Eru 300+ starfsmenn LSH með virk smit?

Íslensk yfirvöld eru svo vinsamleg við ferðalanga að flokka þá sem „greinast“ á landamærunum í tvo hópa: Þá með virk smit og óvirk. Óvirkt smit er talið ófært um að smita frá sér. Þeir með slíkt smit njóta almennra borgaralegra réttinda.

Engin slík þjónusta virðist vera í boði fyrir landsmenn.

En mér finnst blasa við að spyrja: Eru yfir 300 starfsmenn Landspítala með virk smit og bráðsmitandi og ófærir um að sinna öllum verkefnum spítalans eða eru þeir lokaðir í stofufangelsi á fullum launum og þar að stunda líkamsrækt, hoppa á dýnu og með öðrum hætti að drepa tímann við fulla heilsu?

Uppfært:

Hef varla lokið við að skrifa þessa færslu þegar ég sé svolítið viðtal við forstjóra Landspítala og í því boðað það sem mætti kalla markvissa vernd og var lýst í yfirlýsingu í október 2020. Loksins.


mbl.is Flókið að fá Covid-sýkt starfsfólk til vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk yfirvöld flokka ekki þá sem greinast á landamærunum í tvo hópa: Þá með virk smit og óvirk. Þeir sem greinast á landamærunum flokkast allir með virk smit. Enda hafa þeir sem skimaðir eru á landamærunum ekki skilað vottorðum um neikvæða skimun, fulla bólusetningu eða fyrra sýkingu.

Verkefnastjóri farsóttanefndar er ekki forstjóri Landspítalans. Og óvirkt smit er þegar efnin sem leitað er eftir úr vírusnum eru enn til staðar eftir sýkingu þó enginn vírus sé.

Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2022 kl. 23:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir þessar útskýringar. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki að fylgjast með öllum þessum nýju og síbreytilegu skilgreiningum á "lasinn" og "ekki lasinn".

Geir Ágústsson, 15.2.2022 kl. 07:07

3 identicon

Í einangrun merkir (og hefur alltaf merkt), greindur með covid, og þar með líklegur til að smita hvað sem líður einkennum. Einkennalaus gæti t.d. unnið heima hjá sér þar sem það er í boði. Eins og kemur fram er það flókið mál að láta smitaða vinna í heilbrigðisþjónustu (þó þeir séu einkennalausir og þar með hugsanlega frískir til vinnu), því þeir gætu smitað aðra.

Þessir þrjúhundur starfsmenn bætast svo við þá sem eru frá vinnu af öðrum orsökum (veikindi önnur en covid oflr.).

Vonandi ertu ekki að reyna að snúa út úr orðum forstjórans einhvern stuðning við aðgerðarleysið sem þú varst svo upptekinn af fyrir tæpum tveimur árum síðan.

ls (IP-tala skráð) 15.2.2022 kl. 09:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Ég er ekki að reyna snúa út úr neinu. Forstjórinn segir:

„Fólk er ónæm­is­bælt og með und­ir­liggj­andi sjúkldóma sem liggja inni á spít­al­an­um eðli máls­ins sam­kvæmt. Við þurf­um að vernda þá. ... Aðal­atriðið í öll­um aflétt­ing­um er að þetta sé gert á skyn­sam­an og var­fær­inn hátt.“

Markviss vernd er svo skilgreind:

„Aðgerðir til að vernda hina viðkvæmu ættu að vera meginmarkmið viðbragða gegn COVID-19. Til dæmis ættu hjúkrunarheimili að notast við starfsfólk sem þegar hefur náð ónæmi og framkvæma tíðar prófanir á öðru starfsfólki og gestum. Breytingar á starfsmannahópi ættu að vera sem minnstar.“

Er eitthvað stórkostlegt misræmi þarna? 

Annars er líka við hæfi að minna á orð Landlæknis frá því áður en öllum vestrænum vísindum var fleygt í ruslið í upphafi ársins 2020:

„Ef þú færð engin einkenni sýkingar er engin ástæða til sérstakra aðgerða. Þú þarft ekki að draga úr samskiptum við annað fólk því afar litlar líkur eru á því að þú sért smitandi ef þú ert einkennalaus.“

Geir Ágústsson, 15.2.2022 kl. 10:00

5 identicon

Það er víst munurinn á alvöru fagmönnum og hinum að þeir sem eru alvöru fylgjast með og taka upp nýjustu þekkingu (ekki endilesga samt nýjustu tilgátur og spekúlasjónir), Hinir staðna.

Hér hefur greinilega lítið breyst, biðst afsökunar á ónæðinu.

ls (IP-tala skráð) 15.2.2022 kl. 10:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Jú hér eru menn með puttann á púlsinum og fleiri og fleiri að vakna. Dæmi: The Washington Post, áður:

Í dag:

Geir Ágústsson, 15.2.2022 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband