Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022

Einhver útlendingur með skoðanir

Petteri Taalas, aðalritari Alþjóðaveðurstofunnar, er mikill og merkur maður. Spekingur. Sérfræðingur. Útlendingur með stóran titil. Það ættu því allir að leggja við hlustir þegar hann leggur lóð sín á vogarskálarnar, eins og hér:

Spurður hvernig ís­lensk stjórn­völd hafi að hans mati staðið sig í sín­um aðgerðum gegn loft­lags­vánni, seg­ir Taalas:

„Ég held að þið hafið unnið gott starf og ættuð vera stolt af ykk­ar fram­lagi hingað til. En auðvitað eru frek­ari skref sem hægt er að stíga.“

Sem dæmi nefn­ir hann að hér mætti setja meiri kraft í raf­bíla­væðingu.

Einmitt það já. Fleiri rafbíla á Ísland! Undratæki ekki satt?

Aldeilis ekki.

Nú var ég staddur á Íslandi í sumar og fór í útilegu. Var með traustan Dísil-jeppling til umráða. Dvaldi á tjaldsvæði (réttnefni: húsvagnasvæði) í nokkra daga. Þar fór ekki mikið fyrir rafbílum. Raunar sá ég bara einn: Frænka mín kom á rafbíl. Það var ágætt. Mikið geymslupláss! En hún segir, þegar hún var að pakka saman og halda til Reykjavíkur, í um 90 mín akstursfjarlægð frá tjaldsvæðinu, að hún þyrfti að finna hleðslustöð einhvers staðar. 

Ég var fjarri slíkum hugsunum. Hafði fyllt tankinn mörgum dögum áður, keyrt töluvert um Suðurlandið, en nóg eftir í tankinum.

Rafbílar virka ekki nema sem innanbæjarbílar og hvaða Íslendingur heldur sig eingöngu innanbæjar? Ekki dregur þú fellihýsi eða húsvagn í rafbíl, og ekki keyrir þú utanbæjar í honum á veturna þegar batteríið verður ískalt. Ekki ferðu á hálendið, og að skreppa norður á land er flókið mál þar sem þarf að áætla langt hlé á leiðinni til að hlaða batterí (nema menn vilji kála líftíma þess með hraðhleðslu). 

Og ekki viltu eiga rafbíl og um leið vita hvaðan hráefnin í hann komu og hvaða eitruðu stöðuvötn eru að myndast í Kína til að afla þeirra. 

Það er gaman að keyra rafbíl. Hröðunin er æðisleg, hljóðleysið friðsælt og allir skjáirnir inni í honum fá mann til að hugsa um geimskip og ævintýri. En þeir eru fyrst og fremst græjur - leikföng ríks fólks. Þeir gera ekkert fyrir umhverfið og enn minna fyrir loftslagið. Slíta götum eins og aðrir bílar og jafnvel í enn meiri mæli. Svifryk frá rafbíl eða agnir úr Dísil-bíl? Þitt er valið.

En einhver útlendingur sagði það svo það er frétt.

Ekki-frétt.


mbl.is Íslendingar megi vera stoltir af sínu framlagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta með pappírsrörin

Við gerum allskonar furðulega hluti í nafni umhverfisverndar: Blöndum lífolíum í bensín og þrýstum þannig á að regnskógum sé skipt út með pálmatrjám, setjum mismunandi rusl í mismunandi tunnur og siglum sumu af því til útlanda á risastórum olíuknúnum skipum, skerum sífellt niður á umbúðir fyrir matvæli og stuðlum þannig að því að matur rennur út áður en hann nær til neytandans og flæmum iðnað og framleiðslu frá ríkjum þar sem orkuframleiðsla er snyrtileg til ríkja þar sem hún er skítug.

Fyrir mér er pappírsrörið holdgervingur allrar þessarar vitleysu. Í stað þess að nýta ódýrt og gott hráefni úr iðrum jarðar til að búa til endingagóða og notendavæna vöru - plaströrið - erum við að fella tré og framleiða allskyns lím og önnur efni til að búa til mun síðri vöru - pappírsrörið. 

Ég þoli ekki þessa ömurlegu útrýmingu á plaströrinu og hef fyrir því margar ástæður:

  • Ég á litla dóttur sem getur allt í einu ekki lengur hjálpað sér sjálf við að setja rör í fernu og það angrar hana í hvert skipti. Sjálfur þarf ég stundum að nota hníf eða skæri til að búa til holu sem ég get svo þrætt rörinu niður í (sérstaklega á þessar ílöngu fernur sem bestu drykkirnir eru seldir í).
  • Rörið endist ekki nógu lengi til að hægt sé að ná seinustu sopunum úr fernunni. Það stuðlar að matarsóun.
  • Nú hef ég lagt það í vana minn að setja rusl í ruslafötur sem atvinnumenn tæma og koma innihaldinu í ábyrg ferli (eða á skip til Svíþjóðar). Plastmengun hafsins er því hvorki meiri né minni við að gera líf fernuneytenda ömurlegt.
  • Þetta er ein stór sýndarmennska knúin áfram af ótta við álit örlítils hóps öfgasinna. Það vill enginn vera sé eini sem er ekki búinn að skipta góðum plaströrum út fyrir pappírsruslið, er það nokkuð?
  • Uppáhaldið mitt er að sjá pappírsrör pakkað inn í plastumbúðir. Enda umbúðirnar síður í sjónum en rörið?
  • Enginn hefur fyrir því að sýna fram á að pappírsrör séu á einhvern hátt skárri fyrir umhverfið en plaströrin. Við trúum því einfaldlega. Eða réttara sagt: Látum mata okkur af þeirri forsendu.

Senn líður að því að ég finn alþjóðlegan kaupmann sem selur plaströr í miklu magni og panta lífstíðarbirgðir af þessu frábæra þarfaþingi áður en vestræna vitleysan nær til allra heimshorna.


Lausnamiðaðir Norðmenn bjarga heiminum

Það getur verið þröngt þetta einstigi sem allar nýjustu dellurnar leggja fyrir okkur. Lífskjör eiga að batna en orkunotkun að minnka. Matvælaframleiðsla þarf að aukast en útblástur þarf að dragast saman. Kynin eiga að vera jöfn en ný kyn verða sífellt til og kalla á aðgerðir gegn mismunun. 

Hérna mæta Norðmenn sterkir til leiks. Þeir ætla sér svo sannarlega ekki að draga úr framleiðslu á orku, sem betur fer. Bráðum streymir norska gasið til Danmerkur og Póllands og hjálpar almenningi þar að halda á sér hita og kveikja ljósin. En um leið vilja þeir jú ekki vera útundan þegar kemur að dellunum. 

Ultimately, a combination of carbon capture, electrification of operations, and recycling of old platforms may mean that Norway can expand its fossil fuel industry and reduce emissions.

Ef bara Þjóðverjar, Hollendingar, Danir og fleiri væru svona lausnamiðaðir. Væru ekki að flýta sér í óbeina þátttöku í staðbundnum átökum og átta sig svo á því að vetur er framundan sem verður kaldari en flestir því orkan er uppurin. Væru ekki búnir að vanrækja fjárfestingu í eigin innviðum í nafni loftslagsbreytinga og halda að mengun sé ekki vandamál ef hún á uppruna sinn í útlöndum. 

Norðmenn eru ágætir. Þeir eru sparsamir, vingjarnlegir og vilja eiga stóra sjóði. Þetta fær þá til að fjárfesta til framtíðar. Og núna njótum við hin þess. 


Allar heimsins sprautur og grímur

Sá hinn mikla meistara, lækni og forsprakka gagnrýninnar hugsunar Kalla Snæ deila þessari mynd (af þessum herramanni) og finnst hún eiga skilið eins mikla deilingu og hægt er:

cov_mask

Allt nema heilbrigð skynsemi, ekki satt? Fyrirmæli, sprautur og grímur umfram allt!

Þessi magnaða vitleysa er orðin svo yfirgengileg að ég held að meira að segja áhorfendur RÚV, CNN og BBC séu að ranka aðeins við sér úr tveggja ára roti. Vonandi.


Enn skal sprautunum otað að börnunum

Fyrir ekki löngu síðan gáfu dönsk sóttvarnaryfirvöld út að börn og ungmenni geti ekki lengur fengið kóvít-sprautur nema að undangenginni læknisrannsókn. Aðalröksemdarfærslan var sú að börn veikist lítið og séu í lítilli áhættu af veirunni. Á milli línanna mátti lesa að áhættan af sprautunum er mögulega talin meiri en af veirunni fyrir langflest börn.

Danir í kringum mig hafa ekki talað um þetta og umfjöllun danskra fjölmiðla hefur verið frekar lítil, þar til núna allt í einu. Í tveimur fréttum á stórum miðli er sagt frá heitum umræðum á samfélagsmiðlum milli ýmissa spekinga um hvernig þetta takmarkaða aðgengi á sprautum fyrir börn sé slæmt, úr takt við önnur ríki og hættulegt börnunum. Allt þetta hófst víst með innleggi áhyggjufullrar móður á samfélagsmiðlum sem óskar einskis heitar en að troða einhverju framandi glundri í börn sín og annarra án þess að þurfa ómaka sig með læknisheimsókn fyrst. Sprauta fyrst, spyrja svo. 

Er þetta byrjunin á einhverjum stærri þrýstingi á að troða nálum í börn eða stormur í vatnsglasi sem gengur hratt yfir vegna áhugaleysis almennings? Það kemur í ljós, en ég er að vona hið síðarnefnda auðvitað. Mín börn hafa sloppið við bæði sprautur og neikvæðar afleiðingar af sprautuleysi (ekki verið mismunað, strítt eða útilokuð frá neinu, og sjálfa veiruna hristu þau af sér á 1-2 sólarhringum), en yfirvöld, blaðamenn og svokallaðir sérfræðingar sem fá borgað fyrir að þylja upp handrit lyfjafyrirtækja kunna alveg að hræða fólk og þá gæti slíkt breyst hratt. 


Verðbólga á fíkniefnamarkaði

Í fréttum er nú sagt frá því að þrír menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að upp komst um smygl þeirra á 100 kg af kókaíni til Íslands. 100 kg af kókaíni

Þetta hefur í för með sér ýmis konar afleiðingar:

  • Þrír verðmætaskapandi einstaklingar eru teknir úr samfélaginu og settir á framfærslu skattgreiðenda
  • Framboð á kókaíni minnkar og verðlag hækkar
  • Neytendur kókaíns sjá fram á hækkandi verðlag og söluaðilar sjá fram á aukinn hagnað
  • Þeir neytendur sem fjármagna neyslu sína með þjófnaði þurfa nú að stela aðeins meira til að eiga fyrir skammtinum
  • Fleiri þjófnaðir kalla á meiri athygli lögreglu sem um leið minnkar á einhverju öðru
  • Tryggingafélög þurfa að greiða meira úr sjóðum sínum til að bæta upp fyrir þjófnaði á tryggðum hlutum

Um leið er ýmislegt sem er ekki að fara gerast:

  • Að einhver sem áður neytti kókaíns hætti því
  • Að einhver sem hagnast á sölu kókaíns, og slapp við að lenda í grjótinu, dragi sig úr þeim viðskiptum
  • Að gæði kókaíns á markaði batni

En sennilega eru einhverjir aðilar alsælir við að hafa nóg að gera að elta uppi kókaín, söluaðila þess og neytendur, og telja sig vera að vinna fyrir réttlætið.


Á að þjarma að rússneskum almenningi til að refsa Pútín?

Í dag birtist ritstjórnargrein í Morgunblaðinu þar sem kallað er eftir að rússneskir ferðamenn fái ekki að ferðast til Evrópu. Tilvitnun:

Rúss­ar leita því til Finn­lands, Lett­lands og Eist­lands og fljúga þaðan til áfangastaða sunn­ar í álf­unni án þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af þeim refsiaðgerðum sem eiga að bíta á Rúss­land. Flug­bannið er ein­mitt dæmi um refsiaðgerð sem al­menn­ing­ur í Rússlandi finn­ur óhjá­kvæmi­lega fyr­ir.

Þá hafa einnig verið brögð að því að sum­ir af „ferðamönn­un­um“ sem lagt hafa leið sína til Finn­lands hafi reynt að fara þaðan aft­ur heim til Rúss­lands með gamla tölvuíhluti og annað slíkt, sem nú er bannað að flytja til lands­ins vegna stríðsins. Það, að veita áfram ferðamanna­á­vís­an­ir fyr­ir allt Schengen-svæðið, er því bara enn ein leiðin sem Rúss­ar geta reynt að nýta sér, á marg­vís­lega vegu, til þess að fara í kring­um áhrif refsiaðgerðanna.

Hér er í raun og veru sagt að ferðamenn geti gatað refsiaðgerðir gegn Rússum með því að fylla ferðatöskur sínar af gömlum tölvuíhlutum og öðru slíku. Magnað. Ég veit ekki betur en að flestir þessara tölvuíhluta séu framleiddir í Kína og að Rússar geti keypt þá nýja þaðan.

Nei, gamlir tölvuíhlutir eru ekki að fara bjarga neinu ef Rússar eru í raun í einhverjum vandræðum. Boðskapurinn hérna er að þjarma að rússneskum almenningi því það muni á einhvern hátt leiða til vandræða fyrir Pútín. Banna Rússum að ferðast til Evrópu og halda því fram að þar með muni Rússar ekki ferðast neitt, ekki einu sinni með Wizz Air til Miðausturlanda. Þeir verði eirðarlausir og byrji að grýta rússnesku forsetahöllina, eða eitthvað. 

Viðskiptaaðgerðir gegn rússneskum almenningi, þar sem honum er meinað að ferðast til Evrópu, munu ekki gera annað en auðvelda rússneskum yfirvöldum að þjappa þjóð sinni saman gegn sameiginlegum andstæðingi. Við búum til hatur á Evrópu sem mun torvelda friðsamleg samskipti og viðskipti í framtíðinni. Við ýtum Rússum í fang Miðausturlanda, Kína og Afríku. 

Viðskiptaaðgerðir bitna sjaldnast á yfirvöldum. Gleymum því ekki. Þær bitna fyrst og síðast á óbreyttum borgurum. Fræg er hungursneyðin sem Bandaríkin og bandamenn kölluðu yfir Írak á meðan þáverandi forseti þeirra reisti hallir. Erum við að boða slíkt, aftur?


Lokauppgjörið við veiruna

Ég ætla að mæla með eftirfarandi grein eftir mikinn meistara og kalla hana lokauppgjörið við veiruna:

A Deeper Dive Into the CDC Reversal

Eins og margir vita þá breyttu sóttvarnaryfirvöld í Bandaríkjunum nýlega ráðleggingum sínum og meira og minna tóku niður allar takmarkanir og kröfur um endalausar prófanir á einkennalausu fólki. Þeir ríghalda að vísu í grímurnar sínar en það má heldur ekki búast við of miklu.

Í greininni er farið vítt og breitt yfir sögusviðið seinustu misseri og hvernig allt þetta hringleikahús var ein stór misheppnuð tilraun sem má ekki endurtaka sig. Sérstaklega finnst mér þetta vera skemmtilega orðað (feitletrun mín):

When the Great Barrington Declaration appeared on October 4, 2020, it caused a global frenzy of fury not because it said anything new. It was merely a pithy restatement of basic public-health principles, which pretty much instantly became verboten on March 16, 2020, when Fauci/Birx announced their grand scheme. 

The GBD generated mania because the existing praxis was based on preposterously unproven claims that demanded that billions of people buy into complete nonsense. Sadly many did simply because it seemed hard to believe that all world regimes but a handful would push such a damaging policy if it was utterly unworkable. When something like that happens – and there never was the hope that it could work – the regime imperative becomes censorship and shaming of dissent. It’s the only way to hold the great lie together. 

So finally, nearly two years later the CDC has embraced the Great Barrington Declaration rather than doing a “quick and devastating takedown” as Francis Collins and Anthony Fauci called for the day after its release. No, they had to try out their new theory on the rest of us. It did not work, obviously. For the authors of the GBD, they knew from the time they penned the document that it was a matter of time before they were vindicated. They never doubted it.

Já, þetta lá allt saman ljóst fyrir um mitt árið 2020: Að veiran væri komin út í samfélagið og það besta í stöðunni væri að beita markvissum aðgerðum á afmarkaða hópa en ekki loka heilu samfélögunum og senda fólk í þunglyndi, fátækt og jafnvel dauðann.

En er þetta ekki búið? Mér sýnist ekki. Ennþá er verið að kokka upp nýtt glundur til að sprauta okkur með, hræða okkur með nýjum veirum, halda úti hlægilegum leiðbeiningum og veifa sprautum framan í börn og foreldra og rökstyðja ágæti þeirra með fjarstæðukenndum ástæðum.

Það er undir okkur komið að standa í lappirnar. Yfirvöld hafa misst trúverðugleika sinn, og þá sérstaklega sóttvarnaryfirvöld. Við þurfum að rifja upp heilbrigða skynsemi, passa að líkami okkar fái öll sín bætiefni og nauðsynlega hreyfingu, leyfa ónæmiskerfinu að halda sér við með því að ferðast um í raunheimum með öðru fólki og taka frídag í vinnunni þegar horið streymir úr nösunum. 

Og slökkva á fréttatímanum. Þar er sjaldan eitthvað nothæft að finna.

Þá fyrst hverfur veiran. Hún hverfur inn í vistkerfið með öllum hinum, smitar okkur og endursmitar en bítur sífellt verr því við erum í þjálfun.


Fyrsta viðbragð: Loka, læsa, banna!

Eigum við bara að vera umburðalynd þegar kemur að sumum skoðunum og lífsviðhorfum en ekki öðrum? Hver flokkar í rétt og rangt, leyft og bannað? Hver hefur slíkt úrskurðarvald?

Þú og ég? Já, auðvitað. Við getum valið að horfa ekki á eitthvað, hlusta ekki á eitthvað, lesa ekki eitthvað og mæta ekki á einhvern viðburð, og auðvitað reynt að sannfæra aðra um að gera hið sama.

Þurfum við að ganga lengra en það og biðja um bann? Að lokað sé á einhverja leið fyrir tiltekinn einstakling að tjá sig? Það finnst mér ekki af mörgum ástæðum, meðal annars þeirri að slíkt styrkir aðstöðu þess sem ég er ósammála.

Þegar búið er að takmarka leið einstaklings til að tjá sig á opinberum vettvangi þá er hætt við að viðhorf viðkomandi finni heppilegan bergmálshelli þar sem skoðanir viðkomandi styrkjast. Þær mæta aldrei málefnalegu aðhaldi, gagnrýni og mótrökum. Þær skjóta djúpum rótum innan um fylgjendur og aðdáendur. 

En hættum við ekki á að óhörðnuð ungmenni falli ofan í einhverja gryfju sem þau komast aldrei upp úr? Vaxi úr grasi með hættulegar og fordómafullar hugmyndir í hausnum? Kannski, en líkurnar á að ungmennin mæti mótrökum, aðhaldi og gagnrýni aukast í umhverfi opinna samskipta um allar hugmyndir, vinsælar og óvinsælar. Ungmennin loka sig síður inni í bergmálshelli þar sem það er hert í afstöðu sinni.

Sérðu óvinsæla skoðun eða jafnvel hvatningu um að beita ofbeldi? Vill til dæmis senda sprengjur á konur og börn í fjarlægu ríki? Gefðu viðkomandi þá sviðið! Leyfðu honum að mæta þér í rökræðum! Hver veit, kannski ertu með betri rök en viðkomandi og vinnur hann yfir á þitt band? Þú kemst aldrei að því nema geta prófað.

Fái viðkomandi ekki sviðið getur þú verið verið viss um að hann sé ekki að þegja. Hann er að vinna á bak við tjöldin, í bakherbergjum, án aðhalds.

Ef veirutímar hafa kennt okkur eitthvað þá er það að hin leyfilega skoðun yfirvalda og strengjabrúða þeirra getur verið argasta þvæla og heilaþvottaáróður með vafasaman tilgang og óskýr markmið.


mbl.is Kallað eftir að TikTok skerist í leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir ekkert, Evrópa

Orkuskortur hrjáir Evrópu. Eftir mörg ár af vanrækslu í fjárfestingum í olíu og gasi hefur heimsálfan gert sig gjörsamlega háða innflutningi á orku og stuðst þar fyrst og fremst við Rússland sem er núna á svarta listanum.

Hvað er þá til ráða? Jú, yfirbjóða fátækt fólk í Afríku!

Úr fréttabréfi oilprice.com:

The Egyptian government has approved a plan to ration electricity by 15% across the country – with shops limiting their use of strong lights and air conditioning being kept at no cooler than 25° C – to maximize LNG exports.

Spennandi að vera Egypti núna, ekki satt? Hann slekkur ljósin snemma og svitnar aðeins meira í hitanum svo einhver Þjóðverji geti hlaðið Tesluna sína og yljað sér á svölum vetrarnóttum. Yfirvöld Egyptans bíða eftir seðlunum á meðan almúginn líður skort.

Afríkubúum er einnig hótað með viðskiptaþvingunum ef þeir kaupa eitthvað annað en korn og áburð frá Rússlandi. Á meðan er auðvitað lítið amast út í Indverja og Kínverja fyrir að kaupa allt sem Rússar vilja selja.

Kannski við heilögu Evrópubúar séum ekki vaxnir upp úr nýendurtímunum þrátt fyrir allt?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband