Hræðslulistinn

Listinn yfir viðburði, fyrirbæri og hluti sem við eigum að óttast og aðlagast með því að verða fátækari og fælnari lengist í sífellu.

Veirutímar hafa auðvitað verið ráðandi atriði á þeim lista og sennilega verður reynt að halda í slíkt. En svokölluð hlýnun Jarðar er annað. Af því að við nýtum hagkvæmt jarðefnaeldsneyti þá er heimsendir handan við hornið.

Hvað fleira?

Jú, að ef ríkisvaldið er ekki með puttana í öllu þá deyr fátækt fólk í bílförmum úti á götu, heilbrigðiskerfið molnar niður, vegirnir nánast hverfa, öryrkjar svelta til dauða og Rússarnir koma.

Þú ert ekki fullorðin manneskja, eða hvað? Þú þarft að óttast. Þig vantar reglugerðir. Þú þarft að vantreysta nágranna þínum en treysta á opinbera embættismenn.

Er ekki kominn tími til að fleygja þessum áróðursbæklingum í ruslið?


mbl.is Ekki hægt að ryðja götur vegna skyggnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hin ofsafengna nýting óendurnýjarlegra orkugjafa mun augljóslega valda því, að "hið hagkvæma jarðefnaeldsneyti" verður það, þangað til allt í einu. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2022 kl. 23:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Hjartanlega sammála. En nú eru hundruðir milljóna að brenna greinar og þurrkaðan dýraskít innandyra og deyja þarf af reykeitrun. Rafmagn væri til bóta. Nú eru hundruð milljóna manna að eiga við orkuskort og snarhækkandi orkukostnað. Orka er jafngildi lífskjara.

Orkusipti hafa margoft átt sér stað og eiga enn. En þau þurfa helst að bjarga fleiri lífum en taka. Nema sum líf séu, að mati einhverra, meira virði en önnur. Vil samt ekki ásaka neinn um slík viðhorf.

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 00:28

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þegar ég las fyrirsögnina hélt ég snöggvast að vinstri menn hefðu klofnað í enn einn fíflaflokkinn. Annars skil ég ekki hvernig þessi frétt tengist glópahlýnunarheimsendaspádómum.

Nema þú sért að benda á að miðað við allt þetta tal um glópahlýnun, þá sé merkilegt að það skili sér í svona mikilli snjókomu. Ég er nú svo einfaldur að ég hélt að snjókoma kæmi þegar það kólnar, ekki þegar það hlýnar.

Theódór Norðkvist, 20.2.2022 kl. 01:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theodór,

Eg hef séð sannfærandi rök fyrir því að það sé að kólna, ekki hlýna, en með því að nota hugtakið "climate change" frekar en "global warming" þá er það auðvitað manninum að kenna líka, ekki sólinni.

Snjófrétt minnti mig einfaldlega á þetta.

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 08:15

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skil þig, þegar heimsendaspádómarnir um hlýnun rættust ekki, breyttu þeir nafninu á umhverfisgrýlunni í loftslagsbreytingar og tilkynning Umferðarhræðsluráðs Vestmannaeyja minnti þig á það.

Theódór Norðkvist, 20.2.2022 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband