Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ábyrgðarkver - Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð

Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar er núna komið í verslanir. Loksins! 

Umfjöllun um það má finna hérna og kverið er hægt að kaupa í Bóksölu Andríkis og á heimasíðu útgefanda

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að renna yfir kverið á meðan það var enn í smíðum en get ekki beðið eftir að fá lokaútgáfuna í hendurnar. Þetta er rit sem mun breyta allri umræðunni á Íslandi um bankahrunið. Það er mjög mikilvægt að sem flestir lesi það og skilji (en það er enginn vandi, því kverið er auðskiljanlegt).

Íslendingar lærðu ekki margt af hruninu árið 2008. Ríkisstjórnin, Alþingi, Seðlabanki Íslands, Fjármálaeftirlitið og raunar flestir Íslendingar virðast halda að lækningin við hruninu sé meira af því eitri sem leiddi til þess.  Ábyrgðarkverið hjálpar vonandi sem flestum að skilja orsakir og afleiðingar hrunsins. 

Ég get ekki mælt nógu mikið og sterkt með því að sem flestir lesi Ábyrgðarkverið. Ég skal meira að segja "sponsa" einhver eintök gegn óbindandi loforði um að viðtakandi ætli sér að lesa bókina. Hverjir vilja? 


Kapphlaup á botninn

Hagkerfi ESB-ríkjanna og Bandríkjanna eru á kapphlaupi á botninn. Bæði eru í raun að veikjast. Það sem blekkir tölfræðingana er tölfræðin: Í henni sjást víða merki um "bata" og jafnvel "vöxt". En hvorugt er í raun að eiga sér stað.

Það sem er að eiga sér stað er samskonar "vöxtur" og átti sér stað eftir að internetbólan sprakk árið 2000: Vöxtur í magni peninga í umferð. Seðlabankar evru-ríkjanna og Bandaríkjanna eru að gefa út nýja peninga eins og óðir núna. Þetta þvingar vexti niður, fælir fólk og fyrirtæki frá sparnaði og ýtir undir lántökur og fjárfestingar í dýrum (og yfirleitt óarðbærum) langtímaverkefnum (sem að öllu jöfnu gætu bara borgað sig ef fólk ætti sparnað til að eyða í framtíðinni, sem er ekki raunin). 

Tölfræðingar glíma við mikinn vanda. Krafa yfirvalda er sú að þeir geti lýst ástandi hagkerfis með tölum. Þeir velja tölfræði samkvæmt leiðbeiningum úr hagfræði- og tölfræðinámi sínu. Sú hagfræði er vægast sagt meingölluð, og er undirrót þeirra þrenginga sem nánast allur heimurinn glímir við. Þær þrengingar eiga bara eftir að aukast. 


mbl.is Efnahagsbati meiri í Bandaríkjunum en ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvaldið er óréttlætanleg stofnun og óþarfi

Stundum er ég spurður að því hvar ég standi í stjórnmálum. Ég svara því stundum þannig að ég standi ekki neinstaðar í stjórnmálum, en ef ég þyrfti að gera upp á milli stjórnmálaflokka myndi ég sennilega kalla Sjálfstæðisflokkinn minnst lélegan (en þó bara með naumindum).

Ég er frjálshyggjumaður, og sem slíkur er ég andstæðingur hvers kyns ríkisafskipta og raunar ríkisvaldsins í heild sinni sem hugmyndar og stofnunar. 

Nýlega var ég spurður að því hvar ég teldi að mörk ríkisvaldsins ættu að liggja. Mitt svar var: Ríkisvaldið ber að afnema. Mörk þess eiga ekki að finnast. 

Spurningin veitti mér innblástur til að skrifa nokkur orð um þessa afstöðu mína. Þau má lesa hérna:

 http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/1232127/  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband