Hert á sósíalísku sundinu

Endasprettur fyrstu og vonandi seinustu "hreinu" vinstristjórnar Íslands hefst núna. Erfitt er að setja sig inn í þennan endasprett. Ríkisstjórnin ætlar t.d. að beita sér fyrir lögum um "vandaða lagasetningu", og hefur þá sjálfsagt litið í eigin barm og komist að því að lagasetningar seinustu missera hafa verið eitt stórt og mikið klúður. Sakleysislega titluð lagafrumvörp reynast oft vera lög um stórkostlega aukin ríkisafskipti. Eitt er samt víst: Pólitískur ásetningur er sá að innleiða sósíalisma og rúlla Íslandi inn í deild í höfuðstöðvum ESB. 

Margt er svo að gerast á bak við tjöldin. Ríkisstjórnarflokkarnir eru byrjaðir að biðla til Framsóknarmanna um samstarf eftir næstu kosningar. Seðlabanka Íslands er ætlað að viðhalda frestun á tiltekt í hagkerfinu eftir hrunið 2008 með því að falsa áfram gengið á íslensku krónunni, og herða að krónueigendum til að láta evruna líta betur út. Jóhanna Sigurðardóttir leiðir ríkisstjórn sem er óvinsælli en George W. Bush tókst nokkurn tímann að verða í Bandaríkjunum, meira að segja rétt eftir hrunið þar í landi. Öllum brögðum er og verður beitt til að halda völdum.

Stjórnarandstaðan er mjög hægt og rólega að vakna úr löngum dvala, en er engu að síður veik. Ný vinstristjórn er mjög hugsanleg niðurstaða eftir næstu kosningar ef skoðanakannanir gefa einhverja vísbendingu um það sem koma skal, og framhald verður þá á eftirfarandi: Landflótti í 4 ár, gríðarlega erfið skuldastaða hins opinbera, fyrirtækja og heimila á Íslandi, staðnað hagkerfi, króna í böndum, fjármagn á flótta, skattar á uppleið, vöxtur hins opinbera stanslaus, landið á leið í klær ESB, og ráðherrar með puttana í hvers manns koppi. Er virkilega ekki komið nóg? 


mbl.is 177 mál á málaskrá ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband