Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Ringulreið í ráðhúsinu
Það er sama hvernig stjórnmálin í Reykjavíkurborg eru skoðuð: Niðurstaðan er ein stór ringulreið.
Borgarstjórnarfulltrúum á að fjölga og búa þannig til pláss fyrir enn fleiri smáflokka. Það er út af fyrir sig ekki slæmt en þegar allir standa fast á einhverju einu gæluverkefni eða sérmáli er erfitt að ræða stóru málin.
Meirihluti fjögurra flokka virðist ekki geta orðið sammála um neitt nema aukin útgjöld og fleiri gæluverkefni á meðan stjórnarandstaða fjögurra flokka virðist ekki hafa neitt annað til málanna að leggja en einhver önnur gæluverkefni. Vissulega benda sumir flokkar á að borgin er að keyra sig í þrot en slíkar ábendingar drukkna í umræðum um samgöngumannvirki og mæður sem eru fastar heima því útsvarið dugir ekki til að útvega þeim dagvistarpláss.
Það er ekki skrýtið að íbúum nágrannasveitarfélagana er að fjölga mun hraðar en í höfuðborginni. Það heitir að kjósa með fótunum og er mikilvægt aðhaldstæki borgaranna gagnvart yfirvöldum. Það sýnir líka hvað er hættulegt að sameina sveitarfélög of mikið og yfir of stór svæði því þá er erfiðara að kjósa með fótunum og veita þannig yfirvöldum aðhald.
Og af sömu ástæðu er mikilvægt að byrja af alvöru að ræða leiðir sem auðvelda uppskiptingu sveitarfélaga í önnur og minni sveitarfélög eins og ég ræði í þessari grein frá 2014.
Ég vona að sem flestir frambjóðendur í Reykjavík átti sig á því að vandamál borgarinnar er röng forgangsröðun. Það á að vera hægt að sinna allri lögbundinni grunnþjónustu mjög vel fyrir mun lægri skatta og á sama tíma greiða niður skuldir og minnka fjölda opinberra starfsmanna. Skattgreiðendur eru ekki rollur sem má rýja inn að skinni og leyfa þeim svo að frjósa úti. Þeir eiga betur skilið.
![]() |
Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2018
And-réttrúnaðurinn sparkar frá sér
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er að mörgu leyti holdgervingur hins pólitíska rétttrúnaðar. Hann er að tegund fólks sem telur sig hafa fundið upp uppskriftina að umburðarlyndi, sátt og samlyndi, virðingu fyrir öllum og velferð mannkyns... fólkskyns.
Hinn pólitíski rétttrúnaður mætir samt andspyrnu af mörgum toga.
Góð kynning á þeirri andspyrnu er hér:
Dr. Jordan Peterson Political Correctness & Young People
Ég get skrifað meira um þetta áríðandi umræðuefni fljótlega.
![]() |
Trudeau bjó til orðið fólkskyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. febrúar 2018
Listi hugsjónafólks eða tískulisti pólitísks rétttrúnaðar?
Sjálfstæðisflokknum er vandi á höndum, sérstaklega í Reykjavík sem lengi vel var höfuðvígi hans. Vandinn er sá að þar á bæ eru menn hættir að styðja við hugsjónafólk og þess í stað orðnir of uppteknir af skoðanakönnunum. Þetta er ekki nýr vandi. Hann er kannski 20 ára gamall eða meira. Hann er engu að síður raunverulegur.
Dæmi: Það tók örugglega tvö eða þrjú prófkjör meðal flokksmanna til að koma hugsjónamanninum Óla Birni Kárasyni inn sem fyrsta þingmanni (þ.e. ekki sem varamanni).
Dæmi: Það eru til flokkar sem lofa meiri lækkun á ákveðnum sköttum en Sjálfstæðisflokkurinn.
Dæmi: Það eru til útgjaldaliðir hjá ríkissjóði sem Sjálfstæðisflokkurinn styður en ekki allir aðrir flokkar.
Einhvern tímann hefði þetta þótt fáheyrt. Einhvern tímann var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf sá flokkur sem lofaði mestum skattalækkunum og tilheyrandi einkavæðingum sem koma ríkisvaldinu út úr ákveðnum rekstri. Einhvern tímann fannstu aldrei - nema kannski í örfáum undantekningatilvikum sem ég kann ekki skil á - fólk í öðrum flokkum sem talaði opinskátt um mikilvægi hins frjálsa framtaks og hliðstæðu þess: Magurs ríkisvalds sem skattlagði í hófi.
En nú er öldin önnur. Frjálshyggjumönnum gremst þetta því þeir hafa aldrei verið landlausari. Miðjuflokkunum gremst hin aukna samkeppni um atkvæði hinna óákveðnu. Vinstriflokkarnir hafa kannski helst tilefni til að fagna.
![]() |
Margir vilja vera á listanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Hver er hinn kosturinn?
Vestræn fyrirtækja sem koma sér fyrir í vanþróuðum ríkjum uppskera oft hylli íbúa sömu ríkja. Íbúarnir flykkjast inn í verksmiðjur fyrirtækjanna og uppskera þar betri laun, betri aðbúnað og meira starfsöryggi en annars væri í boði.
Þessi ríki eru oftar en ekki óstöðug ríki. Styrjaldir, spilling og valdatogstreita plagar þau. Heimatilbúin viðskiptahöft umlykja þau gjarnan. Það er ekkert sjálfgefið að halda úti rekstri í slíkum ríkjum. Oft þarf lítið að gerast til að reksturinn sé ekki fýsilegur lengur.
Fyrirtæki eins og H&M og Nike uppskera oft mikið lof vestrænna góðgerðarsamtaka sem sjá að þörfin fyrir þau minnkar um leið og störf og framleiðni leysir af örbirgð og fátækt. Eða hvað? Nei, svo er ekki. Menn atast í fyrirtækjunum, og reyna jafnvel að hvetja fólk til að hætta að stunda við þau viðskipti. Stundum hefur sá þrýstingur leitt til að fyrirtækin loka verksmiðjum sínum og starfsmenn þeirra snúa aftur á ruslahaugana í leit að seljanlegu rusli.
Auðvitað eru vestræn fyrirtæki sem stunda viðskipti í vanþróuðum ríkjum ekki heilög. Það er sjálfsagt að fylgjast með þeim og passa upp á að þau beiti ekki starfsmenn sína ofbeldi eða helli eiturefnum ofan í jörðina og spilli landi nágranna sinna. Það þarf hins vegar að breyta viðhorfinu til þeirra almennt. Þau eru auðvitað að leita uppi hæft starfsfólk á góðum kjörum en hin hliðin er sú að þau finna þetta starfsfólk því íbúarnir flykkjast inn í verksmiðjurnar og bæta hag sinn margfalt miðað við aðra valkosti sem standa í boði.
![]() |
Sauma fyrir H&M með 128 kr. á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 2. febrúar 2018
Sveigjanleiki nauðsynlegur
Engin tvö fyrirtæki eru eins. Af hverju semja þá starfsmenn margra fyrirtækja sameiginlega um kjör sín?
Fyrirtækjum er bannað með lögum að eiga svokallað samráð sín á milli. Launafólk er hins vegar hvatt til að eiga samráð sín á milli. Fyrirtæki geta ekki samið við eigin starfsmenn um laun. Nei, hagsmunasamtök fyrirtækja semja við hagsmunasamtök launþega. Fyrir vikið á hvert og eitt fyrirtæki erfiðara með að aðlaga launakostnað að rekstri sínum.
Fyrirtæki sem sjá ekki fram á að geta greitt laun og skilað hagnaði leita annarra leiða. Sum senda starfsemi erlendis. Önnur leggja hreinlega niður óarðbæra starfsemi. Leiðirnar eru margar þegar sú leið að semja beint við starfsmenn sína lokast.
Eftir hrunið 2008 gripu margar verkfræðistofur til þess ráðs að semja við starfsmenn sína um lækkað starfshlutfall. Það var gert til að geta forðað starfsmönnum frá uppsögnum og týna þannig reynslu þeirra. Þegar árferðið batnaði var lítill vandi að auka starfshlutfallið aftur. Þetta var hægt því hægt var að semja milliliðalaust. Þetta er svigrúm sem mörg fyrirtæki hafa ekki. Þá er eina úrræðið að koma starfsmönnunum út úr fyrirtækinu.
Norræn hagkerfi hafa lengið geta aðlagast breyttum aðstæðum með miklum sveigjanleika á atvinnumarkaði - það er bæði létt að ráða og reka. Eru Íslendingar að missa þessa aðlögunarhæfni?
![]() |
Iðnaður að fara í harða lendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018
Borgarlína eða bíll - röng uppstilling
Auðvitað mun Borgarlínan ekki minnka umferð að ráði. Þeir sem nota bíl gera það af mörgum ástæðum, ekki bara til að drepa stóran hluta tíma síns í umferðinni. Margar þessara ástæða koma því ekkert við að strætóar, lestir og hjólastígar geta komið manni sjálfum líkamlega frá einum stað til annars (verslunarferðir, skutl með krakkana, leiðangur í ÁTVR).
(Í framhjáhlaupi má kannski nefna að það gæti minnkað umferð um einhver brot af prósenti að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Þá þyrfti fólk síður að fara í sérstakan bíltúr til að krækja í bjórkippu.)
Sé raunverulegur ásetningur að liðka til fyrir umferðinni án þess að þekja borgina í malbiki eru til margar aðrar leiðir en rándýrar línur sem ryðja bara annarri umferð inn á færri akreinar.
Sumar þessara leiða blasa við (heimila Uber og aðrar leigubílaþjónustur eða svokallaðar farveitur, einkavæðing strætó og opnun á frekari aðkomu einkaaðila að skutli, lækkun skatta á bifreiðar og eldsneyti og upptaka vegatolla í staðinn sem yrðu verðlagðir eftir eftirspurn). Aðrar þurfa að koma í ljós með samspili fyrirtækja og fólks á frjálsum markaði.
Ferðalangar í vegakerfinu hafa gríðarlega greiðslugetu eins og sést á hárri skattlagningu á bifreiðar og eldsneyti og háum rekstrarkostnaði bíla. Um leið hafa þeir mikla þolinmæði eins og sést á því að þeir skafa frekar bíl og moka innkeyrslu en hoppa í strætó, og þola frekar umferðarteppur en rólegheitin í strætó. Þetta er milljarðamarkaður sem mörg fyrirtæki yrðu ólm að koma inn á. Reykjavík gæti kennt heiminum í eitt skipti fyrir öll hvernig má sameina dreifða byggð af ódýru húsnæði og sveigjanlegar samgöngur á takmörkuðu vegakerfi. Hvernig? Það mun markaðurinn leiða í ljós.
Það mistókst að miðstýra iðnaðarframleiðslu í Sovétríkjunum. Miðstýring umferðar hefur ekki gengið betur, mun ekki ganga betur og á að gefast upp á að reyna fjarstýra frá ráðhúsinu.
![]() |
Segir áhrif borgarlínu ofmetin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2018
Þessir greyið unglingar geta aldrei gert neitt rétt
Það er greinilega alltaf erfitt að vera unglingur. Maður getur aldrei gert neitt rétt!
Einu sinni þótti sennilega slæmt að hanga of mikið með vinum sínum. Unglingar létu sig hverfa að heiman svo tímunum skiptir og komu jafnvel ekki í kvöldmat. Í staðinn voru þeir að brasa langt fram á kvöld, jafnvel að prófa landadrykkju, eiturlyf og kynlíf á vel völdum leynistöðum. Þetta var auðvitað hræðilegt.
Einu sinni voru þeir of mikið í herbergjum sínum að horfa á sjónvarp eða hlusta á tónlist og einangra sig frá umheiminum.
Núna eru þeir of mikið heima í símanum. Þeir eru hættir að upplifa lífið og hittast til að prófa sig áfram í íþróttum og félagsstarfi (eða áfengisneyslu).
Ég ætla alls ekki að gera lítið úr þeirri vanlíðan sem samfélagsmiðlar geta valdið mörgum. Þar á sér stað hörð keppni um athygli og velvilja annarra, jafnvel á fölskum forsendum. Foreldrar eiga að vera vakandi og reyna eftir fremsta megnið að halda uppi opnum samræðum við ungmenni sín.
En mikið er samt erfitt að vera unglingur að því er virðist.
![]() |
Þurfum við læk til að líða vel? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. janúar 2018
Hver á að ráða?
Ekki ætla ég að tjá mig mikið um lagatæknileg atriði í ráðningarferlinu í kringum Landsdóm.
Ég spyr hins vegar: Vilja menn að kjörnir fulltrúar, eða aðilar ríkisstjórnar sem starfar fyrir þingmeirihluta, ráði, eða einhver annar?
Það voru einhverjir sem kusu þingmennina og þingmenn velja ráðherra (sem yfirleitt eru þingmenn líka). Um embættismennina, nefndirnar, sérfræðingana og skýrsluhöfundana gildir önnur saga.
Þeir sem kusu þingmennina vildu hafa áhrif á það hvernig landinu er stjórnað.
Mér finnst eins og sífellt sé gert minna úr umboði þingmanna til að hafa áhrif á mál ríkisins. Hvernig stendur á því? Vantreysta menn þingmönnum? Falla menn kylliflatir fyrir því þegar einhver kallar sig sérfræðing?
Persónulega vona ég að dómsmálaráðherra standi af sér storminn sem er búið að þyrla upp í vatnsglasinu því hún er einn af mínum eftirlætisþingmönnum. Það kemur því þó ekki við að almennt finnst mér sífellt verið að taka fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum og þeir oft settir til hliðar þegar einhver er búinn að semja skýrslu eða álitsgerð. Það er slæmt og dregur úr vægi lýðræðisins.
Eða til hvers voru menn þá að kjósa? Svo pappírana frá Brussel megi stimpla?
![]() |
Ég tek auðvitað ábyrgðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. janúar 2018
Hvernig á að gera eitthvað dýrt ódýrt?
Það hefur lengi vafist fyrir stjórnmálamönnum og ákveðnum tegundum hagfræðinga hvernig á að gera eitthvað dýrt ódýrt.
Sumir hafa lagt til að koma á algjörri ríkiseinokun. Það tryggi stærðarhagkvæmni sem skili sér í lægra verði.
Sumir hafa lagt til að veita niðurgreiðslum til rekstursins og þá venjulega til ákveðinna útvalinna aðila. Vonin er sú að það leiði til lækkunar á verðlagi.
Sumir hafa lagt til beinan ríkisrekstur sem er fjármagnaður með blöndu af skattfé og sértekjum svokölluðum, eða eingöngu með skattfé. Þannig megi tryggja ákveðið aðhald. Ekki sé endilega fjárfest í rándýrri tækni af nýjustu gerð en það tryggt að einhvers konar rekstur sé í boði fyrir þá sem þurfa á honum að halda á mjög hóflegu verði og með notkun biðraða til að stilla af eftirspurn.
En þá segja sumir: Hvað með að koma ríkisvaldinu algjörlega út úr rekstrinum - bæði afskiptum af honum og fjármögnun - og lækka frekar skatta og fækka aðgangshindrandi reglum og búa til algjörlega frjálsan markað?
Fáránlegt! hrópa þá sumir. Hvernig á mýgrútur einkaaðila að sinna svona litlum markaði? Það er einfaldlega of dýrt að koma sér upp nauðsynlegum búnaði. Einkaaðilar hugsa bara til skemmri tíma og blóðmjólka markaðinn áður en þeir leggja upp laupana. Einkaaðilar kunna ekki að lesa öryggisleiðbeiningar, tengja fjarskiptabúnað, grafa leiðslur í jörðu og hella malbiki á jörðina.
En ég spyr á móti: Hafa menn ekki lært neitt af reynslunni?
![]() |
Innanlandsflugið allt að tvöfalt dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. janúar 2018
Hvað með að afnema tekjuskatta?
Nýlega voru vörugjöld afnumin og nánast allir tollar. Þetta hefur skilað sér í lægra vöruverði. Hvað með að afnema tekjuskatta og lækka stórkostlega veltutengda skatta á rekstur fyrirtækja næst? Það yrði fljótt að skila sér í vasa launþega, sérstaklega þeirra lægst launuðu.
Sé ekki pólitísk stemming fyrir því mætti í staðinn tvöfalda persónuafsláttinn og gera þannig stóra hluta launþega skattfrjálsa. Í staðinn ætti ríkið ekki að hækka aðra skatta heldur minnka útgjöld sín. Þar með færðist eyðsla á launum launþega frá ríki til launþeganna sjálfra. Er það ekki notaleg tilhugsun?
Það er ekki hægt að knýja á um hærri laun með einhverjum töfrastaf. Ráðstöfunartekjur hækka þegar fyrirtæki hafa meira til ráðstöfunar, skattar á laun lækka eða kaupmáttur gjaldmiðilsins hækkar, svo dæmi séu tekin. Séu fyrirtæki knúin til að borga meira í laun en þau ráða við bregðast þau við með því að segja upp fólki. Það er vonandi ekki ósk annarra en stjórnmálamanna í fílabeinsturnum.
Íslensk verkalýðsbarátta miðar byssunni að röngum blóraböggli. Það er ríkisvaldið sem gleypir helming landsframleiðslunnar og megnið af því ofáti er fjármagnað af venjulegu launafólki með skerðingu á launum þeirra.
![]() |
Skammist sín ekki fyrir léleg kjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |