Hvað er 'of hátt' verð?

Að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa neytendur greitt of hátt verð fyrir bækurnar ...

Þegar neytendur og yfirvöld eru ósammála, hver hefur þá rétt fyrir sér?

Neytendur hafa keypt rafbækur og greitt uppsett verð fyrir þær. Þeir hafa geta valið sér marga söluaðila. Allir þeirra hafa haft samráð sín á milli, annað hvort beint (t.d. með fundahöldum) eða óbeint (með því að leggja sín verð upp að verðum samkeppnisaðila). Svona starfa t.d. verkalýðsfélög þegar þau semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau miða við "skylda" hópa í hagkerfinu í sínum samningaviðræðum. Yfirvöld hafa ekki lagt í að banna þetta "samráð" verkalýðsfélaga. Það er óvinsælt í stjórnmálum. Þau hika hins vegar ekki við að hamra á fyrirtækjum sem stjórnast eingöngu af vilja neytenda. Það er vinsælt í stjórnmálum.

"Of hátt verð" er ekki til nema að uppfylltum fáum en ströngum skilyrðum:

 

  • Að yfirvöld geri aðgang að tilteknum markaði dýran eða erfiðan, t.d. með háum sköttum eða miklum reglugerðafrumskógi skilyrða og eftirlitskrafna.
  • Að yfirvöld banni hreinlega aðgang að tilteknum markaði (t.d. markaði áfengissölu eða veitingu heilbrigðisþjónustu).

 

Ætli annað hvort skilyrðið eigi við um sölu rafbóka? Það efast ég um. Eltingaleikur bandarískra yfirvalda við verðlag á rafbókum er því byggt á fölskum forsendum og pólitískum eltingaleik við vinsældir kjósenda. Stjórnmálamenn ættu að líta sér nær þegar þeir tala um "of hátt" verð á einhverju, t.d. sína eigin skattheimtu.


mbl.is Í mál við Apple út af verði rafbóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Fyrirtækin eru sökuð um að hafa haft samráð um verð á rafbókum."

Þegar fyrirtæki á markaði hafa samráð um verð er hætt við því að verð veðri of hátt. Varla neitar þú því.

Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 14:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Matthías,

Ef sú ógn er til staðar að nýr samkeppnisaðili komi inn á markaðinn, og bjóði aðeins lægra verð, þá þýðir það að öllu jöfnu að fyrirtæki rukka eins mikið og þau komast upp með (að sjálfsögðu, það gildir alltaf), en ekki svo mikið að það freisti nýrra samkeppnisaðila.

Ef aðgangur samkeppnisaðila er hins vegar gerður erfiður (t.d. með skatta- og reglumúrum), þá hafa auðvitað fyrirtæki á tilteknum markaði frjálsari hendur til að skrúfa verðið upp í hæstu hæðir án þess að óttast aukna samkeppni.

Geir Ágústsson, 13.4.2012 kl. 07:41

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fyrirtæki á markaði geta gert aðgang samkeppnisaðila að markaði erfiðan, það þarf hvorki skatta né reglur til.

Matthías Ásgeirsson, 16.4.2012 kl. 12:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Matthías,

Já verði þeim að góðu. "Undirbjóði" þau gagnast það neytendum þar til fyrirtæki hefur ekki lengur efni á því (eigendur þess vilja jú ávöxtun á fjárfestingu sinni og fái þau hana ekki fara þeir annað). "Yfirbjóði" þau opna þau á freistingu fyrir fjárfesta að koma inn á markaðinn.

Geir Ágústsson, 20.4.2012 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband