Ráðist á einkennin en ekki sjúkdóminn

Pólitískt markmið vinstrimanna er almennt það að gera sem flesta háða ríkisvaldinu, og tryggja þannig breiðan stuðning við peningatilfærslur í skattkerfinu.

Nú skulu bætur hækka, m.a. til að auðvelda bótaþegum að fjármagna afborganir af skuldum og neyslu á heimilinu þar sem marga munna er að metta.

Þessar bótahækkanir þurfa vitaskuld að koma úr vösum þeirra sem hafa atvinnu. Vinnandi fólk hefur því minna á milli handanna.

Ríkið þarf líka að hækka skatta á t.d. fyrirtæki til að eiga fyrir bótahækkununum. Fyrirtæki hafa því ekki efni á að ráða fólk. Þetta viðheldur atvinnuleysinu, og þar með "þörfinni" á hinum miklu bótum.

Háar atvinnuleysisbætur gera það einnig að verkum að það væri hreinlega kjánalegt fyrir atvinnuleysisbótaþega að finna sér einhverja vinnu nema hún borgi töluvert meira en sem svarar til bótagreiðslanna (enda þarf mikið til að bótaþegi fari úr því að vilja fá ávísun í skiptum fyrir ekkert, og ávísun í skiptum fyrir vinnuframlag).  

Kosningar eru í nánd. Ég vona að kjósendur láti ekki nýja umferð bótahækkana í deyjandi hagkerfi byrgja sér sýn.  


mbl.is Beint að barnmörgum og tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þú talar um háar atvinnuleysisbætur, sko - hvaða vinnu er að hafa í dag, ? ég er búin með rétt til atvinnuleysisbóta því ég hef verið án vinnu síðan nóv 2008. og sagði mig á framfærslu hjá borginni, þar er manni gert að skila inn 4 virkniaðgerðum í vinnuleit á mánuði, ég hef alltaf staðið við minn hlut og t.d sótt um í fiskvinnslu úti á landi, en ekkert gengur að fá vinnu, og er meira að segja að lenda í stælum frá vinnuveitendum vegna þess hverslu lengi ég hef verið frá vinnu.

ef það er ekki vinnu að hafa, þá skal einfaldlega gert í því að það verði hægt að lifa af bótum í dag, ef það má ekki taka á atvinnuleysisvandanum, þetta er sama með námslán, þú lifir ekkert af þeim, nema þú sért einstætt foreldri, og þá kem ég að því sem  mig langai að skrifa um þessa fréttt, að það er greinilega orðið eftirsókknarvert að vera einstæð kona í dag, því ef þú getur látið gera þig óléttan þá fyrst geturu lifað mannsæmandi lífi.  það er búið að gera kerfið þannig. 

GunniS, 1.10.2012 kl. 11:13

2 Smámynd: Hvumpinn

Þetta með einstæðu mæðurnar er rétt hjá þér GunniS, en það er líka rétt hjá Geir að það er verið að gera fólk háð bótum frekar en að greiða mannsæmandi laun.

Ömurlegt ástand og engin störf hafa orðið til undir JóGrímu nema í Noregi.

Hvumpinn, 1.10.2012 kl. 11:49

3 identicon

Já Geir, þessar einstæðu mæður og börn ættu bara að fá sér vinnu.  Sleppum öllu bótakerfi, það er út í hött, því í besta kapitalísma þá reddast allt með péningaflæði að ofan, sem lekur niður í gegnum bankalabbakúta í jakkafötum.

Jonsi (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 13:24

4 identicon

Ég er einstætt foreldri á örorku. Við erum bláfátæk. Ég hef ekki efni á fötum, né því að gera nokkurn skapaðan hlut hvorki fyrir mig né drengina. Samt hvorki reyki ég né drekk né er í neinni neyslu og á ekki bíl. Né varla föt utan á okkur nema gamlar druslur.

Þeir sem segja að bætur séu of háar hér og að einstæðar mæður hafi það svo ægilega gott. Meiga vita að þær duga ekki einusinni fyrir því að gera kvöldmat með kjöti eða fisk út mánuðinn. Það eru teknir skattar af öllum bótum, og það velur enginn að þurfa að lenda í bótakerfinu.

Svo sér maður hjálparstofnanir senda milljónir eftir miljón til útlanda. Skammarlegt.

einstæð (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 13:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar,

Svo virðist sem öllum sem þiggja bætur á Íslandi sé alltaf hrúgað saman í einn hóp: Bótaþegar. Upphæðin sem ríkið svo "veitir" til þeirra er svo bara ein risastór upphæð, sem þarf alltaf að hækka.

Mér fyndist miklu nær að flokka bótaþega í tvo hópa:

- Þá sem geta ekki séð fyrir sér sjálfir án aðstoðar, hvort sem það er aðstoð ríkis með notkun skattfjár, eða annarra með notkun frjálsa framlaga.

- Hina, sem eru á bótum því það er auðveldara en að vinna fyrir sér.

Sjálfur kynntist ég á sínum tíma "einstæðri móður" með barn á framfæri, í námi, og vann með námi. Í hagkerfi þar sem er erfitt að ráða fólk (t.d. vegna hárra skatta á fyrirtæki) hefði hún ekki geta unnið fyrir sér, og hefði þurft að leita á náðir kerfisins. En hún gat unnið fyrir sér þótt það væri erfitt með fullu námi og barn á heimilinu. Sú einfalda regla að eyða minna en tekjurnar komu henni ansi langt.

Síðan kynntist hún mér.

Vasapeningaþjóðfélagið (háir skattar, íþyngjandi ríkisvald, takmarkað framboð af störfum, ósveigjanleiki kerfisins, háar bætur) gerir engum greiða til lengri tíma, þótt það geri seinni hópi bótaþega mikinn greiða til skemmri tíma.

Geir Ágústsson, 1.10.2012 kl. 13:40

6 Smámynd: GunniS

vá hvað skelin á þér er þykk. hvað nærðu ekki að meðtaka þegar ég bendi þér á að ég sæki um allavega 4 störf í mánuði ?

GunniS, 1.10.2012 kl. 21:07

7 Smámynd: Geir Ágústsson

GunniS,

Það var ekki meðvituð ákvörðun hjá mér að særa tilfinningar þínar eða draga úr aðstæðum þínum. Þú ert sennilega fórnarlamb vasapeningaþjóðfélagsins. Í stað þess að geta ráðið þig í vinnu er fyrirtækjum gert að greiða himinháa skatta til að fjármagna bæturnar sem þú þiggur fyrir að finna ekki vinnu. Allir tapa á þessu fyrirkomulagi. Miklu betra væri að lækka skattheimtuna á fyrirtækin og þig svo að þú getir sjálfur samið um kaup og kjör og fyrirtæki geti fjármagnað launakröfur þínar án aðkomu ríkisvaldsins.

Geir Ágústsson, 2.10.2012 kl. 08:32

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gott að sjá að það er ennþá til hugsandi fólk á Íslandi, Geir. Ég get ekki sagt það betur sjálfur:

"Í stað þess að geta ráðið þig í vinnu er fyrirtækjum gert að greiða himinháa skatta til að fjármagna bæturnar sem þú þiggur fyrir að finna ekki vinnu. Allir tapa á þessu fyrirkomulagi. Miklu betra væri að lækka skattheimtuna á fyrirtækin og þig svo að þú getir sjálfur samið um kaup og kjör og fyrirtæki geti fjármagnað launakröfur þínar án aðkomu ríkisvaldsins."

Vinstri menn vilja halda fólki í fjötrum "velferðarinnar". Með því að taka til í ríkisbákninu og lækka skatta væru þeir að gera fleirri fyrirtækjum kleift að ráða fólk í vinnu. Það er auðvitað það síðasta sem þeir vilja.

Hörður Þórðarson, 2.10.2012 kl. 18:28

9 identicon

100% kopía af sossa Sverige. En spurning til GunnaS - Hefur þú sótt um vinnu í skandinavíu - Noregi eða Svíþjóð?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband