Þeir hræddu nota Danmörk sem víti til varnaðar (og mistekst)

Danmörk er heldur betur á milli tannanna hjá mörgum um víða veröld þessa dagana. Að sögn hafa Danir gerst kærulausir og leyfa nú veiru að sýkja og drepa óhindrað. Engar takmarkanir, fullt af smitum og dauðsföllum! Um þetta er fjallað víða, t.d. hjá hinu danska TV2. Meðal frægs fólks sem telur sig vita hvað er á seyði í Danmörku, af því það fann línurit, er hagfræðingurinn, Nóbelsverðlaunahafinn og geimverubaninn Paul Krugman

Hvað gera dönsk sóttvarnaryfirvöld þá? Jú, svara fyrir sig, fullum hálsi. Hin danska sóttvarnastofnun, SSI, hefur í margar vikur birt skýrslur um veiruástandið í Danmörku og ítrekað komist að sömu niðurstöðu: Dauðsföll vegna veiru eru ekki mjög mörg þótt dauðsföll fólks með veiru séu það, eins og sést í opinberum gögnum. Ekki eru fleiri að deyja en viðbúið miðað við árstíma. Innlögnum fækkar og þær styttast. Ungt fólk ber uppi flest smitin og veiran bítur lítið á það. Og ýmislegt fleira.

Starfsfólk SSI er einnig á Twitter að svara fyrir afstöðu stofnunarinnar og tekst þar á við sprenglærða og heimsfræga vísindamenn sem boða sprautur og hræðslu og einblína á fjölda smita. Þetta er aðdáunarverð viðleitni sem ver ekki bara orðspor danskra sóttvarnaryfirvalda heldur getur líka hjálpað umheiminum að skera í gegnum hræðsluáróðurinn. Ekkert væri auðveldara en að hunsa hræðsluáróðurinn á samfélagsmiðlunum og halda sínu striki, en þess í stað er tekið meðvitað val að taka slaginn - að upplýsa, deila gögnum og greina svart frá hvítu.

Ég hvet alla til að kynna sér leiðréttingar og útskýringar SSI og hugleiða hvort eitthvað af því eigi ekki við um Ísland líka. Margir telja að nú sé sennilega komið að lokum veirutíma á Íslandi en það er varhugavert að treysta á yfirvöld og vissara að vopna sig vel af rökum og fræðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Flott hjá þeim að svara þessu. Í dag á Íslandi eru 97% ekki í einangrun vegna Covid og 0,045% af smituðum á spítala. Engan veginn hægt að réttlæta aðgerðir og heilbrigðisráðherra gaf út í gær að stefnt að taka allar út innan 10 daga. Sjáum til hvernig það fer.

Ein af bábiljunum er að þótt einhver smitist á heimili þá smitist allir á heimilinu. Eins og það sé bara sjálfgefið.

Rúnar Már Bragason, 16.2.2022 kl. 13:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Sammála því. 

Það er athyglisvert að skoða gögn um svokölluð umframdauðsföll í Evrópu. Ekki hægt að sjá að harðar aðgerðir séu mjög sýnilegar á þeim línuritum:

https://euromomo.eu/graphs-and-maps/

Geir Ágústsson, 16.2.2022 kl. 16:49

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Nú fylgist ég ekki mikið með dönskum fréttaflutningi, en hér á landi er farið að birta sérstakar fréttatilkynningar um að fólk hafi látist með veiru í sér, sem er bara óforskammaður hræðsluáróður að mínu mati!

Kristín Inga Þormar, 16.2.2022 kl. 20:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Það er leit að veirufréttum í dönskum fjölmiðlum og meira að segja sá hræddasti sem ég þekki (vinnufélagi) er rólegur þótt hann hafi sínar áhyggjur - notar t.d. ekki grímu eða forðast fundaherbergi fullu af fólki. Stuðningur við opnun er svo að segja 100% meðal Dana og veirufréttir lítið opnaðar. Yfirvöld að auki byrjuð að bera á borð róandi gögn og greiningar. 

Geir Ágústsson, 16.2.2022 kl. 22:27

5 identicon

Ætli samfélagsmiðlar fari að merkja færslur hjá veriuhræddum sem eru að útdeila falsupplýsingum um Danmörku sem misinformation!!! Eða fá þessi aðilar kannski frið af því að þeir eru með réttu rangupplýsingarnar.

Halldór (IP-tala skráð) 17.2.2022 kl. 08:16

6 identicon

Það er ekki að sjá að ástandið í Danmörku sé þannig að starfsfólk SSI, höfundar ástandsins, geti mikið verið að gorta sig. En það má alltaf reyna nýja reiknisaðferð og segja flesta látna hafa verið með sykursýki, astma eða kossageit og teljist því ekki með.

 

Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2022 kl. 10:11

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Tkkk fyrir að bætast í hóp þeirra sem sýna línurit af einhverjum þeirra 150 andláta á dag sem eiga sér stað í Danmörku, þá þau þar sem fólk ýmist deyr með veiru eða vegna veiru, fyrst og fremst mjög aldrað fólk.

En hafir þú bara eytt 3 mín í að lesa texta SSI þá hefðir þú sennilega sparað þér ómakið.

Geir Ágústsson, 17.2.2022 kl. 10:22

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Halldór,

Ég er einmitt að vona að Facebook og aðrir miðlar taki afstöðu til efnis SSÍ, fact checki kannski fack checkið. Mér sýnist í bili eiga að reyna þegja í hel en sjáum hvað setur.

Geir Ágústsson, 17.2.2022 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband