Holl lesning um verðbólgu

Á Viðskiptablaðinu er núna hægt að lesa mjög fróðlega og ljómandi vel skrifaða grein um verðbólgu. Greinilegt er að höfundur hennar, 

  • Veit hvað hann er að tala um.
  • Hefur ekki látið vitleysuna sem kennd er í hagfræðideild Háskóla Íslands brengla hugsanir sínar. 

 Tilvitnun:

 Það er peningaprentun sem veldur verðhækkun og óstöðugleika á hrávörumörkuðum. Verðbólga er alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri og það hefur enga þýðingu að senda spákaupmenn á námskeið í samfélagslegri ábyrgð á meðan módelsmiðir seðlabankanna eru að krukka í peningakerfið.

Þeir sem vilja skilja hagkerfið, peninga, viðskipti og hvata er vinsamlegast bent á að halda sig fjarri öllu "hefðbundnu" námi í hagfræði. Svo virðist vera að eftir því sem einstaklingur er sprenglærðari í hagfræði, þeim mun minni líkur eru á að viðkomandi viti eitthvað um hagfræði.

Viðskiptablaðið gerir vel með því að bjóða upp á sína ljómandi umfjöllun um verðbólgu og peninga. Ætlar Morgunblaðið ekki að fylgja henni eftir? 


mbl.is Afnám hafta brýnasta verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Góð lesning! Maður er vanur að lesa greinar í þessum dúr á mises.org eða svipuðum síðum. Viðskiptablaðið á hrós skilið.

Kristinn Ingi Jónsson, 26.4.2012 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband