Atvinnuleysi útrýmt á einum degi

Atvinnuleysi er í eðli sínu einfalt fyrirbæri, jafneinfalt og uppsafnaður lager af dósamat í Hagkaup. Atvinnuleysi er misræmi milli þess verðs sem er hægt að greiða fyrir vinnuafl, og þess verðs sem atvinnulausir krefjast fyrir vinnu sína.

En hvers vegna ættu atvinnulausir einstaklingar að krefjast hærra verðs fyrir vinnu sína en hægt er að bjóða? Það er af því þeir fá meira í vasann fyrir að gera ekkert og þiggja atvinnuleysisbætur.

En hvers vegna geta atvinnurekendur ekki boðið næg laun til að koma fólki úr bótakerfinu og á vinnumarkaðinn? Fyrir því geta verið margar ástæður, en skattkerfið er tvímælalaust ein af þeim. Skattar á laun eru háir, fyrirtæki þurfa að borga háa skatta af hagnaði sínum og af fjármagnstekjum sínum, lögskyldar tryggingar vegna launþega hækka endalaust í verði, sem og skattur á veltu fyrirtækja. Það sem stendur eftir er hægt að greiða út í laun, og þann sjóð hafa yfirvöld minnkað töluvert á seinustu árum.

Verkalýðsfélög gera líka illt verra. Þau beinlínis þrýsta á ríkið að niðurgreiða atvinnuleysi, eða á atvinnurekendur að borga svo há laun fyrir tiltekna tegund vinnu að þá vinnu þarf að manna með mun færri einstaklingum en ella væri raunin.

Atvinnuleysi er nokkurn veginn sjálfskapað vandamál sem má leysa á um það bil einum degi. En það myndi krefjast pólitískt óvinsælla aðgerða, þótt tímabundnar væru.

En það er hægt. 


mbl.is Ekki endilega lausn að lengja tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

UAW olli mikilli fækkun starfa í bílaiðnaðinum í Detroit (og bjuggu þannig til atvinnuleysi meðal sinna félagsmanna) - fyrir þá sem draga í efa skaðsemi verkalýðsfélaga.

Nefni svo í sambandi við skattana eftirfarandi staðreynd: Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir úr 45% í 18% í þrepum. Afleiðingin varð að tekjur ríkisins af þessum skattstofni þrefölduðust!

Það er hægt að nánast útrýma atvinnuleysi á örfáum mánuðum, leiðirnar til þess eru þekktar.

Helgi (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 23:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Detroit er alveg rosalega sorglegt en um leið gott dæmi um framtíð velferðarkerfisins. Sjá til dæmis (fríkeypis) fyrsta kafla í bókinni Rollback: Repealing Big Government Before the Coming Fiscal Collapse (http://www.tomwoods.com/books/rollback/) þar sem segir:

"Detroit is in a class by itself. Here was the very model of subsidies, welfare programs, and regulation. And all of a sudden, it simply collapsed. Half the population has fled since 1950. One-quarter of the city’s schools are closing. The money is gone. The city’s budget deficit is approaching half a billion dollars. But home prices tell the real story. Median sales prices of homes in Detroit went from $41,000 in 1994 to $98,000 in 2003. By early 2009 the median price was $13,600. That was bottom, right? Wrong. By March 2010 it was at $7,000.41 In relation to the scale of the collapse, the story of Detroit went completely unreported."

Geir Ágústsson, 2.10.2012 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband