Tölfræðin sem lagaðist af sjálfu sér

Markmið um "aukinn jöfnuð" næst af sjálfu sér, af nokkrum ástæðum.

Í fyrsta lagi vegna þess að hálaunastörf í bankageiranum hafa meira og minna þurrkast upp. Þau urðu til af ástæðum sem eru taldar upp í þessari fróðlegu grein um nokkuð sem fáir þekkja til, en allir ættu að kunna betur en eigin kennitölu.  

Í öðru lagi veldur pólitísk og vaxandi rányrkja yfirvalda á launþegum og fyrirtækjaeigendum því að hálaunastörf hverfa úr landi eða leita inn á hinn "svarta" markað. Markmið um jöfnun launa næst með því að þvinga hæstu launin niður, og lægstu launin enn neðar, eða með því að útrýma hálaunastörfum og gera alla jafnilla stadda.

Ríkisstjórnin getur því óhætt haldið áfram að innleiða harðkjarna sósíalisma sinn og uppskorið um leið mikinn "árangur" á tekjujöfnunarmarkmiði sínu. En á meðan er hagkerfið drepið smátt og smátt.


mbl.is Markmið um jöfnuð að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fortíðin (sem þau gömlu gráu eru annars svo hrifin af) er að gera þeim lífið leitt í þessum samanburði því að "jöfnuðurinn" hefur fært tekjurnar niður og það um verulegar upphæðir.

Ef lagst er yfir og skoðað hvað framreiknaðar tekjur voru 2006 og svo í deg kemur í ljós að meðalljóninn hefur uþb 25% minna nú á milli handanna.   Mikill "jöfnuður það"?

Óskar Guðmundssonq (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband