Skuldsetning skattgreiðenda heldur áfram

Enn og aftur þenur Reykjavíkurborg út skuldir sínar. Það er gert til að standa við kosningaloforð Samfylkingarinnar um að auka skuldir borgarinnar til að "framkvæma" í borginni. Fyrirsjáanlegt, svo ekki sé meira sagt.

Sumir hafa reynt að klína skuldabréfaútgáfu borgarinnar á "endurfjármögnun". Þýðir það að vinstrimenn séu ekki að safna skuldum? Það er nánast óhugsandi. Þeir safna skuldum hvar sem þeir geta, eins mikið og þeir geta, alltaf.

Reynslan segir mér sagt að það er óhætt að ásaka vinstrimenn um skuldasöfnun þar til annað kemur í ljós.

Reynslan af vinstri-borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki gefið mér ástæðu til að víkja frá þumalputtareglu minni.


mbl.is Boða 1,5 milljarðs skuldabréfaútgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband