Ríkisvaldið: Verð á tannburstum skal vera 100 krónur

Opinber verðlagsnefnd ríkisins um verðlag á lánsfé hefur komist að því að verð á lánsfé eigi að vera "óbreytt". Þessi ákvörðun er byggð á skýrslum, rannsóknum, Excel-skjölum, vísitölum, líkönum og gríðarlegu innsæi opinberra starfsmanna. Hún er líka byggð á þeirri forsendu að fyrri spádómar, sem voru forsendur seinustu verðlagsákvörðunar á lánsfé, hafi reynst rangir. Nú skal því aftur reynt.

Ég heyrði einu sinni sögu sem gerðist í Sovétríkjunum sálugu. Þar urðu opinberir starfsmenn í verðlagsnefnd sammála um að barnamatur væri góður, og ætti því að vera ódýr, en að vodki væri slæmur, og ætti því að vera dýr. Niðurstaðan var sú að barnamat var hvergi að fá, en vodka var hægt að fá hvar sem er.

Hvað kennir þessi saga okkur? Hún kennir okkur að opinber miðstýring á verðlagi sendir oftar en ekki röng skilaboð. Á Íslandi er ekki hægt að spara vegna skatta og verðbólgu, en engu að síður er ákveðið að verð á lánsfé eigi að vera óbreytt. Hvernig getur staðið á því? Hvaða lánsfé er þetta, ef þetta er ekki sparnaður? Þetta eru nýprentaðir peningar, annaðhvort innlendir eða innfluttir.

Seðlabanka Íslands má óhætt leggja niður og ríkisvaldinu má óhætt koma úr framleiðslu og verðlagningu peninga á Íslandi. Ríkiseinokun á þessu sviði er jafnslæm og á öllum öðrum. 


mbl.is Óbreyttir vextir Seðlabanka Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband