Hvernig er best að sópa undir teppið?

Nú þegar trúverðugleiki svokallaðra sóttvarnaraðgerða bráðnar eins og íspinni á sólarströnd um allan heim eru afleiðingar sóttvarnaraðgerða að koma betur og betur í ljós: Verðbólga, atvinnuleysi, vonleysi, skuldir, þunglyndi, þjáningar og skert þjónusta í umhverfi hækkandi skatta. Sumt af þessu á við um Ísland, sumt ekki, en heilt á litið er útlitið frekar svart. Og verðbólgan er hér verst, og auðvitað hrun ýmissa ríkissjóða þegar vextir þurfa að hækka til að sporna við verðbólgunni, enda skuldafjallið óyfirstíganlegt nú þegar.

Auðvitað þarf að sópa þessu undir teppið og ein góð leið til þess er að hefja stríð. 

Stríð er jú neyðarástand sem réttlætir allt. Jafnvel þrælahald (herkvaðningu). 

Nú er okkur sagt að Rússar ætli að ráðast inn í Úkraínu. Þeir sem andmæla lenda á minnisblöðum leyniþjónustustofnana. En mikið væri nú heppilegt að fá svolítið stríð! Helst langt í burtu á milli einhverra Slava sem öllum er sama um. Í stríði má prenta peninga og dreifa athygli almennings frá innlendri kúgun. Hverjum er ekki sama um hallarekstur og þjónustustig hins opinbera í stríði? 

Það er í raun aðdáunarvert hvað fjölmiðlar eru samstilltir í að fækka veirufréttum og fjölga stríðsfréttum nú þegar veiran dugir ekki til að halda okkur í gíslingu. Það mætti halda að hér sé kór að syngja undir stjórn kórstjóra. En nú erum við auðvitað komin á samsæriskenningamiðin sem hafa að visu verið gjöful en selja ekki mjög vel.

En sjáum hvað setur. Ég vona að mér skjátlist alveg svakalega, en óttast að svo sé ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband