Þessir greyið unglingar geta aldrei gert neitt rétt

Það er greinilega alltaf erfitt að vera unglingur. Maður getur aldrei gert neitt rétt!

Einu sinni þótti sennilega slæmt að hanga of mikið með vinum sínum. Unglingar létu sig hverfa að heiman svo tímunum skiptir og komu jafnvel ekki í kvöldmat. Í staðinn voru þeir að brasa langt fram á kvöld, jafnvel að prófa landadrykkju, eiturlyf og kynlíf á vel völdum leynistöðum. Þetta var auðvitað hræðilegt.

Einu sinni voru þeir of mikið í herbergjum sínum að horfa á sjónvarp eða hlusta á tónlist og einangra sig frá umheiminum.

Núna eru þeir of mikið heima í símanum. Þeir eru hættir að upplifa lífið og hittast til að prófa sig áfram í íþróttum og félagsstarfi (eða áfengisneyslu). 

Ég ætla alls ekki að gera lítið úr þeirri vanlíðan sem samfélagsmiðlar geta valdið mörgum. Þar á sér stað hörð keppni um athygli og velvilja annarra, jafnvel á fölskum forsendum. Foreldrar eiga að vera vakandi og reyna eftir fremsta megnið að halda uppi opnum samræðum við ungmenni sín. 

En mikið er samt erfitt að vera unglingur að því er virðist.


mbl.is „Þurfum við „læk“ til að líða vel?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Skólayfirvalda kyrrsetusjúkdómar 10 ára þrælahalds-grunnskólaskyldu er um það bil að heilsuskaða og drepa börn og unglinga heilaþvottastöðvanna.

Heilaþvottastöðvarnar lögskylduðu eru kallaðar "Grunnskólar".

Og meira að segja taldir nauðsynlegir "Grunnskólar"?

Ef foreldrar voga sér að ætla að taka ábyrgð á börnum sínum í dag, þá koma hörmunganna hersveitir skólastjórnanna, og glæpabarnaverndar hreppapólitíkin hótandi og barnarænandi! Og barnsrán eru gerð lögleg af þessum heilaþvottakerfum?

Ég ætla ekki að segja meir um þetta þrælakyrrsetu barnaskóla glæpakerfi núna. Ég hef hreinlega ekki þrek í meiri útskýringar núna.

En ég hef ekki sagt mitt síðasta orð um glæpastjórnsýslunnar sjúkdóma framkallandi þrælahalds-grunnskólana á Íslandi.

Og ef einhver heldur að sækja megi velferðar eftirhermu-aðferðir til Noregs þegar kemur að barna og unglingavernd, þá bið ég góðan Guð almáttugan um að hjálpa fólki frá þeirri Noregs-barnaverndarstefnu!

Einkavædd barnaráns óverjandi glæpamafíustjórnsýslu-"barnavernd", þarna í Noregi, núorðið. Fréttir frá Noregi síðustu misserin eru ógnvekjandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Alvarlega slæmt var það Norska barnaverndarkerfi fyrir nokkrum árum síðan, og óverjandi er það Norska kerfi orðið í dag.

Þá treysti ég þó barnaverndarnefnd á Íslandi betur heldur en barnaverndarnefndarmafíunni í Noregi! Og þá er mikið sagt, þegar einhverri barnaverndarnefnd er verr treystandi, heldur en barnaverndarnefnd á Íslandi!

Lengi getur nefnilega vont versnað á fjölmiðla-ljúgandi Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2018 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband