Listi hugsjónafólks eða tískulisti pólitísks rétttrúnaðar?

Sjálfstæðisflokknum er vandi á höndum, sérstaklega í Reykjavík sem lengi vel var höfuðvígi hans. Vandinn er sá að þar á bæ eru menn hættir að styðja við hugsjónafólk og þess í stað orðnir of uppteknir af skoðanakönnunum. Þetta er ekki nýr vandi. Hann er kannski 20 ára gamall eða meira. Hann er engu að síður raunverulegur.

Dæmi: Það tók örugglega tvö eða þrjú prófkjör meðal flokksmanna til að koma hugsjónamanninum Óla Birni Kárasyni inn sem fyrsta þingmanni (þ.e. ekki sem varamanni). 

Dæmi: Það eru til flokkar sem lofa meiri lækkun á ákveðnum sköttum en Sjálfstæðisflokkurinn.

Dæmi: Það eru til útgjaldaliðir hjá ríkissjóði sem Sjálfstæðisflokkurinn styður en ekki allir aðrir flokkar.

Einhvern tímann hefði þetta þótt fáheyrt. Einhvern tímann var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf sá flokkur sem lofaði mestum skattalækkunum og tilheyrandi einkavæðingum sem koma ríkisvaldinu út úr ákveðnum rekstri. Einhvern tímann fannstu aldrei - nema kannski í örfáum undantekningatilvikum sem ég kann ekki skil á - fólk í öðrum flokkum sem talaði opinskátt um mikilvægi hins frjálsa framtaks og hliðstæðu þess: Magurs ríkisvalds sem skattlagði í hófi. 

En nú er öldin önnur. Frjálshyggjumönnum gremst þetta því þeir hafa aldrei verið landlausari. Miðjuflokkunum gremst hin aukna samkeppni um atkvæði hinna óákveðnu. Vinstriflokkarnir hafa kannski helst tilefni til að fagna.


mbl.is Margir vilja vera á listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband