Taprekstur á heimilum á Seltjarnarnesi

Fátt fer meira í mína fínustu taugar en þegar orð úr rekstrarhagfræði fyrirtækja eru notuð um rekstur hins opinbera.

Hið opinbera er ekki háð náð og miskunn viðskiptavina. Hið opinbera ákveður sjálft hvað það eyðir miklu, í hvað og hvenær. Hið opinbera getur ákveðið að eyða meiru en það lemur úr skattgreiðendum, og skuldsett þannig skattgreiðendur. Hið opinbera getur ákveðið að eyða miklu og skattleggja mikið.

Þannig er rekstur Seltjarnarness uppbyggður. Sveitarfélagið eyðir miklu fé í allskyns dúllerí, og skattleggur líka mikið og raunar aðeins meira en það eyðir. Þetta er ekki "rekstrarhagnaður". Þetta er einfaldlega meiri skattlagning en sem nemur kostnaði við það sem sveitarfélagið ákveður að sé á sinni könnu. 

En hvað væri gott orð til að lýsa reikningshaldi opinberrar einingar sem sýgur meira fé úr skattgreiðendum en hún eyðir í allskonar hitt og þetta?

Ofsköttun? "Ofsköttun nam 93 milljónum króna."

Öll sköttun er ofsköttun, en orðið gæti engu að síður hentað vel í þessu samhengi.

Vaneyðsla? "Vaneyðslan nam 93 milljónum króna."

Markmið hins opinbera er jú alltaf að eyða jafnmiklu eða meira en það getur lamið út úr skattgreiðendum. Frá sjónarhóli hins opinbera (og vinstrisinnaðra blaðamanna) er því um að ræða vaneyðslu.

Skattheimtuyfirskot? "Skattheimtuyfirskot Seltjarnarness nam 93 milljónum króna."

Hið opinbera reynir að eyða a.m.k. jafnmiklu og það getur kreist út úr skattgreiðendum. Ef hið opinbera fær "óvænt" meira í ránsfeng en áætlanir gerðu ráð fyrir hlýtur það að geta kallast skattheimtuyfirskot, eða eyðsluundirskot.

"Rekstrarhagnaður" er orð sem á að vera frátekið fyrir einstaklinga og einkafyrirtæki. Hið opinbera er allt öðruvísi rekstur en sá sem fer fram í hinum frjálsa hluta samfélagsins.  


mbl.is Rekstrarhagnaður á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Athyglisverður pistill. Þegar Stræto bs eyddi meira en þeir höfðu fengið sveitarfélögin til þess að borga sér, skiluðu þeir hagnaði. Þeim mun meira sem þeir fá frá sveitarfélögunum, og þannig frá skattborgurunum þeim mun meira ,,hagnast " þeir.

Opinberir aðilar ættu hins vegar að taka upp og eru oft að gera það þjónustuviðhorf margra þjónustufyrirtækja.

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2012 kl. 14:05

2 identicon

Sæll.

Góður pistill.

Ég er enn á því að hægt sé að leysa þennan vanda varðandi útblásinn opinberan geira hérlendis (og raunar annars staðar á Vesturlöndum). Setja þarf lög sem tryggja það að hlutdeild hins opinbera (bæði ríkis og sveitarfélaga) fari ekki yfir 20% af GDP. Mér blöskrar hve litla virðingu stjórnmálamenn bera fyrir verðmætum og er orðinn langþreyttur á að borga og borga og hve litlu ég held eftir af mínum rýru launum.

Einnig mætti íhuga það að veita kjósendum einhvers konar neitunarvald varðandi eyðslu hins opinbera ef um er að ræða útgjaldalið sem er yfir t.d. 5% af fjárlögum viðkomandi opinbers aðila. Útfærslan er tækniatriði en setja þarf stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar. Stjórnmálamenn sanna daglega að menn fara aldrei vel með annarra fé.

Nú ætlar t.d. Reykjavíkurborg að eyða um 400 milljónum af fé sem ekki er til í hjólreiðastíga. Hvað verða þeir svo nytanlegir stóran hluta ársins? Hve stórt hlutfall borgarbúa mun nýta þessa fjárfestingu? Er það í verkahring borgarfulltrúa að segja fólki hvernig það á að ferðast á milli staða? Hvað kosta svo þessir stígar þegar fjármögnunarkostnaður hefur verið tekinn með í reikninginn?

Í skólakerfinu þarf einnig að taka til hendinni, ég hugsa að ca. 90% fólks sé ekki almennilega læst á efnahagsmál og í skjóli þessarar vanþekkingar kjósenda þrífst þessi vitleysa öll. Ég viðurkenni fúslega að ég tilheyrði einu sinni þessum hópi en opna þarf augu fólks, þar horfi ég sérstaklega til framhaldsskólanna. Einstaklingur með stúdentspróf sem skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum hefur ekki hlotið almennilega menntun.

Helgi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Það er ekki hægt að temja ríkisvaldið nema með því að svipta það sjálfræði og fjárræði. Ef lög segja að 5% séu þakið fyrir útgjaldalið án atkvæðagreiðslu, þá koma bara tvö 4,9% verkefni í staðinn. Ef 20% af þakið á stærð hins opinbera, þá stofnar ríkisvaldið bara "einkafyrirtæki" til að sjá um að eyða skattfénu fyrir sig.

Það sem vantar er fjandsamleg andstaða almennings við ríkisvaldið í heild sinni. Eða eins og segir á einum stað:

"Today, little is left of this ethic of private property and its anti-government vigilance. Although they now take place on a much grander scale, governmental appropriations of private property owners are overwhelmingly regarded as legitimate. There is no longer a general public opinion that regards government as an antisocial institution based on coercion and unjust property acquisitions, to be opposed and ridiculed everywhere and at all times on principled grounds. No longer is it generally regarded as morally despicable to propagate or, even worse, to actively participate in the enforcement of acts of expropriation, and no longer is it the general opinion that one would not have any private dealings whatsoever with people who engaged in such activities.

On the contrary, instead of being laughed off the stage or met with open hostility or passive indignation, such people are respected as decent and honest men. The politician who actively supports a continuation of the ongoing system of non-contractual property taxation and regulation or who even demands its expansion is treated everywhere with respect, rather than contempt. The intellectual who justifies taxation and regulation receives recognition as a deep and profound thinker in the public eye, instead of being exposed as an intellectual fraud. The IRS agent is regarded as a man doing a job just as legitimate as yours and mine, and not as an outcast that no one wishes to have as a relative, friend, or neighbor."

(http://mises.org/document/860/Economics-and-Ethics-of-Private-Property-Studies-in-Political-Economy-and-Philosophy-The - bls. 63-64)

Geir Ágústsson, 19.4.2012 kl. 09:43

4 identicon

Sæll.

Betur sjá augu en auga. Ríkisvaldið er ekki hægt að afnema með góðu móti. Viltu það annars?

Ég held að vel sé hægt að leysa þetta vandamál með tvö 4,9% verkefni til að komast hjá atvkæðagreiðslu. Þetta verður þá spurning um skilgreiningar sem ekki verður auðvelt fyrir eyðslusjúka stjórnmálamenn að komast framhjá. Skilgreina þarf hvað er opinbert fé og þannig verður erfitt/útilokað fyrir stjórnmálamenn að komast upp með sukk og svínarí.

Ég held að við komumst aldrei á þann stað sem við báðir óskum eftir nema með litlum skrefum eins og þeim sem ég nefndi að ofan. Róm var ekki byggð á einum degi og sama verður sagt um ríkisvaldið, ekki verður undið ofan af því á skömmum tíma heldur þarf ábyggilega að meitla af því hægt og rólega þar til það þvælist ekki fyrir einstaklingum og frelsi þeirra.

Skref í þá átt gæti verið að koma því inn í námskrár framhaldsskóla að skylda verði fyrir alla sem ætla sér að taka stúdentspróf að lesa Hagfræði í hnotskurn eftir Hazelitt. Gera þarf kjósendur læsa á efnahagsmál.

Hafðu það gott.

Helgi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Já, ég sé ríkisvaldið mjög gjarnan afnumið. Tilraunir til að "endurbæta" það eða halda í skefjum hafa allar mistekist. Eða eins og Rothbard sagði að lokum í einni af styttri bókum sínum (http://mises.org/document/1011):

"The last few centuries were times when men tried to place constitutional and other limits on the State, only to find that such limits, as with all other attempts, have failed. Of all the numerous forms that governments have taken over the centuries, of all the concepts and institutions that have been tried, none has succeeded in keeping the State in check. The problem of the State is evidently as far from solution as ever. Perhaps new paths of inquiry must be explored, if the successful, final solution of the State question is ever to be attained."

En ég er hjartanlega sammála því að grundvallaratriði (réttrar) hagfræði þurfa að komast inn í huga sem flestra. Það myndi tvímælalaust gera ríkisvaldinu erfiðar fyrir að auka umsvif sín og fela þau auknu umsvif bak við kjaftæði. En kannski af þeirri ástæðu er ólíklegt að ríkið muni auka hlut hagfræðikennslu í skólakerfinu? 

Geir Ágústsson, 19.4.2012 kl. 18:52

6 identicon

Sæll.

Ef þú vilt að ríkisvaldið verði afnumið, ertu þá ekki anarkisti frekar en frjálshyggjumaður?

Mér blöskrar afskiptasemi hins opinbera og ábyrgðarleysi í fjármálum. Þó ég sé með lág laun vinn ég um fjórðung hvers mánaðar fyrir hið opinbera. Ég hugsa að algengt sé að fólk vinni 6-7 daga í mánuði fyrir hið opinbera (miðað við 20 daga vinnumánuð) og ég held að vel megi kalla það þrælahald. Ég held að viðhorf fólks til skatta myndi breytast nokkuð ef það áttar sig á því hve mikið það vinnur fyrir ríki og sveitarfélög.

Því miður blæs hið opinbera út, kannski vegna þess að lögfræði er húmanísk grein þar sem teygja má og toga orð og hugmyndir sem settar eru í stjórnarskrá eða lög. M.a. þess vegna nefndi ég að reyna mætti að setja inn einhverjar tölur því þær er ekki hægt að teygja jafn auðveldlega.

Hafðu það gott og takk fyrir orðskiptin :-)

Helgi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 21:38

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Geri orð annars manns að mínum hérna:

"[B]ecause the state necessarily commits aggression, the consistent libertarian, in opposing aggression, is also an anarchist."

(http://mises.org/daily/3660)

Geir Ágústsson, 20.4.2012 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband