Bless takmarkanir, en hvað svo?

Loksins, loksins, loksins! Loksins á að sætta sig við að veira gengur um og að ekki sé hægt að forðast hana til eilífðar. Það besta í stöðunni er því að takast á við hana eins og aðrar veirur, endurvekja borgaraleg réttindi og blása í stóra innanhúsviðburði eins og tónleika og fyrirlestra án tilgangslausrar grímunotkunar.

Ekki seinna vænna því nú er fólk byrjað að skipuleggja sumarfríið sitt og CNN með stóra umfjöllun um nýtt baðlón á Íslandi.

pexels-mart-production-8458809En hvað gerist í haust þegar næsta veira fer á stjá, eða í aðdraganda páska þegar nýtt afbrigði er merkt áríðandi? Verður búið að uppfæra löggjöfina og gera yfirvöldum enn auðveldar fyrir að verja þig gegn kvefi með því að drepa þig úr leiðindum og leiða og jafnvel krabbameini? Þarf að treysta því að í stól heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis séu einstaklingar í góðu jafnvægi sem kunna að lesa vísindagreinar á ensku? Eða þarf að reisa einhverjar girðingar sem gera ráðherrum torveldar fyrir að loka vinnunni þinni og líkamsræktarstöðinni og þröngva börnunum þínum fyrir framan skjá frekar en að vera í kennslustofu með vinum sínum?

Er hrædda fólkið enn við stjórn? Þetta fólk sem er búið að sprauta þrisvar en þorir samt ekki í Bónus án grímu og stekkur í næsta skurð ef krakki kemur labbandi á móti því. Þetta fólk sem segir að sprauturnar virka en samt má enginn koma nálægt veiru því það er búið að senda starfsfólk spítalanna heim til sín. Þetta fólk sem lætur sprauta börnin sín þótt veiran sé því skaðlaus á meðan sprauturnar eru það ekki.

Kemur í ljós, en ég óttast það. Og þá erum við aftur komin á byrjunarreit áður en við vitum af, og páskunum aflýst þriðja árið í röð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Páskakúlan hafa verið að slá í gegn um víða veröld síðustu tvö árin, kannski má flikka upp  hana einu sinni enn í samfélagslega takmörkuðu upplagi. 

Magnús Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 12:51

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Það kæmi mér hreint ekkert á óvart að þetta hrekkjótta kvikindi láti aftur á sér kræla fyrir páskana, enda virðist það illa þola að fólk komi saman um hátíðir þar sem fólk kemur saman, eins og jól, páska og verslunarmannahelgar.

Kristín Inga Þormar, 23.2.2022 kl. 21:58

3 identicon

Hvað svo? Framtíðin er óráðin. Það er ekki svo að við séum búin að bregðast við einni ógn og því þurfum við aldrei aftur að bregðast við ógnum. Við erum alla daga á byrjunarreit og vegum og metum framhaldið miðað við þá stöðu sem við erum í. En það er tilgangslaust að vera stöðugt hræddur við að eitthvað gerist sem kalli á aðgerðir. Því er ekki við bætandi oná hræðsluna við bóluefnin, að þurfa að vera meira með konu og börnunum og að ekki sé hægt af fara á pöbbinn öll kvöld og nætur.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2022 kl. 22:51

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heilbrigðisráðherra sló niður tvær flugur í einu höggi í dag þegar hann viðurkenndi að hvorki sóttvarnaráðstafanir né bólusetningar hindruðu smit. Og þriðju fluguna þegar hann sagði hjarðónæmi nást með dreifingu veirunnar í samfélaginu. Ef einhver man svo langt var fullyrt af "vísindamönnum" haustið 2020 að hjarðónæmi væri blekking.

Það gæti því orðið svolítið þyngri róður að byrja aftur að setja takmarkanir og þvinga fólk í sprautur ef og þegar næsta afbrigði birtist með vorinu, fyrst loks er búið að viðurkenna að hvorugt virkar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2022 kl. 23:46

5 identicon

Veit ekki um það Geir.  Ný og sterk gögn eru alltaf að koma fram um vanverkan þessara lyfja og nú það nýjasta í Welt Coronavirus: Mehr Impf-Nebenwirkungen als bisher bekannt - WELT

T
ryggingafyrirtækin eru með RAUNGÖGN, en ekki ÓSKgögn.

A board member of a large German health insurance company comes forward: The side effects of COVID vaccines are much higher than reported by official agencies.

BKK Board Member Andreas Schöfbeck said in a report by WELT, “According to our calculations, we consider 400,000 visits to the doctor by our policyholders because of vaccination complications to be realistic to this day. Extrapolated to the total population, this value would be three million.”

An analysis of millions of insured persons’ data from the BKK company health insurance company comes to significantly higher figures for side effects than the Paul Ehrlich Institute. The new data is an “alarm signal,” says BKK board member Andreas Schöfbeck.

For the first time, the figures from a large German health insurance association are available on the side effects of Covid vaccines. The board of directors of BKK ProVita, Andreas Schöfbeck, had the data of millions of insured persons of the BKK group analyzed. The total number of side effects is therefore many times higher than those reported by the Paul Ehrlich Institute (PEI). In a video call with WELT, Schöfbeck said on Wednesday: “The numbers determined are significant and urgently need to be checked for plausibility.”

Andvaraleysi Almúgans (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband