Ráðuneytið sveiflar kylfunni

Ráðuneyti menntamála sveiflar núna kylfu ríkiseinokunar og hótar að berja í höfuð sveitarfélags sem gerir tilraun til að nýta fé skattgreiðenda betur.

Sveitarfélög fengu að vísu á sínum tíma það "verkefni" að "sjá um" grunnskólarekstur, en svo virðist sem kerfið leyfi ríkinu samt að berja á þeim sem fara út af hinni réttu, opinberu línu. 

Menntaskólinn Hraðbraut fékk að fjúka. Biðlistar lengdust í aðra framhaldsskóla. Nemendur sem hefðu valið þann skóla sem fyrsta val, og voru meira að segja tilbúnir að blæða úr eigin veski til að stunda þar nám, þurftu að taka næstbesta kostinn, eða þann þriðjabesta vegna aukinnar aðsóknar í alla skóla.

Í Stjórnarráðinu eru sósíalistar. Sósíalistar hafa aldrei komið á sósíalisma án valdboðs. Ísland er engin undantekning.  


mbl.is Hjallastefnan sé ekki eini skólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband