Flotholtin í sökkvandi hagkerfi

Hagkerfið er sökkvandi skip, og séreignar"lífeyris"sparnaðurinn hefur verið flotholt margra. Annað flotholt hefur verið stórkostleg aukning skulda, t.d. yfirdráttar. Fólk er að reyna að bjarga sér og bíða eftir því að hagkerfið taki við sér aftur. Hagkerfið mun samt ekki taka við sér á meðan ríkisvaldið heldur áfram að skuldsetja það (og kenna öðrum um þá skuldsetningu), og hækka skatta, og fjölga reglum, og þvinga alla til að nota íslenska krónu í gjaldeyrishöftum.

Ríkisstjórnin hefur framlengt "leyfi" fólks til að taka úr "lífeyris"sparnað "sinn" (margar gæsalappir, ég veit) af góðum og gildum pólitískum ástæðum. Þetta er ódýr leið fyrir stjórnmálamenn til að fegra hagtölurnar. Sparnaðurinn fer í neyslu og hægir á skuldsetningu. Fjárfesting er engin en svo virðist sem fáir spái í ástæðum og afleiðingum þess.  

Vinstrimenn tóku við leku skipi og tóku þá ákvörðun að bora 100 holur í skrokk hans. Ástandið fór því úr því að vera slæmt í að verða miklu, miklu verra. Það er pólitískt afrek ríkisstjórnarinnar og á hennar ábyrgð en ekki einhverra annarra sem voru ráðherrar fyrir um 4 árum síðan.  


mbl.is 75 milljarðar teknir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband