Lausnamiðaðir Norðmenn bjarga heiminum

Það getur verið þröngt þetta einstigi sem allar nýjustu dellurnar leggja fyrir okkur. Lífskjör eiga að batna en orkunotkun að minnka. Matvælaframleiðsla þarf að aukast en útblástur þarf að dragast saman. Kynin eiga að vera jöfn en ný kyn verða sífellt til og kalla á aðgerðir gegn mismunun. 

Hérna mæta Norðmenn sterkir til leiks. Þeir ætla sér svo sannarlega ekki að draga úr framleiðslu á orku, sem betur fer. Bráðum streymir norska gasið til Danmerkur og Póllands og hjálpar almenningi þar að halda á sér hita og kveikja ljósin. En um leið vilja þeir jú ekki vera útundan þegar kemur að dellunum. 

Ultimately, a combination of carbon capture, electrification of operations, and recycling of old platforms may mean that Norway can expand its fossil fuel industry and reduce emissions.

Ef bara Þjóðverjar, Hollendingar, Danir og fleiri væru svona lausnamiðaðir. Væru ekki að flýta sér í óbeina þátttöku í staðbundnum átökum og átta sig svo á því að vetur er framundan sem verður kaldari en flestir því orkan er uppurin. Væru ekki búnir að vanrækja fjárfestingu í eigin innviðum í nafni loftslagsbreytinga og halda að mengun sé ekki vandamál ef hún á uppruna sinn í útlöndum. 

Norðmenn eru ágætir. Þeir eru sparsamir, vingjarnlegir og vilja eiga stóra sjóði. Þetta fær þá til að fjárfesta til framtíðar. Og núna njótum við hin þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að hinir sauðheimsku Evrópubúar, sem ekkert hafa fylgst með eða verið í takt við veruleikann þurfi bara að frjósa í hel í massavís.

Þeir læra ekkert, svo Darwin sér um þetta fyrir okkur.

Þeir lifa frekar sem hafa ekki áhyggjur af árstíðunum, og hafa enga trú á ríkisvaldinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.8.2022 kl. 20:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Maður vorkennir fólki sem sér fram á að þurfa flýja inn í opinberar byggingar til að halda á sér hita. Núverandi gasverð þýðir að danskur húseigandi þarf að eyða um 15-30 þús. ISK til að hita upp húsið sitt. Á dag. Nema hann leyfi því bara að kólna. Og Danir sitja á mörgum gaslindum sem þeir hafa vanrækt að rannsaka betur og koma í gang. En norska gasið kemur um áramótin.

Geir Ágústsson, 22.8.2022 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband