Enn skal sprautunum otað að börnunum

Fyrir ekki löngu síðan gáfu dönsk sóttvarnaryfirvöld út að börn og ungmenni geti ekki lengur fengið kóvít-sprautur nema að undangenginni læknisrannsókn. Aðalröksemdarfærslan var sú að börn veikist lítið og séu í lítilli áhættu af veirunni. Á milli línanna mátti lesa að áhættan af sprautunum er mögulega talin meiri en af veirunni fyrir langflest börn.

Danir í kringum mig hafa ekki talað um þetta og umfjöllun danskra fjölmiðla hefur verið frekar lítil, þar til núna allt í einu. Í tveimur fréttum á stórum miðli er sagt frá heitum umræðum á samfélagsmiðlum milli ýmissa spekinga um hvernig þetta takmarkaða aðgengi á sprautum fyrir börn sé slæmt, úr takt við önnur ríki og hættulegt börnunum. Allt þetta hófst víst með innleggi áhyggjufullrar móður á samfélagsmiðlum sem óskar einskis heitar en að troða einhverju framandi glundri í börn sín og annarra án þess að þurfa ómaka sig með læknisheimsókn fyrst. Sprauta fyrst, spyrja svo. 

Er þetta byrjunin á einhverjum stærri þrýstingi á að troða nálum í börn eða stormur í vatnsglasi sem gengur hratt yfir vegna áhugaleysis almennings? Það kemur í ljós, en ég er að vona hið síðarnefnda auðvitað. Mín börn hafa sloppið við bæði sprautur og neikvæðar afleiðingar af sprautuleysi (ekki verið mismunað, strítt eða útilokuð frá neinu, og sjálfa veiruna hristu þau af sér á 1-2 sólarhringum), en yfirvöld, blaðamenn og svokallaðir sérfræðingar sem fá borgað fyrir að þylja upp handrit lyfjafyrirtækja kunna alveg að hræða fólk og þá gæti slíkt breyst hratt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband