Takk fyrir ekkert, Evrópa

Orkuskortur hrjáir Evrópu. Eftir mörg ár af vanrækslu í fjárfestingum í olíu og gasi hefur heimsálfan gert sig gjörsamlega háða innflutningi á orku og stuðst þar fyrst og fremst við Rússland sem er núna á svarta listanum.

Hvað er þá til ráða? Jú, yfirbjóða fátækt fólk í Afríku!

Úr fréttabréfi oilprice.com:

The Egyptian government has approved a plan to ration electricity by 15% across the country – with shops limiting their use of strong lights and air conditioning being kept at no cooler than 25° C – to maximize LNG exports.

Spennandi að vera Egypti núna, ekki satt? Hann slekkur ljósin snemma og svitnar aðeins meira í hitanum svo einhver Þjóðverji geti hlaðið Tesluna sína og yljað sér á svölum vetrarnóttum. Yfirvöld Egyptans bíða eftir seðlunum á meðan almúginn líður skort.

Afríkubúum er einnig hótað með viðskiptaþvingunum ef þeir kaupa eitthvað annað en korn og áburð frá Rússlandi. Á meðan er auðvitað lítið amast út í Indverja og Kínverja fyrir að kaupa allt sem Rússar vilja selja.

Kannski við heilögu Evrópubúar séum ekki vaxnir upp úr nýendurtímunum þrátt fyrir allt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

ESB var með alkyns þvingunaraðgerðir vegna Covid

nú er árás Pútíns talin næg ástæða til að "stjórna" öllu lífi fólks

sem betur fer hló fólk þegar veifað var apabólunni sem "neyðarástandi"

Persónulega efast ég um að allur almenningur sé tilbúinn til að svelta sig vegna Úkraínu þó svo stjórnmálmennirnir berji sér á brjóst og heimti fórnir

Grímur Kjartansson, 12.8.2022 kl. 21:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki langt síðan Úkraína var opinskátt kölluð spilltasta ríki Evrópu.

Spurning hvað milljarðar dollara af ókeypis vopnum og peningum, eftirlitslaust dælt inn í ríkið, geri til að breyta því.

Geir Ágústsson, 12.8.2022 kl. 21:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir voru varaðir við, en hlustuðu ekki.  Sumir þeirra hlógu meira að segja þegar þeim var bent á að þetta gengi ekki upp hjá þeim.

Nú eru bændur um alla Evrópu komnir uppá kant við ríkið af ýmsum ástæðum.

Allt stefnir í uppþot.

Og hvernig bregðast þessir apakettir við?  Jú, þeir heimta meira af aðgerðunum sem skapa vandræðin sem þeir eru búnir að koma sér í.

Vitinu verður aldrei komið fyrir þetta lið.  Forritið er orðið fast í þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.8.2022 kl. 23:32

4 identicon

 "....hefur heimsálfan gert sig gjörsamlega háða innflutningi á orku og stuðst þar fyrst og fremst við Rússland sem er núna á svarta listanum."

Myndirðu þá segja að sú staðhæfing frjálshyggjumanna sé röng, að það sé sama hver baki brauðið?

Bjarni G. (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 07:58

5 identicon

Hvað kemur framboð á rafmagni í Egyptalandi Evrópu við?

Bjarni (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 07:58

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það á ekki að versla við hryðjuverkasamtök.

Theódór Norðkvist, 13.8.2022 kl. 08:43

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fyrir ekki ýkja mörgum vikum sagði Framkvæmdastjóri NATO, Norðmaðurinn Jens Stoltenberg með sínum hlægilega norska framburði og logandi eldmóði í augnaráðinu, á einhverri áróðurs samkomu viljugra þjóða , að okkur Evrópubúum bæri skylda til að leggja stoltir fram fórnir fyrir baráttuna gegn Rússum í Úkraníu.

Persónulega þykir mér þetta ofstæki nánast minna á þegar þúsundir ungra manna t.a.m. á Norðurlöndunum voru í upphafi síðari heimstyrjaldarinnar hvattir af eigin yfirvöldum til að skrá sig í baráttuna með öxulveldunum gegn bolsévismanum á austur-vígstöðvunum. Þess má auðvitað geta að þegar þeir sem lifðu stríðið af og sneru til baka voru umsvifalaust dæmdir og varpað ærulausum í fangabúðir í Þýskalandi.

Ég man heldur ekki betur en að Rússar hafi verið þeir sem lögðu mest af mörkum í baráttunni gegn nasistum - ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því og þar fyrir utan að hafa þeir oftar en einu sinni reynst okkur vinir og veitt okkur Íslendingum aðstoð í orði og borði t.a.m. þegar Bretar beittu okkur ítrekað fantabrögðum - þó það virðist nú líka vera gleymt.

Jónatan Karlsson, 13.8.2022 kl. 09:38

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Punkturinn er þessi: Evrópa er nú að yfirbjóða fátæka Afríkubúa um gasið sem þeir hafa hingað til notið. Skortur í Evrópu færist til Afríku. Og kætast þá klappstýrur nýlenduveldanna gömlu.

Geir Ágústsson, 13.8.2022 kl. 17:10

9 identicon

Punkturinn er þessi: Evrópa er ekki á sama gasmarkaði og Egyptaland.  Egyptaland er nettó-útflytjandi á gasi til miðausturlanda.  Það er engin skortur á gasi í Egyptalandi fyrir tilstuðlan aðgerða Evrópu.  Sama á við um raforku.

Hafi heimsmarkaðsverð á gasi hækkað vegna aðgerða Evrópuríkja þá ætti fyrirsögn þessa pistils að vera: Egyptaland þakkar Evrópu fyrir auknar þjóðadrtekjur.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 17:36

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Áhugaverð skýring, sérstaklega nú þegar hinn almenni Egypti er að upplifa skerðingar til að ryðja fyrir auknum útflutningi á LNG, sem er vel á minnst fljótandi gas og yfirleitt stefnt á fjarlæga markaði.

Heimsmarkaðsverð á gasi er í himinhæðum af mörgum ástæðum, og kannski þeim mun meiri ástæða fyrir Evrópubúa að éta afleiðingar eigin ákvarðana frekar en að yfirbjóða fátæklinega.

Geir Ágústsson, 13.8.2022 kl. 19:44

11 identicon

Eitt stærsta sólarorkuver heimsins er í Marokkó. Sólarrafhlöður eru sífellt að verða ódýrari. Egyptaland og fleiri lönd í Norður Afríku eiga alla möguleika á  að virkja sólarorkuna í stórum stíl á næstu árum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 20:18

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Það er vissulega í kortunum. Í Evrópu sjá menn fyrir sér gríðarlega vetnisframleiðslu með þessari sólarorku sem vitaskuld endar í Evrópu. Þetta er meðal forsenda í stóru verkefni, "European Hydrogen Backbone", sjá skýrslu hér:

https://ehb.eu/files/downloads/ehb-report-220428-17h00-interactive-1.pdf

Ekki endilega slæm hugmynd, en aftur og aftur er Afríka yfirleitt bara hugsuð sem framleiðandi fyrir Evrópu.

Geir Ágústsson, 13.8.2022 kl. 21:24

13 identicon

Staðreyndin er að Egyptaland er útflytjandi á gasi og það gas fer hvorki til Evrópu né Afríku heldur til miðausturlanda.

Niðurstaðan er að Evrópa ber ekki ábyrgð á hækkun á verði gass til Afríku eða egypta.  Þarf ekkert að ræða þetta frekar, þessi pistill þinn er þvæla frá upphafi til enda.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 23:47

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Ég er ekki frá því að allt sem þú hefur kommentað hér sé vitleysa:

Egypt’s LNG exports to Europe receive boost amid gas crisis

Momentum is building for the North African country to reach its ambitions of becoming a regional energy centre, analysts say

An LNG terminal under construction near W

Egypt is beefing up its liquefied natural gas exports to Europe, paving the way to becoming a regional energy centre, as the continent's biggest gas supplier, Russia, disrupts supply.

In the first six months of this year, more than 72 per cent of Egypt’s LNG exports went to Europe, compared with 29 per cent in all of last year, Refinitiv LNG flows data shows.

Although the North African country has limited natural gas itself, paling in comparison to the US, the world's top producer, or Russia in second place, it has built a role through agreements with partners and its strategic geographic location."

https://www.thenationalnews.com/business/energy/2022/07/20/egypts-lng-exports-to-europe-receive-boost-amid-gas-crisis/

Geir Ágústsson, 14.8.2022 kl. 04:40

15 identicon

So what!  Ef Egyptar kjósa að flytja gas til útlanda sem veldur skorti á framboði og hækkandi verði heima fyrir er það Evrópu að kenna og merki um nýlendustefnu?

Þú ert fullur af skít.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.8.2022 kl. 13:43

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Egyptar er peðin sem yfirvöld þeirra eru að fórna. "So what" er merki um siðferðislega afstöðu þína sem ég styð ekki, en þú um það.

Evrópa situr á risastórum gaslindum sem gætu hæglega hafa létt á orkuskorti dagsins í dag, en voru of fínir til þess. Nú má ryksuga upp auðlindir Afríku og hugsa "so what".

Geir Ágústsson, 14.8.2022 kl. 16:02

17 identicon

Evrópa situr ekki á risastórum gaslindum og eru ekki ryksuga upp auðlindir Afríku.  Viðskipti eru viðskipti, jafnræði er á milli aðila viðskiptanna.  En þú ert að rembast af litlum mætti að gera þessi viðskipti að einhverju arðráni.  Þú verður alltaf fyllri og fyllri af skít.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.8.2022 kl. 16:27

18 identicon

Sæll Geir.

Illt er að egna óbilgjarnan! Af hvaða rótum er það runnið,
þetta skefjalausa pólitíska ofstæki gegn Evrópubúum og að þeim
beri að skammast sín fyrir tilvist sína?

Nú ert þú Evrópubúi. Því tekur þú undir það sem þú sjálfur veist
að er ekki annað en pólitískt bragð, þaulæft og vandlega undirbúið?

Ber okkur engin skylda gagnvart afkomendum okkar eða skal allt selt
og falt í hendur annarra.

Nei,sem betur fer þá sjá menn orðið í gegnum vef þennan.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.8.2022 kl. 18:01

19 identicon

Ísland var upphaflega veiðistöð, sennilega löngu áður en það var numið. Það byggðist af fólki sem kom frá NV Evrópu og menning okkar og lífsviðhorf eru líkust því sem þar gerist. Þess er þó ekki að vænta að Ísland sé það fyrsta sem kemur upp í huga Evrópubúans þegar hann vaknar á morgnana.

Eitt sinn sá ég viðtal við Þjóðverja sem hafði víða farið, m.a. til Íslands. Það  sem kom honum mest á óvart var hvað það var stórt, eyðilegt og fámennt. Íbúar Íslands eru álíka margir og í meðalstórri borg í Evrópu.

Ísland er stærra heldur en mörg fjölmenn Evrópuríki og hér eru margar ónýttar auðlindir, ekki síst orka. Kannski lítur einhver vel efnaður Evrópubúi hýru auga til þessara auðlinda, lái honum hver sem vill.

Kannski finnst okkur, nokkrum hræðum á þessu landi, að við ein eigum rétt til þessara auðlinda. En það er ekki víst að allir Evrópubúar séu sömu skoðunar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.8.2022 kl. 22:13

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Evrópa á bara víst mikið af gasi sem yfirvöld víða hafa staðið í vegi fyrir að sækja.

https://www.euractiv.com/section/energy-environment/news/gas-drilling-projects-resurrected-around-europe/

Fá Afríku komu nýlega fram kvartanir yfir því að Evrópa hafi lengi staðið gegn fjárfestingum í olíu og gasi í álfunni en sé núna með ávísanaheftið á lofti að kaupa alla þá orku sem þeir geta, á yfirverði (í verðstríði við fátæklingana).

https://oilprice.com/Energy/Natural-Gas/Europe-Is-Buying-Natural-Gas-At-A-Premium-To-Fill-Up-Its-Storage.html

Annars er listinn yfir rangar fullyrðingar hjá þér orðinn nokkuð langur:

    • Egyptaland á mikið af gasi (nei, þeir kaupa það frá öðrum)

    • Egyptaland ekki að selja LNG til Evrópu (jú, megnið nú til dags)

    • Evrópa á ekki stórar gaslindir

    • Yfirboð Evrópu á orku fátækra Afríkubúa eru bara viðskipti eins og hver önnur

    Hvað næst?

    Geir Ágústsson, 15.8.2022 kl. 06:26

    21 identicon

    As of 2005, Egypt's reserves of natural gas are estimated at 66 trillion cubic feet (1.9×1012 m3), which are the third largest in Africa.[18] Egypt's production of natural gas was estimated at 2,000 billion cubic feet (57×109 m3) in 2013, of which almost 1,900 billion cubic feet (54×109 m3) was domestically consumed.[19]

    Natural gas is exported by the Arab Gas Pipeline to the Middle East and in the future potentially to Europe. When completed, it will have a total length of 1,200 kilometres (750 mi).[20] Natural gas is also exported as liquefied natural gas (LNG), produced at the plants of Egyptian LNG and SEGAS LNG.[21] BP and Eni, the Italian oil and gas company, together with Gas Natural Fenosa of Spain, built major liquefied natural gas facilities in Egypt for the export market, but the plants were largely idled as domestic gas consumption has soared.[22]

    In March 2015, BP signed a $12 billion deal to develop natural gas in Egypt intended for sale in the domestic market starting in 2017.[22] BP said it would develop a large quantity of offshore gas, equivalent to about one-quarter of Egypt's output, and bring it onshore for domestic consumers. Gas from the project, called West Nile Delta, was expected to begin flowing in 2017. BP said that additional exploration might double the amount of gas available.

    In September 2015, Eni announced the discovery of the Zohr gas field, largest in the Mediterranean. The field was estimated at around 30 trillion cubic feet (850×109 m³) of total gas in place.[23][24][25]

    Dolphinus Holdings Ltd provides gas from Israeli fields to Egypt.[26][27][28][29] In November 2019, Egypt signed a number of energy deals at a conference, including a $430-million deal for Texas-based Noble Energy to pump natural gas through the East Mediterranean Gas Co’s pipeline.[30]

    Bjarni (IP-tala skráð) 15.8.2022 kl. 07:53

    22 Smámynd: Geir Ágústsson

    Egyptaland er í 16. sæti yfir ríki með þekktar gaslindir, og sitja á um 1,1% af þekktum gaslindum á heimsvísu. Að það dugi til að koma Eypgtalandi í 3. sæti í Afríku er kannski frekar merki um að menn hafi vanrækt gasvinnslu í Afríku en hitt að þetta sé einhver gasrisi á ferð.

    En takk fyrir þetta. Áhugavert margt.

    Geir Ágústsson, 15.8.2022 kl. 11:14

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband