Hvað með ríkisvaldið?

Svindl og prettir og falsanir og lygar eru að sjálfsögðu ekki fyrirbæri sem á að umbera. Sá sem selur varning á fölskum forsendum á að fá dóm sem falsari.

Stærsti svindlarinn fær samt aldrei dóm. Sá svindlari sér raunar um að senda út falskar upplýsingar í tíma og ótíma og margir kalla þessa fölsku útgáfu upplýsinga "nauðsynlega".

Á árunum fyrir hrun sá ríkisvaldið til dæmis um að gefa út skýrslur oft á ári sem sögðu Íslendingum að íslensku bankarnir væru þeir bestu og traustustu í heimi.

Núna vinna tugir einstaklinga hjá ríkinu að því að leika sér í Excel-skjölum til að láta sambland fólksflótta frá Íslandi og vaxandi atvinnuleysis líta út eins og minnkandi atvinnuleysi.  

Enn aðrir sitja í ýmsum nefndum og hafa komist að þeirri niðurstöðu að til að tryggja "stöðugleika" í hagkerfinu þurfi að binda sífellt þéttari ríkishöft utan um peningaviðskipti á Íslandi og hafa heilan her einstaklinga í vinnu við að skoða kortafærslur og fylgjast með því að gjaldeyri sé "skilað" eftir að hans hefur verið aflað.

Ríkisvaldið er stærsti lygarinn, féflettarinn, svindlarinn og svikahrappurinn.  


mbl.is Unglingar féflettu fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Flott færsla.

Veistu hvort SÍ er í því að prenta eins mikið af peningum og gert er í Evrópu og USA?

Ef svo er má kannski segja að Már sé að stela af almenningi, mér skilst að Bernanke hafi þurft að heyra það (með réttu).

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband