Vinstrimenn: 'Ekki mér ađ kenna!'

Samband ungra sjálfstćđismanna opnađi nýlega síđuna Skuldaklukka hins opinbera. Ţetta er gott framtak. Svipađar klukkur má finna í mörgum öđrum löndum og er ţessi frá Bandaríkjunum sennilega sú frćgasta. Stjórnmálamenn elska ađ eyđa um efni fram, safna skuldum, prenta peninga og senda skattgreiđendum framtíđarinnar himinháa reikninga.

Uppistađan í ríkisstjórn Íslands hefur nú veriđ viđ völd í tćp 4 ár og sumir ráđherrar hennar raunar síđan 2006. Eftir hruniđ hefur ekkert breyst til batnađar í efnahagsmálum Íslendinga. Ţegar vinstrimönnum er bent á gríđarlega skuldasöfnun hins opinbera, seinustu 4 ár, í deyjandi hagkerfi, eru viđbrögđin alveg stórkostleg. Tvö dćmi (úr athugasemdum á heimasíđu skuldaklukkunnar):

Hvar í rannsóknarskýrslu alţingis kemur fram ađ Katín Jakobsdóttir eđa Jón Gnarr beri ábyrgđ á hruninu?

 Fólk ţarf ađeins ađ kynna sér hugtakiđ "orsök og Afleiđing". Orsök ţessarar skuldasöfnunnar er Afleiđing hluta sem hafa veriđ ađ gerast undanfarin 15. ár ekki síđustu fjögurra. Ţegar ţú kúkar á ţig áttu ekki ađ skammast í ţeim sem eru ađ ţrífa ţađ..

Međ öđrum orđum: Skuldasöfnun vinstrimanna (hvar sem ţeir nú sitja) er ekki ţeim ađ kenna, heldur ţeim sem voru viđ völd fyrir um 4 árum síđan (ađ undanskildum Samfylkingarráđherrum ţáverandi ríkisstjórnar).

Ég spyr: Til hvers ađ bjóđa sig fram til Alţingis og segja ţar já viđ völdum og titlum og geta svo ekki litiđ til baka yfir verk sín og sagt, "svo sannarlega var ég viđ völd, og lagđi mitt af mörkum, og kom stefnu minni áleiđis, ţótt sumt hafi gengiđ betur en annađ"?!

Ţeir sem reyna ađ afsaka ríkisstjórnina frá hennar eigin valdatíma eiga vćgast sagt bágt. Krakki sem brýtur glas međ óvitaskap fćr skammir og er beđinn um ađ taka ábyrgđ á gjörđum sínum og lofa ađ vanda sig nćst, og er jafnvel látinn ţrífa glerbrot. En hvađa međhöndlun fá vinstrimennirnir? Ţeir eru afsakađir! Ţeim er sagt ađ vissulega molnađi allt í höndunum á ţeim, en ţađ sé nú í lagi, ţví fyrir nćstum ţví fjórum árum voru einhverjir ađrir viđ völd, og á ţá má endalaust klína öllu.

Ţetta pólitíska hugleysi og flótti frá eigin verkum er engum til framdráttar. Siđferđisbrestur hlýtur ađ plaga ţetta fólk. Hvernig lćtur ţađ heima hjá sér eđa í hópi vina? "Ţađ var ekki mér ađ kenna ađ ég sló ţig rétt í ţessu, ţví sjáđu til fyrir 4 árum síđan sagđi Geir H. Haarde mér ađ sveifla hendinni, og ég var bara ađ framfylgja ţeim fyrirmćlum, og ţú varst svo óheppinn ađ standa fyrir framan mig á sama tíma." 

Nćsta ríkisstjórn ţarf ađ eyđa öllu kjörtímabili sínu í ţungbćr og erfiđ verkefni, mikla tiltekt og stórkostlegan niđurskurđ á öllum afkimum ríkisvaldsins svo bćđi megi lćkka skuldir hins opinbera og skatta á allt og alla, samtímis. Ég vona ađ ţótt sú tiltekt sé vegna óráđsíu núverandi ríkisstjórnar muni komandi ríkisstjórn samt taka ábyrgđ á verkum sínum, og um leiđ útskýra nauđsyn ţeirra og langtímamarkmiđ. Í ţví er miklu meiri manndómur en ađ klína endalaust og alltaf öllum sínum skít á ađra. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband