Vinstrimenn safna skuldum hvar sem þeir geta

Vinstrimenn við völd kunna bara eitt þegar kemur að rekstri hins opinbera: Safna skuldum og hækka skatta. Með öðrum orðum: Eyða um efni fram.

Kópavogur (undir stjórn vinstrimanna) ætlar núna að "gefa út skuldabréfaflokk", sem sagt setja sig í stellingar til að hefja stórkostlega skuldasöfnun.

Í Reykjavík er líka dæmigerð vinstristjórn (með þeirri undantekningu, að borgarstjóri starfar sem einhvers konar "fjölmiðlafulltrúi" til að draga athyglina frá hagstjórninni). Þar var tekinn milljarður að láni í sumar. Þennan milljarð í skuldum þarf núverandi borgarstjórn að taka á sig alein og án þess að geta kennt öðrum um. Raunar var þetta kosningaloforð hjá Degi B. Eggertssyni, sem í raun sér um stjórn borgarinnar bak við tjöldin (a.m.k. hagstjórn):

"Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni"

Nú á að hækka útsvarið í Reykjavík. Í Kópavogi er útsvarið í botni (í bili).

Hækkun skatta og aukin skuldsetning - góð hugmynd?

Að eyða um efni fram er yfirleitt ekki talin góð leið út úr fjárhagsvanda, a.m.k. ekki nefnd sem slík á vef Umboðsmanns skuldara


mbl.is Kópavogur gefur út skuldabréfaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sjálfstæðisflokkurinn búinn að stjórna bænum síðustu 20 ár. Bærinn nú nær gjaldþrota.

Vinstrimenn tóku við stjórninni í vor. Hvernig færðu það út að það séu vinstrimenn sem eru að safna skuldum?

Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft hreinan meirihluta í Kópavogi, en kannski skjátlast mér.

Ég vil heldur ekki gera of mikið úr Sjálfstæðisflokknum. Þar þrífast margir misjafnir sauðirnir.

En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í sveitarstjórnum (a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu), þar er reksturinn skömminni skárri "miðað við fjárhagslega stöðu"; 

http://www.heimur.is/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=4&cat_id=28418&ew_4_a_id=369313

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars finnst mér lítil réttlæting fyrir lántöku fólgin í því að "einhver annar" hafi sett reksturinn í "næstum því" gjaldþrot. Er þá ekki þeim mun meiri ástæða til að hætta að taka lán og byrja að taka til í útgjaldaliðunum og greiða niður skuldir?

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sjálfstæðismennirnir í síðustu bæjarstjórn voru fimm.B æjarstjórinn var Sjálfstæðismaður.

Framsókn var með einn mann. Varla heldur þú því fram Geir að skuldasöfnun bæjarins síðustu árin hafi verið honum að kenna?

Þetta skuldabréfaútboð sem þú bloggar um er til þess að endurfjármagna gamlar skuldir en ekki til þess að auka þær. Enda hefur bærinn ekki til þess heimild frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna mikillar skuldsetningar.

Þú getur kynnt þér betur viðskilnað Sjálfstæðisflokksins í ársreikningum bæjarins:

http://www.kopavogur.is/files/Arsreikn/arsreikn2009.pdf

Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2010 kl. 13:07

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er sjálfsögð og réttmæt gagnrýni á Sjálfstæðismenn (sem og aðra) að benda á skuldasöfnun og að skuldasöfnun sé slæm. Ég hef skammast út í Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár, í Mogganum og víðar. Það tók hrun á hagkerfinu til að hreinsa sósíaldemókratana úr ungliðahreyfingum Sjálfstæðisflokksins. Nú er að vona að restin af flokknum fylgi með. 

Kannski skárri fyrirsögn á þessari færslu væri: "Vinstrimenn ennþá duglegri en aðrir að safna skuldum" eða "Enginn flokkur sýnir skattgreiðendum framtíðar neina miskunn og eyða þeir allir eins og manískur einstaklingur með ótakmarkaðan yfirdrátt".

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 13:48

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Enn og aftur spyr ég. Hvernig færðu það út að vinstrimenn í Kópavogi séu að safna skuldum? Ekkert í fréttinni sem segir að nettó skuldir bæjarins aukist við þetta útboð.

Þvert á móti þarf bærinn að lækka skuldir sínar um 1 milljarð á ári næstu árin. Ef hann gerir það ekki fer hann í fjármálagjörgæslu líkt og Álftanes.

Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2010 kl. 14:19

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hér kemur því tillaga að fyrirsögn:

Vinstri menn í Kópavogi lækka skuldir bæjarins eftir óráðssíu hægrimanna.

Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2010 kl. 14:20

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Í Reykjavík er það yfirlýst kosningaloforð formanns borgarráðs að auka skuldir borgarinnar. Ef milljarðurinn sem Rvk fékk að láni í sumar fór í "endurfjármögnun" þá þætti mér vænt um að fá það skriflegt. Hið sama gildir un "endurfjármögnun" Kópavogs. Ertu með fundargerðir eða álíka plagg sem ég get gluggað í?

Skal með ánægju skamma hinn sósíaldemókrataflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, við fyrsta tækifæri. Til dæmis í Reykjanesbæ, en þar er verið að kafsigla skipinu og bera því við að tekjur hafi ekki aukist eins mikið og áætlanir sögðu til um. Úbbs, sagði sá sem keypti fellihýsi á raðgreiðslum í þeirri von um að fá launahækkun í næstu viku.

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 14:36

9 identicon

Mér sýnist að menn þurfi að fara varlega í staðhæfingum sínum. Bloggstjóri hér tekinn á yppon.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 16:13

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Hugsanlega.

Reynslan segir mér sagt að það er óhætt að ásaka vinstrimenn um skuldasöfnun þar til annað kemur í ljós. 

Geir Ágústsson, 11.11.2010 kl. 16:15

11 identicon

Reynslan sýnir einmitt annað. Það voru hægri menn sem komu því samfélagi á sem leiddi til hruns. Óráðsía í fjármálum. Hitt er míta. Svo hafa vinstri menn bara verið svo sjaldan við stjórn og helst þegar verið er að taka til eftir hægri menn.

Margrét Júlía Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 11:37

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Margrét,

Mér sýnist ríkisstjórnin núna vera að gera allt sem hún getur til að gera illt verra. Og einhvern veginn efast ég um að Samfylkingin hefði afnumið ríkisábyrgðir á innistæðum og fjármálakerfinu í heild með rekstri Seðlabanka Íslands ef hún hefði verið við völd árið 2004 (þegar skuldasöfnun hófst fyrir alvöru á Íslandi).

Geir Ágústsson, 12.11.2010 kl. 11:49

13 identicon

Það er sko við ramman reip að draga og ríkistjórnin hefur fengið plús frá eftirlitsaðilum og og sannarlega ekki að gera illt verra. Meira að segja Árni Sigfúss skuldakóngur orðinn sáttur.  En þú mátt alveg eiga síðasta orðið, enda þitt blogg.

Margrét Júlía Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband