Fyrirlestur um Rússa og Úkraníu

Nú er vitaskuld ekki hægt að treysta því sem hinir hefðbundnu fjölmiðlar, stórir og smáir, bera á borð og nauðsynlegt að afla sér upplýsinga og skoðana frá fleiri uppsprettum til að skilja heiminn, eða komast nær því í hið minnsta. Til dæmis í tilviki innrásar Rússa í Úkraínu. Eins óréttlætanleg og svívirðileg og sú aðgerð er þá er ástæða þeirrar innrásar ekki einfaldlega sú að einhver vitstola einræðisherra vilji sýna hermátt sinn. Ekki frekar en að stóri strákurinn á skólalóðinni sé einfaldlega að kvelja litlu krakkana að gamni sínu - hann á örugglega við stór vandamál að stríða sem hann fær útrás fyrir með óafsakanlegu ofbeldi. Eitthvað liggur að baki, eða hvað?

Fyrir svolítið samþjappaða sagnfræði vil ég mæla með fyrirlestri sem var haldinn nýlega um ástandið í Úkraínu og má nálgast hér:

https://tomwoods.com/ep-2078-russia-and-ukraine-the-essential-backgrounder/

Þetta er alveg heil klukkustund (sem má spara sér með því að sleppa sjónvarpsfréttunum í tvo daga) en segir frá ýmsum aðilum sem við þekkjum öll vel og hvað þeir sögðu og létu eftir sér og lofuðu og sviku og gæti hjálpað okkur að skilja af hverju rússnesk yfirvöld gengu of langt og hófu óréttmæta og áhættusama innrás í nágrannaríki sitt.

En bíddu nú við - er hér verið að réttlæta árás inn í fullvalda ríki! Réttlæta gjörðir Pútíns! Klappa fyrir rússneskum yfirvöldum! Styðja við morð á saklausum borgurum! Taka afstöðu með Rússum gegn Úkraínu!

Nei, en ef þú heldur það eftir að hafa fengið ábendingu um fyrirlestur þá er sennilega best að þú haldir þig við ruv.is og ekkert annað, þar með talið þessi síða. Þér er ekki viðbjargandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að leyfa mér að sleppa fyrirlestrinum. Engin "skýring" er á árás Pútíns á Úkraínu. Ég þekki margt af því sem hann hefur látið frá sér fara. Það samanstendur af lygum, sögufölsunum og óhugnanlegum skýringum fasistans. Ef marka má Pútín, þá hefur ekkert land rétt á frelsi sem ekki hefur langa sögulega hefð fyrir sjálfstæðri tilveru. Fyrir lönd heimsins er þessi skoðun nokkuð sem löndin þurfa að máta sig við, en fæst standast mælingu.

Haltu þig við covid samsærið; það er saklaust kukl. 

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 6.3.2022 kl. 22:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Er "engin" skýring á bak við ákvörðun? Sérðu stóra tuddann á skólalóðinni berja litlu krakkana og hugsar: "Engin skýring." 

Ekkert er tengist geðheilsu viðkomandi?

Ekkert er tengist tilfinningu viðkomandi gagnvart umheiminum? Að hann berji litlu krakkana því á eigin heimili er hann sjálfur barinn?

Er ekki að biðja um réttlætingu á gjörðum tuddans, en hafnar þú því að það finnist "skýring"?

Horfði á bíómynd um daginn sem fjallar um viðburði sem áttu sér (kannski) stað á miðöldum. Þar kvartar kona yfir nauðgun en er orðin ólétt í kjölfarið. Þar hrópa prestarnir að henni að hún hljóti að hafa boðið upp á nauðgunina og notið hennar því öðruvísi verði kvenmenn ekki óléttir.

Kannski erum við komin þangað aftur.

Geir Ágústsson, 6.3.2022 kl. 22:30

3 identicon

Geir

Þú bauðst upp á "samanþjappaða sagnfræði". Ekkert í sagnfræði, fyrir þá sem hana kunna, felur í sér neina skýringu. Eitthvað af því sem þú nefnir kann að skýra innrásina að hluta. - En sleppum sagnfræðinni. Þar er enga skýringu að fá.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 6.3.2022 kl. 23:02

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér er eru þrjár tilvitnanir í aðra bloggara sem sýna að menn eru alls ekki á því að þetta sé einfalt eða svarthvítt mál:

 

Þessi Úkraínuforseti hefur annaðhvort tapað allri rökhugsun í örvæntingu sinni, eða er jafn stjórnlaus vitfirringur og Pútín. (Höfundur, Jón Steinar Ragnarsson).

 

Enda sannarlega hefur aldrei áður trúður leitt Bretland, eða elliært gamalmenni Bandaríkin.

Hvenær auðræðið tók við að lýðræðinu í vestrænum löndum má guð vita, en að peningarnir skulu ekki einu sinni reyna að láta strengjabrúður sínar líta út eins og fullorðið (ekki elliært), vitiborið (ekki trúðar) fólk er í raun lokapunktur á endalokum vestrænnar siðmenningar sem má rekja allt til Grikkja og Rómverja. 

Ætli háðungin sé ekki algjör þegar fréttist að einhver sprellikarl í framkvæmdarstjórn ESB, sagður vera utanríkismálastjóri, lagði til að alræðisríkið Kína yrði sáttasemjari milli Rússa og Úkraínu, eins og það þurfi sátt milli innrásarríkis og þess sem ráðist er á. (Höfundur, Ómar Geirsson).

 

Eru menn tilbúnir gegn Rússlandi?

með því að setja flugbann yfir Úkraínu?

Sjá menn virkilega ekki að þetta myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu? Það bendir Pútín þó réttilega á. Ekkert sambærilegt við Chamberlain frá árum áður.

Stjórnmál eru list hins mögulega.

Þessi tillaga er ekki af þeirri listgrein komin ef menn hugsa lengra en nef þeirra nær.

Þetta er tillaga um allsherjar stríð gegn Rússum. Eru nokkur tilbúinn fyrir slíkt? (Höfundur, Halldór Jónsson).

 

Sjálfur vil ég bæta því við, að ekki er undarlegt að Pútín trúi sjálfur þeim áróðri sem hann hefur borið á borð fyrir þjóð sína lengi, og þjóðerniskennd er ástæða útaf fyrir sig sem allir ættu að geta skilið, þótt lítið sé um hana á okkar dögum. Hún dref áfram menn og þjóðir fyrr á tímum, og hverfur sennilega aldrei.

 

Einsog bloggararnir þrír sem ég vitna í segja þá er þetta slíkt hættuspil að friðarumleitanir ættu að vera aðalmálið, ekki að mannréttindabarátta sem vinstrisinnar setja of ofarlega í öllum málum.

Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2022 kl. 07:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ég held að Einar sé að reyna segja þér með hrísvöndinn á lofti að engar skýringar réttlæti innrás.

Aldrei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2022 kl. 07:41

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það er heldur ekki réttlætanlegt að berja saklaust fólk úti á götu. Samt kemur það fyrir. Og jafnvel þótt þetta saklausa fólk hafi grett sig framan í tuddann og hefði betur sleppt því. En sagan hófst ekki á degi innrásarinnar og ef menn gefa sér tíma til að setja sig inn í hugarfar þess sem gerir árás, hvort sem hann er vitfirriningur, einhver sem sármóðgast eða er einfaldlega hrotti með mikilmennskubrjálæði, þá er kannski mögulegt að aftengja ástandið. En hey, við plebbarnir getum látið það eftir stjórnmálamönnunum ekki satt?

Geir Ágústsson, 7.3.2022 kl. 08:16

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekkert að því að reyna að finna skýringar, en rétt að fara varlega í þeim efnum, mjög auðvelt að (rang)túlka skýringar sem réttlætingar.

Vissulega eru þetta deilur um lönd og yfirráð og erfitt að segja af eða á hver á meiri rétt en annar til þessa eða hins landsvæðisins.

Kannski rétt að segja eins og Crocodile Dundee sagði um aborigins, tveir menn eða þjóðflokkar að deila um land, er eins og tvær flær á hundi að rífast um hver þeirra eigi hundinn.cool

Ef uppi eru ásakanir um fjöldamorð Úkraínumanna á hendur Rússum eða rússneskumælandi fólki, þá er aðeins eitt svar við því. Alþjóðleg og hlutlaus nefnd rannsaki ALLAR slíkar ásakanir - á báða bóga. Minnir að tillaga um slíkt hafi komið fram.

Hvað slíkar ásakanir frá Rússum á hendur Úkraínumönnum varðar, þá hefur hingað til ekki reynst neinn fótur fyrir þeim, en nokkuð skýrar vísbendingar komið fram um hið gagnstæða.

Að lokum, hvað varðar Krímskaga og réttmæti Rússa til að gleypa hann, þá hafa sennilega Tyrkir ef eitthvað er, meiri kröfu til þess landsvæðis, en Rússar, þar sem skaginn tilheyrði Ottóman-veldinu einu sinni. Þó vona ég að Tyrkir fái aldrei ítök þar, Guð forði okkur frá því.

Theódór Norðkvist, 7.3.2022 kl. 11:03

8 identicon

Covid er eitthvað meira en kukl. Bólusettir hrynja niður og deyja eins og flugur í Ísreal þessa dagana. Það lítur út fyrir að ónæmiskerfið veikist meira við hverja sprautu. Það alvarlegasta í þessu er að þessi vitneskja lá fyrir í upphafi. Núna ætti umræðan að snúast um hvort hægt sé að vinda ofan af þessu. Það mun ekki hjálpa neinum að gala samsæriskenning.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.3.2022 kl. 13:00

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, þessi nálgun þín er ranghugmynd.

Vissulega hafa verið skrifaðar bækur um hvað það var í æsku sem gerði menn að raðmorðingjum, og þó margir fæðist tuddar á skólalóðinni, þá eiga sumir sér þær málsbætur að eitthvað var að heima hjá þeim, og geðsjúkdómar hafa líklegast ýkt ofsóknaræði og í kjölfari skefjalausa grimmd manna eins og Ívan grimma, Kalikúla og Stalíns.

Og ef menn vilja skilja gang sögunnar þá eru til merk sagnfræðirit (allavega eitt þýtt á íslensku) sem útskýra af hverju Þýskaland var móttækilegt fyrir hugmyndafræði nasismans, og síðan af hverju það fór saman við algjört forystuleysi evrópskra stórvelda.

Það er bara ekki pointið, þegar tuddinn níðist á minnimáttar, þegar allir æskukomplexarnir gera menn að raðmorðingjum, eða sýfilis ýkir geðsveiflur, þá er það verknaðurinn sem þarf að taka afstöðu til.

Það sama gildir um innrás stærri ríkja í minni á 21. öldinni, og þeir sem fatta það ekki eru haldnir feigð, mun verri en afneitun á afleiðingum stjórnlausra drepsótta eða hlýnun jarðar vegna athafnasemi mannsins.

Sálfræðingar eiga vissulega eftir að greina þá feigð, og skrýtið hvað sniðmengið hjá þessum hópum er stórt, en tilvera okkar sem tegundar er undir því komin að setja núllpunkt gagnvart árásum og yfirgangssemi.

Hvort það tekst er annað mál, en hrútskýringar eru á þessum tímapunkti ekkert annað en stuðningur í raun við þá sem beita ofbeldi.

Skilningur til að koma í veg fyrir beitingu ofbeldis er síðan önnur ella.

Gengur þannig séð ágætlega mið tuddann á skólalóðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2022 kl. 18:21

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Smá forvitni, lýgur þú vísvitandi eða veistu ekki betur??

Death rates among the over 60s.

Sambærileg gröf eru til frá öllum löndum sem halda bókhald yfir kóvid faraldurinn.  Óbólusettir hríðfalla, jafnt í heildartölum sem og hlutfallslega, hins vegar var strax vitað að núverandi bóluefni eru ófullkomin, þau vernda ekki mjög vel fólk sem er með mjög veikt ónæmiskerfi fyrir, þess vegna er talað um þessa 90% vörn, staðreynd sem lá fyrir í upphafi.

Þeir sem vísvitandi nota lygina sem vopn, líkt og margir ágætir bloggarar hér á Moggablogginu, hafa nýtt sér þennan veikleika til að gera almennar bólusetningar tortryggilegar, svo eru það hinir sem annað að tvennu, kjósa að trúa, eða vita ekki betur.

Spurning hvar þú staðsetur þig Kristinn, en athugasemd þín er dæmigerð fyrir fólk sem finnur réttlætingar í öllum skúmaskotum fyrir innrás Rússa.

Og klikkir svo út, "auðvita erum við á móti innrásum".

Já þetta sniðmengi, það lætur ekki að sér hæða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2022 kl. 18:40

11 identicon

Sæll Ómar,

Ég hef hvorki löngun né hagsmuni af því að ljúga. Þetta sem ég vitna í er frétt á fréttin.is. Það þarf miklu frekar að hafa áhyggjur af rangfærslum fólks sem nýtur virðingar í þjóðfélaginu. Þessi efni hafa verið kölluð bóluefni af því það hljómar saklaust. Varðandi Úkraínustríðið. Ef þú ert stanslaust sleginn utan undir þá endar með því að þú slærð frá þér eða deyrð. Ég í rauninni undrast langlundargeð Pútíns. Aftur á móti hef ég verulegar áhyggjur vanhugsuðum og handahófskenndum viðbrögðum vesturlanda og þ.m.t. Íslandi.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.3.2022 kl. 10:40

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Þú skalt fá hrós fyrir að rífast ekki við staðreyndir þess grafs sem tók mig innan við 5 mínútur að finna, tímalengdin skýrist að ég þurfti að slá inn spurninguna, og fékk svo almenna tölfræði í fyrstu linkunum, og þar sem ég er næstum ólæs á útlensku, þá tók þetta sinn tíma.

Það að þú vísir í Fréttin.is segir mér að þú sért trúgjarn, ég las til dæmis Mad, það yndislega háðtímarit, þó teiknað væri, þá voru broddar þess sterkir, en ég vitnaði ekki í háð þess, en þróaði hugsun mína meðal annars út frá þeim lestri.

Meinið er að þó Mad og Fréttin.is sé hvorutveggja skáldskapur, þá er engin broddur í Fréttin.is, meiningin er örugglega góð, en þegar vísvitandi er logið, og annað í besta falli hálfsannleikur, þá týnist annað sem vel er meint.

Svo ég taki samanburð þá er broddur Geirs síðuhafa margfaldur, því hann blandar saman skoðunum, vissum staðreyndum, í kokteil þar sem djúpstæð sannfæring býr að baki.

Er alvöru á meðan Fréttin.is nær í besta falli að vera aumkunarverð.

Hinsvegar Kristinn þá skil ég alveg pointið "Varðandi Úkraínustríðið", og að það er varhugavert að hrekja út í horn, hvort sem það eru rottur, köttur eða Rússar.

En það greinir aðeins frá sök, en réttlætir aldrei atburð sem er óréttlætanlegur.  Miðað við síðasta pistil Geirs þá virðist hann algjörlega átta sig á því.

Deilan snýst um hvað gerir illt verra?

Sagan hefur eiginlega svarað því, skortur á styrk eða undanlátsemi er bein ávísun á margfalt meiri hörmungar.

En aldrei hefur sá sem er króaður út í horn haft yfir kjarnavopnum að ráða, það flækir stöðuna.

Vonandi vita þeir sem tefla þessa skák af þeirri staðreynd, en hins vegar er öruggt að undanlátsemi eða hálfkák, er bein ávísun á stigmögnun þar sem fáir valkostir eru eftir.

Við lifum varhugaverða tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2022 kl. 16:42

13 identicon

Þeir sem trúa ennþá msm eru líklega einfaldir eða dáleiddir. Lygaþvælan og upplýsingaþöggunin er yfirþyrmandi. Ég hef trú á þér ómar að þú farir að átta þig á þessu. Með þessi ekki bóluefni sem búið er að ráðast svo fólskulega á allt mannkynið með er og mun mjög líklega valda óbætanlegum skaða. Hversu lymskulega búið er að þvinga þessu í fólk er ófyrirgefanlegt. Það verður að draga þetta fólk fyrir dómstóla.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 13:15

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Skoðun þín á þeirri gerð bóluefna sem notað var gegn kóvid má alveg vera réttmæt, en þú rökstyður hana ekki með því að vitna í bullmiðla eins og Fréttin.is er dæmi um.

Þú vitnar ekki í lygar þegar þú talar um lygaþvælu, og þú getur ekki gert kröfu um að meinstrím fjölmiðlar vitni í skáldskap sem staðreyndir, og hið siðaða samfélag getur gert kröfu á eigendur samfélagsmiðla að þeir græði ekki á dreifingu tilbúnings og skáldskapar.  Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn uppdikti myndir, myndbönd eða skáldi upp fréttir, en Myrkranetið er fyrir slíka iðju og áhugasamir, sem kalla hömlur á slíkt flæði upplýsingaþöggun, þeir geta alveg lagt það á sig að nálgas það þar.

En siðað samfélag á að líða skoðanir fólks, jafnvel þó þær séu rökstuddar með beinum lygum eða hálfsannleik, annað er umræðuþöggun, sem er atlaga að forsendum þess.

Og í raun er umræðan þá töpuð fyrir þá sem telja sig vita betur.

Á því átta ég mig Kristinn, sem og ég var um 14 ára gamall þegar Bjössi Magg, minn gamli góði stærðfræðikennari kenndi mér þá lexíu að það er ekki nóg að vita að maður telji sig vita hið rétta eða sanna, í rökræðu þarf maður þekkingu, byggða á staðreyndum.

Maður rífst ekki við staðreyndir og maður sigrar þær ekki með lygum og blekkingum.

Þetta er skýring þess að þeir sem fara rangt með, eða styðja málstað sem byggist á blekkingum, enda alltaf í vernduðum hópi jábræðra sinna.

Þeir reyna ekki á dómstóla, hvað þá að þeir skrifi greinar í meinstrím fjölmiðla, eða taka slaginn á vettvangi vísindanna.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2022 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband