Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Atvinnuleysi útrýmt á einum degi

Atvinnuleysi er í eđli sínu einfalt fyrirbćri, jafneinfalt og uppsafnađur lager af dósamat í Hagkaup. Atvinnuleysi er misrćmi milli ţess verđs sem er hćgt ađ greiđa fyrir vinnuafl, og ţess verđs sem atvinnulausir krefjast fyrir vinnu sína.

En hvers vegna ćttu atvinnulausir einstaklingar ađ krefjast hćrra verđs fyrir vinnu sína en hćgt er ađ bjóđa? Ţađ er af ţví ţeir fá meira í vasann fyrir ađ gera ekkert og ţiggja atvinnuleysisbćtur.

En hvers vegna geta atvinnurekendur ekki bođiđ nćg laun til ađ koma fólki úr bótakerfinu og á vinnumarkađinn? Fyrir ţví geta veriđ margar ástćđur, en skattkerfiđ er tvímćlalaust ein af ţeim. Skattar á laun eru háir, fyrirtćki ţurfa ađ borga háa skatta af hagnađi sínum og af fjármagnstekjum sínum, lögskyldar tryggingar vegna launţega hćkka endalaust í verđi, sem og skattur á veltu fyrirtćkja. Ţađ sem stendur eftir er hćgt ađ greiđa út í laun, og ţann sjóđ hafa yfirvöld minnkađ töluvert á seinustu árum.

Verkalýđsfélög gera líka illt verra. Ţau beinlínis ţrýsta á ríkiđ ađ niđurgreiđa atvinnuleysi, eđa á atvinnurekendur ađ borga svo há laun fyrir tiltekna tegund vinnu ađ ţá vinnu ţarf ađ manna međ mun fćrri einstaklingum en ella vćri raunin.

Atvinnuleysi er nokkurn veginn sjálfskapađ vandamál sem má leysa á um ţađ bil einum degi. En ţađ myndi krefjast pólitískt óvinsćlla ađgerđa, ţótt tímabundnar vćru.

En ţađ er hćgt. 


mbl.is Ekki endilega lausn ađ lengja tímann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđmál, hausthefti 2012

 

Ţjóđmál, hausthefti 2012

 

Vćntanlegt í Bóksölu Andríkis. Mikiđ hlakka ég til ađ fá eintak í hendurnar!


Flotholtin í sökkvandi hagkerfi

Hagkerfiđ er sökkvandi skip, og séreignar"lífeyris"sparnađurinn hefur veriđ flotholt margra. Annađ flotholt hefur veriđ stórkostleg aukning skulda, t.d. yfirdráttar. Fólk er ađ reyna ađ bjarga sér og bíđa eftir ţví ađ hagkerfiđ taki viđ sér aftur. Hagkerfiđ mun samt ekki taka viđ sér á međan ríkisvaldiđ heldur áfram ađ skuldsetja ţađ (og kenna öđrum um ţá skuldsetningu), og hćkka skatta, og fjölga reglum, og ţvinga alla til ađ nota íslenska krónu í gjaldeyrishöftum.

Ríkisstjórnin hefur framlengt "leyfi" fólks til ađ taka úr "lífeyris"sparnađ "sinn" (margar gćsalappir, ég veit) af góđum og gildum pólitískum ástćđum. Ţetta er ódýr leiđ fyrir stjórnmálamenn til ađ fegra hagtölurnar. Sparnađurinn fer í neyslu og hćgir á skuldsetningu. Fjárfesting er engin en svo virđist sem fáir spái í ástćđum og afleiđingum ţess.  

Vinstrimenn tóku viđ leku skipi og tóku ţá ákvörđun ađ bora 100 holur í skrokk hans. Ástandiđ fór ţví úr ţví ađ vera slćmt í ađ verđa miklu, miklu verra. Ţađ er pólitískt afrek ríkisstjórnarinnar og á hennar ábyrgđ en ekki einhverra annarra sem voru ráđherrar fyrir um 4 árum síđan.  


mbl.is 75 milljarđar teknir út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vinstrimenn: 'Ekki mér ađ kenna!'

Samband ungra sjálfstćđismanna opnađi nýlega síđuna Skuldaklukka hins opinbera. Ţetta er gott framtak. Svipađar klukkur má finna í mörgum öđrum löndum og er ţessi frá Bandaríkjunum sennilega sú frćgasta. Stjórnmálamenn elska ađ eyđa um efni fram, safna skuldum, prenta peninga og senda skattgreiđendum framtíđarinnar himinháa reikninga.

Uppistađan í ríkisstjórn Íslands hefur nú veriđ viđ völd í tćp 4 ár og sumir ráđherrar hennar raunar síđan 2006. Eftir hruniđ hefur ekkert breyst til batnađar í efnahagsmálum Íslendinga. Ţegar vinstrimönnum er bent á gríđarlega skuldasöfnun hins opinbera, seinustu 4 ár, í deyjandi hagkerfi, eru viđbrögđin alveg stórkostleg. Tvö dćmi (úr athugasemdum á heimasíđu skuldaklukkunnar):

Hvar í rannsóknarskýrslu alţingis kemur fram ađ Katín Jakobsdóttir eđa Jón Gnarr beri ábyrgđ á hruninu?

 Fólk ţarf ađeins ađ kynna sér hugtakiđ "orsök og Afleiđing". Orsök ţessarar skuldasöfnunnar er Afleiđing hluta sem hafa veriđ ađ gerast undanfarin 15. ár ekki síđustu fjögurra. Ţegar ţú kúkar á ţig áttu ekki ađ skammast í ţeim sem eru ađ ţrífa ţađ..

Međ öđrum orđum: Skuldasöfnun vinstrimanna (hvar sem ţeir nú sitja) er ekki ţeim ađ kenna, heldur ţeim sem voru viđ völd fyrir um 4 árum síđan (ađ undanskildum Samfylkingarráđherrum ţáverandi ríkisstjórnar).

Ég spyr: Til hvers ađ bjóđa sig fram til Alţingis og segja ţar já viđ völdum og titlum og geta svo ekki litiđ til baka yfir verk sín og sagt, "svo sannarlega var ég viđ völd, og lagđi mitt af mörkum, og kom stefnu minni áleiđis, ţótt sumt hafi gengiđ betur en annađ"?!

Ţeir sem reyna ađ afsaka ríkisstjórnina frá hennar eigin valdatíma eiga vćgast sagt bágt. Krakki sem brýtur glas međ óvitaskap fćr skammir og er beđinn um ađ taka ábyrgđ á gjörđum sínum og lofa ađ vanda sig nćst, og er jafnvel látinn ţrífa glerbrot. En hvađa međhöndlun fá vinstrimennirnir? Ţeir eru afsakađir! Ţeim er sagt ađ vissulega molnađi allt í höndunum á ţeim, en ţađ sé nú í lagi, ţví fyrir nćstum ţví fjórum árum voru einhverjir ađrir viđ völd, og á ţá má endalaust klína öllu.

Ţetta pólitíska hugleysi og flótti frá eigin verkum er engum til framdráttar. Siđferđisbrestur hlýtur ađ plaga ţetta fólk. Hvernig lćtur ţađ heima hjá sér eđa í hópi vina? "Ţađ var ekki mér ađ kenna ađ ég sló ţig rétt í ţessu, ţví sjáđu til fyrir 4 árum síđan sagđi Geir H. Haarde mér ađ sveifla hendinni, og ég var bara ađ framfylgja ţeim fyrirmćlum, og ţú varst svo óheppinn ađ standa fyrir framan mig á sama tíma." 

Nćsta ríkisstjórn ţarf ađ eyđa öllu kjörtímabili sínu í ţungbćr og erfiđ verkefni, mikla tiltekt og stórkostlegan niđurskurđ á öllum afkimum ríkisvaldsins svo bćđi megi lćkka skuldir hins opinbera og skatta á allt og alla, samtímis. Ég vona ađ ţótt sú tiltekt sé vegna óráđsíu núverandi ríkisstjórnar muni komandi ríkisstjórn samt taka ábyrgđ á verkum sínum, og um leiđ útskýra nauđsyn ţeirra og langtímamarkmiđ. Í ţví er miklu meiri manndómur en ađ klína endalaust og alltaf öllum sínum skít á ađra. 


Einkennileg sagnfrćđi Stefáns Ólafssonar

Hinn vinstrisinnađi félagsfrćđingur, Stefán Ólafsson, er ađ reyna selja Íslendingum ákveđna og frekar sérstaka söguskođun: Ađ á eftirstríđsárum Bandaríkjanna hafi ríkt einhvers konar "ríkisţátttökuskeiđ" sem einkenndist af tvennu: Miklu góđćri og hagvexti, og háum hátekjusköttum. Ađdáendur hans, t.d. hinn vinstrisinnađi heimspekiprófessor og höfundur bókarinnar Kredda í kreppu, Stefán Snćvarr, hafa svo étiđ upp ţessa söguskođun Stefáns Ólafssonar. Vonandi eru ţeir samt varla mikiđ fleiri sem hafa falliđ fyrir ţessari brenglun á stađreyndum.

Hverjar eru stađreyndirnar svo? Jú vissulega hafa hátekjuskattar í Bandaríkjunum flakkađ mikiđ, bćđi upp og niđur, seinustu 100 ár. En ađ ćtla sér ađ einblína á ţá og draga ályktanir er í besta falli barnalegt og í versta falli vísvitandi blekking.  

Ţađ sem hefur gerst í Bandaríkjunum, smátt og smátt frá upphafi 20. aldar og hratt og öruggulega seinustu árin, er stórkostlegur og gríđarlegur vöxtur alríkisvaldsins ţar, og í flestum tilvikum vald einstaka ríkja líka. Skattbyrđin hefur vaxiđ gríđarlega, sem og reglugerđafrumskógurinn. Fyrirtćki flýja ekki lengur til Bandaríkjanna heldur frá ţeim. 

En hin síđari ár, ţegar vöxtur ríkisvaldsins hefur veriđ hvađ mestur í Bandaríkjunum, vill Stefán Ólafsson kalla "frjálshyggjuárin" af ţví hátekjuskattar hafa lćkkađ eitthvađ frá ţví sem mest var! 

Hátekjuskatturinn er hár skattur á háar launatekjur. Hálaunamenn vita yfirleitt hvernig á ađ losna viđ hann eđa lágmarka skađann af honum. Hátekjuskatturinn er ţví frekar meinlaus fyrir raunverulega ríka einstaklinga. Hann kemur verst niđur á ţeim sem ćtla sér ađ komast úr miđstétt en lenda ţá á gríđarlegri skattheimtu. Kannski er gott fyrir "hagvöxtinn" ađ ţvinga sem flesta á uppleiđ til ađ hanga í millistétt? Ţađ vćri athyglisvert ađ sjá Stefán Ólafsson fćra rök fyrir. 

Hin almenna byrđi af hinu opinbera hefur vaxiđ alveg gríđarlega í Bandaríkjunum seinustu ár og áratugi (já, meira ađ segja á tímum Reagan og George Bush eldri). Menn sem kalla sig hćgrimenn eđa íhaldsmenn hafa jafnvel stađiđ fyrir megninu af ţessum vexti seinustu árin, ţótt Obama hljóti ađ slá öllum forsetum Bandaríkjanna fyrr og síđar viđ. Sagnfrćđi Stefáns Ólafssonar er pólitískur blekkingarleikur til ađ réttlćta aukna skattheimtu, punktur.  


Einn gjaldeyrir án miđstýringar?

Einu sinni notađi allur heimurinn sömu tegund peninga. Sú tegund hélt aftur af peningaprentvélunum, veitti ríkisvaldinu strangt ađhald í ríkisfjármálum, sameinađi viđskiptaútreikninga allra í viđskiptum um allan heim (allir gátu miđađ viđ sömu tegund peninga), og kaupmáttur peninga jóks jafnt og ţétt eftir ţví sem framleiđsla varnings jóks hrađar en magn peninga í umferđ, en slíkt er almenningi mjög í hag.

Ţetta var tími hins alţjóđlega "klassíska" gullfótar.

Evran, dollarinn, svissneski frankinn, danska krónan og ađrir "gervi"gjaldmiđlar standast hinum alţjóđlega gullfćti ekki snúning, ekki einu sinni í skýrslu seđlabanka Englands, sem ţrátt fyrir allt er einn af ţessum peningaprenturum. Hinn íslenski seđlabanki veit varla af gullfćtinum nema sem eitthvađ úr fortíđinni og ţar á bć skilja menn í raun ekki af hverju bankinn á "gullforđa" ("gullfóturinn" fćr vćgast sagt yfirborđskennda međhöndlun í nýlegri skýrslu bankans um gjaldeyrismál). 

Umrćđan um gjaldeyrismál á Íslandi hefur ekki ennţá komist upp úr ţví ađ bera saman kúk (t.d. íslensku krónuna) og skít (t.d. evruna, norsku krónuna og bandaríska dollarann). Ţví miđur. 


mbl.is Framtíđ Evrópu sögđ í húfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefán Ólafsson heilkenniđ

Jóhanna Sigurđardóttir ţjáist af Stefán Ólafsson heilkenninu. Helstu einkenni ţess eru ađ rugla saman:

 

  • Skattahćkkunum og skattalćkkunum.
  • Aukinni skattheimtu vegna vaxandi skattstofna, og aukinni skattheimtu vegna hćkkandi skatthlutfalla.
  • Vexti hagkerfis, og vexti skuldsetningar hagkerfis.
  • Bćttum kjörum og versnandi kjörum.
  • Kjörum sínum og kjörum hins almenna skattgreiđanda.
  • Uppi og niđri.
  • Svörtu og hvítu.

 

Nú veit ég ekki hvađ Stefán Ólafsson, prófessor, talar mikiđ viđ Jóhönnu Sigurđardóttur í viku hverri, en heilkenniđ hefur a.m.k. smitast. Viđ ţví er lítiđ ađ gera nema kjósa öđruvísi nćst. 


mbl.is Jóhanna: Dregiđ hefur úr skattheimtu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fatahreinsun Frikka fína

Frikki fíni rak fatahreinsun. Hún var sú eina á svćđinu, og bjó ađ auki viđ ţau hagstćđu skilyrđi ađ engin ţvottavél var til á stóru svćđi í kringum hana, ţví skilyrđin fyrir ţví ađ geta eignast ţvottavél voru of ströng fyrir flesta. Allir ţurftu ţví ađ fara til Frikka fína til ađ láta ţvo fötin sín.

Ţetta gekk ágćtlega framan af. Frikki fíni rukkađi hóflegt gjald fyrir minniháttar ţrif og flestir höfđu efni á ţví ađ stađgreiđa ţađ, en vitaskuld rukkađi hann mun meira fyrir umfangsmeiri ţrif. Viđskiptavinir hans vissu af ţessu, enda hékk verđskrá Frikka fína uppi á áberandi stađ. Margir, sem unnu viđ ađstćđur sem mćttu kallast skítugar, og ţeir sem áttu börn sem komu alltaf heim í skítugum fötum, gátu keypt afsláttarkort hjá Frikka fína. Frikki fíni bauđ líka upp á ađ láta greiđa sér minniháttar upphćđ í hverjum mánuđi ef ske kynni ađ bestu sparifötin lentu í drullupolli eđa fengu á sig olíubrák. Ţannig var hćgt ađ tryggja sig gegn sjaldgćfum og tiltölulega ólíklegum óhöppum, sem myndu annars kosta stórfé í eingreiđslu. 

Viđskiptavinir Frikka fína töldu ađ ţjónusta hans vćri mikilvćg og ţótt sumt af henni vćri dýrt töldu allir engu ađ síđur ađ verđlagiđ vćri réttlćtanlegt, enda kalla umfangsmiklar hreinsunarađgerđir á mikinn tíma og notkun dýrra hreinsiefna.

En dag einn breyttist allt. Frikki fíni fór ađ eyđa um efni fram, kaupa hús í helstu borgum heims og stóra bíl, tók stór neyslulán og lifđi hátt. Ţegar kom ađ skuldadögum neyddist Frikki fíni svo til ađ hćkka verđiđ á ţjónustu sinni. Einföldustu ţrif hćkkuđu margfalt í verđi, og hiđ sama gerđu stćrri ţrif.

Viđskiptavinir Frikka fína fundu fyrir ţessu. Sumir hćttu ađ láta ţrífa fötin sín fyrr en ţau voru orđin mygluđ í gegn, og nýttu sér svo áskrift sína til ađ fá ţau ţrif á lćgra verđi. Frikki fíni hćkkađi iđgjöld áskriftar sinnar til ađ mćta ţeim kostnađi og eiga afgang fyrir afborgunum af neyslulánum sínum.

Fólk fór í auknum mćli ađ reyna ţvo heima hjá sér, og tók sér jafnvel frí til ađ eyđa deginum heima og ţrífa föt međ miklum erfiđismunum og lélegum árangri.

Frikka fína hafđi tekist ađ koma á lögum sem bönnuđu opnun á nýrri fatahreinsun nema ađ uppfylltum mjög ströngum skilyrđum um eiginfjárhlutfall, umhverfisreglur, skipulagsreglur, vottun, menntun, ţjálfun og reglur um notkun hreinsiefna. Enginn hafđi efni á ţví ađ uppfylla allar reglurnar og samkeppni varđ ţví ekki til.  

Ađild ađ áskriftarkerfi Frikka fína var nú orđin lögskylda ţví ţađ var talin samfélagsleg nauđsyn ađ dreifa kostnađi vegna fataţrifa á sem flesta til ađ lćkka greiđslubyrđina á hvern og einn. Sumir létu ţví ţrífa oftar en ađrir og óđu jafnvel í drullupollum á hverjum degi og létu ţrífa ţá í lok dags, og ađrir urđu ţví óbeint ađ niđurgreiđa ţađ, ţá sérstaklega ţeir sem pössuđu fötin sín vel og ţurftu ekki ađ láta ţrífa ţau oft.

Smátt og smátt fengu viđskiptavinir Frikka fína ţađ á tilfinninguna ađ ţjónusta hans kostađi meira og meira, en í stađinn fékkst minna og minna. Fatnađur fólksins varđ skítugri og skítugri og verr og verr lyktandi. Lyktin vandist smátt og smátt. Frikki fíni fékk áfram viđskiptavini, ţví á einhverjum tímapunkti varđ ţrifum ekki frestađ lengur. 

Frikki fíni er hiđ íslenska heilbrigđiskerfi og ríkisvaldiđ allt. Viđ hin erum skítugur almenningurinn. 


mbl.is Ónákvćmni á ónákvćmni ofan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Peningaprentun = rýrnun á kaupmćtti peninga

Ţökk sé námsskrá íslenska skólakerfisins vita Íslendingar mjög lítiđ um verđbólgu. Hvergi er íslenskum nemendum sagt ađ peningaprentun ţýđi ađ fleiri peningar elti svipađ magn af varningi og ţjónustu og valdi ţví hćkkun á verđi. Hvergi er ţeim sagt ađ í umhverfi stöđugs peningamagns í umferđ muni miklar verđhćkkanir á einni tegund varnings/ţjónustu soga fé úr sölu annarra tegunda varnings/ţjónustu og valda verđlćkkunum á ţeim. Ađ verđlag sé meira og minna almennt og alltaf ađ hćkka er ţví öruggt merki um stöđuga aukningu á magni peninga í umferđ. Og hver fćr hina nýju peninga seinast? Ţađ er almenningur. Verđbólga er ţví tilflutningur á kaupmćtti frá almenningi til bankamanna og hins opinbera.

Í Bandaríkjunum er ennţá veriđ ađ hlusta á menn eins og Paul Krugman (en í hópi ađdáenda hans eru flestir íslenskir hagfrćđingar og jafnvel félagsfrćđingar).  Sá mađur er bođberi hagfrćđi John Maynard Keynes, en sú hagfrćđi framlengdi Kreppuna miklu frá um tveimur árum til fimmtán ára. Sama hagfrćđi er núna búin ađ slá tiltekt eftir skellinn áriđ 2008 á frest til nokkurra ára, eđa jafnvel margra ára. Ofvirkni peningaprentvélanna í Bandaríkjunum hefur veriđ slík seinustu 15-20 ár ađ vísbendingar eru um ađ nettófjárfesting hafi ekki átt sér stađ ţar í landi síđan 1999! Ţađ er rúmlega áratugur af "töpuđum" tćkifćrum til ađ fjárfesta og byggja upp og tryggja ađ nćsta kynslóđ hafi ţađ betur en kynslóđin á undan.

Enginn af "stóru" fjölmiđlum neins vestrćns lands fjallar um ţetta ađ neinu ráđi. Almenningur heldur ađ "verđbólga" sé eitthvađ skrýtiđ fyrirbćri, hálfgerđur draugagangur á verđmiđunum, sem sé erfitt ađ temja nema međ sérstökum galdraseyđum. Almenningi er sagt ađ verđlagi "ţurfi" ađ hćkka "eitthvađ" á hverju ári ţví annars verđi ekki til "umframfjármagn" til ađ fjárfesta međ. Almenningur veit ekki ađ lengstu tímabil verđhjöđnunar hafa veriđ tímabil ţar sem framleiđsla jókst hrađar en peningamagn í umferđ, og kaupmáttur launţega óx ţví á sama tíma og hagnađur framleiđenda og umsvif ţeirra. Win-win. 

En hvađ um ţađ, ćtla bara ađ benda á ađ Morgunblađiđ skrifar ranglega ađ seđlabankinn í Bandaríkjunum ćtli ađ kaupa "verđtryggđ skuldabréf fyrir 40 milljarđa dala". Hann ćtlar ađ kaupa ţau fyrir 40 milljarđa dala á mánuđi ţar til Bandaríkjadollar verđur orđinn ađ verđlausum snýtipappír. Og ţess vegna er dollarinn ađ veikjast gagnvart gjaldmiđlum sem vissulega eru líka prentađir í miklum mćli, en bara hćgar. 


mbl.is Bandaríkjadalur á niđurleiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hert á sósíalísku sundinu

Endasprettur fyrstu og vonandi seinustu "hreinu" vinstristjórnar Íslands hefst núna. Erfitt er ađ setja sig inn í ţennan endasprett. Ríkisstjórnin ćtlar t.d. ađ beita sér fyrir lögum um "vandađa lagasetningu", og hefur ţá sjálfsagt litiđ í eigin barm og komist ađ ţví ađ lagasetningar seinustu missera hafa veriđ eitt stórt og mikiđ klúđur. Sakleysislega titluđ lagafrumvörp reynast oft vera lög um stórkostlega aukin ríkisafskipti. Eitt er samt víst: Pólitískur ásetningur er sá ađ innleiđa sósíalisma og rúlla Íslandi inn í deild í höfuđstöđvum ESB. 

Margt er svo ađ gerast á bak viđ tjöldin. Ríkisstjórnarflokkarnir eru byrjađir ađ biđla til Framsóknarmanna um samstarf eftir nćstu kosningar. Seđlabanka Íslands er ćtlađ ađ viđhalda frestun á tiltekt í hagkerfinu eftir hruniđ 2008 međ ţví ađ falsa áfram gengiđ á íslensku krónunni, og herđa ađ krónueigendum til ađ láta evruna líta betur út. Jóhanna Sigurđardóttir leiđir ríkisstjórn sem er óvinsćlli en George W. Bush tókst nokkurn tímann ađ verđa í Bandaríkjunum, meira ađ segja rétt eftir hruniđ ţar í landi. Öllum brögđum er og verđur beitt til ađ halda völdum.

Stjórnarandstađan er mjög hćgt og rólega ađ vakna úr löngum dvala, en er engu ađ síđur veik. Ný vinstristjórn er mjög hugsanleg niđurstađa eftir nćstu kosningar ef skođanakannanir gefa einhverja vísbendingu um ţađ sem koma skal, og framhald verđur ţá á eftirfarandi: Landflótti í 4 ár, gríđarlega erfiđ skuldastađa hins opinbera, fyrirtćkja og heimila á Íslandi, stađnađ hagkerfi, króna í böndum, fjármagn á flótta, skattar á uppleiđ, vöxtur hins opinbera stanslaus, landiđ á leiđ í klćr ESB, og ráđherrar međ puttana í hvers manns koppi. Er virkilega ekki komiđ nóg? 


mbl.is 177 mál á málaskrá ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband