Einn gjaldeyrir án miðstýringar?

Einu sinni notaði allur heimurinn sömu tegund peninga. Sú tegund hélt aftur af peningaprentvélunum, veitti ríkisvaldinu strangt aðhald í ríkisfjármálum, sameinaði viðskiptaútreikninga allra í viðskiptum um allan heim (allir gátu miðað við sömu tegund peninga), og kaupmáttur peninga jóks jafnt og þétt eftir því sem framleiðsla varnings jóks hraðar en magn peninga í umferð, en slíkt er almenningi mjög í hag.

Þetta var tími hins alþjóðlega "klassíska" gullfótar.

Evran, dollarinn, svissneski frankinn, danska krónan og aðrir "gervi"gjaldmiðlar standast hinum alþjóðlega gullfæti ekki snúning, ekki einu sinni í skýrslu seðlabanka Englands, sem þrátt fyrir allt er einn af þessum peningaprenturum. Hinn íslenski seðlabanki veit varla af gullfætinum nema sem eitthvað úr fortíðinni og þar á bæ skilja menn í raun ekki af hverju bankinn á "gullforða" ("gullfóturinn" fær vægast sagt yfirborðskennda meðhöndlun í nýlegri skýrslu bankans um gjaldeyrismál). 

Umræðan um gjaldeyrismál á Íslandi hefur ekki ennþá komist upp úr því að bera saman kúk (t.d. íslensku krónuna) og skít (t.d. evruna, norsku krónuna og bandaríska dollarann). Því miður. 


mbl.is Framtíð Evrópu sögð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Gullfóturinn er fínn og mun betri en núverandi kerfi en honum fylgja líka ákveðin vandamál.

Ef framleiðsla eykst hraðar en magn peninga í umferð getur slíkt haft neikvæð áhrif á framboð og þar með verðmætaframleiðslu. Kaupmáttur eykst en framboð gæti hæglega minnkað líka vegna þess að ekki er nógu mikið magn peninga í umferð til að kaupa framleiðsluaukninguna, þetta er þekkt vandamál. Sama gerist t.d. þegar nýjar gullnámur uppgötvast og magn gulls í umferð eykst, verðbólga getur líka verið fylgifiskur gullfótar.

Ef við gerum gull að gjaldmiðli er bara tímaspursmál hvenær magn gulls í peningum verður þynnt út hægt og rólega svo stjórnmálamenn geti eytt, það er líka þekkt vandamál.

Gullfóturinn er ekki lausn allra okkar vandamála :-(

Annað, er frjálshyggjufélagið nokkuð dautt? Einn félagi minn sótti um aðild fyrir að verða ári og hann hefur enn ekki fengið svar, hvorki jákvætt né neikvætt? Er félagið kannski elítufélag?

Haltu svo endilega áfram að skjóta á snillingana sem nú stjórna (bæði stjórnmálamenn og embættismenn) með hnitmiðuðum pistlum, mér finnst vænhæfi þeirra vera orðið glæpsamlegt. Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 08:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Þeir peningar sem eru til í kerfinu NÚNA eru alltaf á sérhverjum tíma "nægir" í magni til að sinna öllum hlutverkum peninga hverju sinni (vera milliliður í viðskiptum, geyma kaupmátt sparnaðar, fjármagna neyslu, osfrv.).

Eða með orðum Rothbard:

"This analysis bears out our assertion above that there is no social utility in an increased supply, nor any social disutility in a decreased supply, of money. This is true for the transition period as well."

(http://mises.org/rothbard/mes/chap11c.asp)

Gullfóturinn hélt í þúsundir ára. Stjórnvöld sem reyndu að "þynna" (debase) peninga lentu fyrr eða síðar í verðbólgu/verðlagsstjórnunarkerfi sem tók þau niður, dæmi: Rómarveldi.

Frjálshyggjufélagið er e.t.v. virkast á Facebook þessa dagana. Umsókn á síðu félagsins ætti að gerast hratt.

Geir Ágústsson, 22.9.2012 kl. 10:12

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Að mínu mati er eina vandamálið við gullfót, að gull er erfitt að bera með sér og nota til daglegra viðskipta. Þess vegna er hagkvæmt að nota alþjóðlegan gjaldmiðil, eins og til dæmis Kanadadal. Mjög lítið samband er á milli magns peninga í umferð og framleiðslu. Miklu meira máli skiptir sú tækni sem notuð er til að millifæra þá peninga sem í umferð eru.

 

Það er veltuhraðinn hjá bönkunum sem ræður mestu um þörf fyrir peningaprentun, vel að merkja í reglu-bundnu peningakerfi. Í torgreindu peningakerfi ríkja raunverulega lögmál frumskógarins. Seðlabanki og ríkisstjórn gefa þá út peninga án þess að fyrir þeim sé innistæða. Þetta nefnist ávísana-fölsun, því að peningar eiga að vera ávísun á verðmæti en ekki tiltrú á Márann.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

  

Samstaða þjóðar, 22.9.2012 kl. 17:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Loftur,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Af hverju er erfiðara í dag að nota gull til daglegra viðskipta en fyrir t.d. 100 árum?

Veltuhraði peninga kemur "þörfinni" fyrir "prentun" ekkert við. Þetta ræðir Henry Hazlitt í stuttu máli en ágætlega í bók sinni um hagfræði JM Keynes, t.d. á bls. 301:

"Strictly speaking, money does not "circulate"; it is exchanged against goods. A house that frequently changes hands does not "circulate." A man can only spend his monetary income once. Other things remaining equal, "velocity-of-circulation" of money can increase only if the number of times that goods also change hands (say stocks or bonds or speculative commodities) increases correspondingly. The annual rate of turnover of demand bank deposits is normally twice as great in New York City as in the rest of the country. In 1957, for example, it was 49.5 in New York and averaged only 23.0 in 337 other reporting districts. This is because New York is the speculative center.

An increase in the "velocity-of-circulation" of money, therefore, does not necessarily mean (other things remaining unchanged) a corresponding or proportionate increase in "the price-level." An increased "velocity-of-circulation" of money is not a cause of an increase in commodity prices; it is itself a result of changing valuations on the part of buyers and sellers. It is usually a sign merely of an increase in speculative activity. An increased "velocity-of-circulation" of money may even accompany, especially in a crisis at the peak of a boom, a jail in prices of stocks or bonds or commodities."

(http://mises.org/document/3655/Failure-of-the-New-Economics)

Geir Ágústsson, 23.9.2012 kl. 06:34

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Geir, ég hef ekki lesið bókina eftir Hazlitt, en hann virðist úti að aka, því að notkun peninga er fólgin í kaupum og lánveitingum. Veltuhraði í bankakerfinu ræðst að því hversu oft á ákveðnu tímabili, til dæmis ári, peningar koma inn til bankanna og til útlána. Hazlitt segir að vísu “strictly speaking” til að afsaka hunda-lógík sína.

 

Hazlitt segir líka: “A house that frequently changes hands does not "circulate." Þetta er auðvitað rangt hjá honum, því að sölur á ákveðnu tímabili er skilgreint sem veltuhraði. Svo segir hann til skýringar: “A man can only spend his monetary income once.” Hvað með það ???

 

Hazlitt útskýrir vitleysu sína: "velocity-of-circulation of money can increase only if the number of times that goods also change hands (say stocks or bonds or speculative commodities) increases correspondingly.” Þarna blandar hann saman aukningu á hlutabréfum og veltuhraða peninga í bönkunum. Framhaldið er hringavitleysa hjá þessum Hazitt.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

 

Samstaða þjóðar, 23.9.2012 kl. 09:25

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Nú getur vel verið að "velocity of money" skipti máli þegar ríkisvaldið er stanslaust og endalaust að fikta við peningamagnið.

En hérna er annað dæmi til íhugunar:

"Consider the following: baker John sold ten loaves of bread to tomato farmer George for $10. Now, John exchanges the $10 to buy 5kg of potatoes from Bob the potato farmer. How did John pay for potatoes? He paid with the bread he produced.

Observe that John the baker had financed the purchase of potatoes, not with money, but with bread. He paid for potatoes with his bread, using money to facilitate the exchange. In other words, money fulfills here the role of the medium of exchange and not the means of payment.

The number of times money changed hands has no relevance whatsoever on the baker's capability to fund the purchase of potatoes. What matters here is that he possesses bread that can be exchanged by means of money for potatoes."

Einnig:

"What matters right now is the fact that money is growing at an alarming rate, which sets in motion an exchange of nothing for something and, hence, economic impoverishment and consequent boom-bust cycles. Furthermore, since velocity is not an independent entity, it as such causes nothing and hence cannot offset effects from money supply growth."

(http://www.mises.org/daily/918)

Geir Ágústsson, 23.9.2012 kl. 09:36

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Geir, ég get ekki fallist á að umfjöllun Hazlitt sé rökrétt, þarna segir: “The number of times money changed hands has no relevance whatsoever on the baker's capability to fund the purchase of potatoes.”

 

Þessi fullyrðing er líklega rétt, en hvað kemur það veltuhraða peninga við ? "Velocity-of-circulation of money” hefur ekkert með fjármögnun kartöflukaupa að gera ! Hins vegar hefur veltuhraðinn mikil áhrif á nauðsynlegt magn peninga í umferð. Ef tregða er í greiðslukerfi þarf meira magn seðla til að veltan verði jöfn. Ef maður ætlar að fylla fötu með vatni, skiptir máli hversu stór ausa er notuð.

 

Líklega er Hazitt að hugsa um allt aðra hluti en ég og líklega er ekki hægt að átta sig á því nema lesa bókina.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 23.9.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband