virðulegur íhaldsmaður í dag, svag fyrir falskenningum frjálshyggjunnar, enda vilja menn oft fara úr einu falsinu í annað.

En pointið er Geir, sem allir vita nema þeir sem eru það ungir að hafa ekki upplifað á eigin skinni, að ungt fólk eldist, og trúðu mér, það þroskast.

Og leitar því úr áróðri yfir í meinstrím miðla, með sínum kostum og göllum.

En ég þekki til mussukomma sem döguðu uppi.

Skemmtilegt fólk hvað sem öðru líður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2022 kl. 23:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ég lærði ungur, þegar netið var að fæðast, að fjölmiðlar segja bara hálfa söguna. Þess vegna fór Joe Rogan að meðaltali 20x meira áhorf en vinsælustu þættir stærstu fjölmiðlanna.

Geir Ágústsson, 5.3.2022 kl. 23:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Kim Kar-eitthvað 200x það en pointið er að fólk þroskast að lokum.

Síðan má bæta við, svona fólki á virðulegum aldri til upplýsingar, að fyrir daga samfélagsmiðla mátti ráða í menntun fólks og þjóðfélagsstöðu hvort það vitnaði í The Sun eða The Times.

Sun lifir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2022 kl. 10:53

6 identicon

Skil ekki þessa vænisýki. Aumingja ég ég er svo ofsóttur. Hver er að ofsækja ykkur Arnar og Geir. Spyr sá sem ekki veit.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 8.3.2022 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband