Stefán Ólafsson heilkennið

Jóhanna Sigurðardóttir þjáist af Stefán Ólafsson heilkenninu. Helstu einkenni þess eru að rugla saman:

 

  • Skattahækkunum og skattalækkunum.
  • Aukinni skattheimtu vegna vaxandi skattstofna, og aukinni skattheimtu vegna hækkandi skatthlutfalla.
  • Vexti hagkerfis, og vexti skuldsetningar hagkerfis.
  • Bættum kjörum og versnandi kjörum.
  • Kjörum sínum og kjörum hins almenna skattgreiðanda.
  • Uppi og niðri.
  • Svörtu og hvítu.

 

Nú veit ég ekki hvað Stefán Ólafsson, prófessor, talar mikið við Jóhönnu Sigurðardóttur í viku hverri, en heilkennið hefur a.m.k. smitast. Við því er lítið að gera nema kjósa öðruvísi næst. 


mbl.is Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Því miður heilbrigðiskerfið getur ekki tekið við Jóhönnu og læknað hana. Það verður of dýr aðgerð. Best er að loka hana inni á lokaða deild í nokkra mánðuði og sjá hvort hún skánar.

Sigurður Þorsteinsson, 19.9.2012 kl. 21:20

2 identicon

Sæll.

Fyrir nokkru síðan villtist ég inn á blogg SÓ og las grein sem hét cirka Fjárfestar eru vandamálið.

Sú grein var alveg ótrúleg. Þar var ekki eitt vitlaust heldur allt. Ég skil bara ekki hvernig nokkur maður tekur mark á manni sem skilur ekki einföld atriði. Af hverju er enn hlustað á manninn eftir allar hans bommertur?

Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:55

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Nú veit ég ekki til þess að nokkur taki mikið mark á Stefáni ef undan eru skildir nokkrir af föstum lesendum DV. Ég sé ekki marga vitna í hann eða endurtaka orð hans sem hinn stóra sannleik. Svo kannski eru það helst menn eins og við, sem eru ósammála honum, sem erum að flagga skrifum hans, jafnvel of mikið.

Geir Ágústsson, 23.9.2012 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband