Illa nýtt tækifæri fréttamannsins

Fréttamaður Reuters hefur fengið að sjá verstu hliðar Norður-Kóreu með berum augum. Hann gerir samt enga tilraun til að útskýra hvað er að. Hann notar ekki tækifærið til að fordæma sósíalisma, alræðisstjórn og einangrun Norður-Kóreu. Það er nánast eins og honum finnst íbúar Norður-Kóreu bara vera óheppin fórnarlömb hungurs og fátæktar.

Vandamál Norður-Kóreu eru heimatilbúin, rétt eins og vandamál annarra ríkja sem kljást við fátækt og vanþróun. Þau eru vandamál sósíalisma. Fátæk ríki eru alltaf umlukin heimatilbúnum viðskiptahindrunum, í þeim er eignarétturinn ekki til eða illa varinn fyrir ágengni yfirvalda og þeir sem ráða eru harðsvíruðustu stjórnmálamennirnir.

Þessi frétt um Norður-Kóreu er átakanleg og snertir vonandi alla sem hana sjá og lesa. En hún er frekar tilgangslaus ef þeir sem hana lesa gera sér ekki grein fyrir því hvað liggur að baki hinu dapurlega ástandi í Norður-Kóreu. 

Þeir sem boða sósíalisma á Vesturlöndum [1|2|3|4] eiga hiklaust að fá spurninguna: "Viltu að við verðum eins og Norður-Kórea?" 


mbl.is Sjaldgæf sýn inn í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband