Skref í rétta átt

Stöðnun í íslenskum byggingariðnaði er rökrétt og eðlileg í leiðréttingu hagkerfisins á sprunginni bólunni. Hér var byggt alltof mikið og framboð á húsnæði því töluvert. Ríkið situr auk þess á hundruðum íbúða sem þarf að koma á markað. Verðlækkanir á húsnæði eru framundan. Í kjölfar þeirra getur venjulegt fólk á ný keypt sér húsnæði án þess að skuldsetja sig á bólakaf.

Eftir situr þá hópur sem þarf að bíta í það súra epli að skulda meira í húsnæði sínu en það getur fengið fyrir það á markaði. Ég er í þeim hópi (skulda u.þ.b. tvöfalt markaðsverð í mínu húsnæði). Það er súrt, en nauðsynlegt. Bankar þurfa þá að gera upp við sig hvort er vænlegra: Að henda fólki á götuna ef það getur ekki greitt af lánum sínum, eða fara aðrar og mannúðlegri leiðir.

Annar hópur sem situr eftir eru gjaldþrota byggingafélög. Lánadrottnar þeirra þurfa að leysa þau félög upp og koma fé sem þar er læst í eitthvað annað og arðbærara.

Ríkið þarf svo að skera útgjaldaþörf sína niður um tugi prósenta, greiða upp skuldir, lækka skatta, afnema gjaldeyrishöftin, fella niður alla tolla og innflutningsgjöld, hætta stuðningi við einstaka atvinnugreinar, leggja niður Seðlabanka Íslands og afnema ríkisábyrgðir á öllu, þar á meðan innistæðum og lánum fyrirtækja í opinberri eigu.

Íslenska hagkerfið getur þá byrjað að taka við sér á ný.


mbl.is Ekki byggt minna frá árinu 1940
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband