Hver er hinn kosturinn?

Vestræn fyrirtækja sem koma sér fyrir í vanþróuðum ríkjum uppskera oft hylli íbúa sömu ríkja. Íbúarnir flykkjast inn í verksmiðjur fyrirtækjanna og uppskera þar betri laun, betri aðbúnað og meira starfsöryggi en annars væri í boði. 

Þessi ríki eru oftar en ekki óstöðug ríki. Styrjaldir, spilling og valdatogstreita plagar þau. Heimatilbúin viðskiptahöft umlykja þau gjarnan. Það er ekkert sjálfgefið að halda úti rekstri í slíkum ríkjum. Oft þarf lítið að gerast til að reksturinn sé ekki fýsilegur lengur.

Fyrirtæki eins og H&M og Nike uppskera oft mikið lof vestrænna góðgerðarsamtaka sem sjá að þörfin fyrir þau minnkar um leið og störf og framleiðni leysir af örbirgð og fátækt. Eða hvað? Nei, svo er ekki. Menn atast í fyrirtækjunum, og reyna jafnvel að hvetja fólk til að hætta að stunda við þau viðskipti. Stundum hefur sá þrýstingur leitt til að fyrirtækin loka verksmiðjum sínum og starfsmenn þeirra snúa aftur á ruslahaugana í leit að seljanlegu rusli.

Auðvitað eru vestræn fyrirtæki sem stunda viðskipti í vanþróuðum ríkjum ekki heilög. Það er sjálfsagt að fylgjast með þeim og passa upp á að þau beiti ekki starfsmenn sína ofbeldi eða helli eiturefnum ofan í jörðina og spilli landi nágranna sinna. Það þarf hins vegar að breyta viðhorfinu til þeirra almennt. Þau eru auðvitað að leita uppi hæft starfsfólk á góðum kjörum en hin hliðin er sú að þau finna þetta starfsfólk því íbúarnir flykkjast inn í verksmiðjurnar og bæta hag sinn margfalt miðað við aðra valkosti sem standa í boði.


mbl.is Sauma fyrir H&M með 128 kr. á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óttalegt öfgahægri bull er þetta.

Þessi vestrænu fyrirtæki hafa að sjálfsögðu efni á að greiða mun hærri laun í vanþróuðum ríkjum, án þess að hækka vöruverðið í verslunum sínum á Vesturlöndum.

Fyrir fólk sem lifir í örbirgð skiptir hver Bandaríkjadalur fyrir hverja unna stund gríðarmiklu máli en fyrirtækin nær engu.

Þorsteinn Briem, 4.2.2018 kl. 21:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað leggur þú til?

Geir Ágústsson, 4.2.2018 kl. 21:19

3 Smámynd: Mofi

Þetta er einfaldlega skynsemi. Ef að góða fólkið fengi að ráða þá væri fólk í vanþróuðu löndunum í ennþá værri málið, allt af því að góða fólkið vill gera gott og slá sig til riddara í sinni fáfróðu tilraun til þess að berjast fyrir lítil magnann. Eins og aðeins það hefur hag annara fyrir brjósti og allir sem hafa aðra skoðun er vont fólk.  Guð forði forði okkur öllum frá kærleika góða fólksins.

Mofi, 4.2.2018 kl. 21:38

4 identicon

Geir Ágústsson, fullkomlega rétt hjá þér.
Krata pakkið á vesturlöndum hefur þúsundir mannslífa á samviskunni einmitt vegna svona skrifa. Þessi frétt kemur frá kratasónvapi í Svíþjóð og er ekki í fyrst skiptið sem þeir leika þennan leik og höfða til heimska vinstra liðsins að versla ekki við þessi fyrirtæki.
Ef verksmiðjurnar loka, sem er ósk kratana, þá verður fólk atvinnulaust og hungur og barnadauði er ófrávíkjanlegur. Sænskir fjölmiðlar hafa gert þetta áður með hrikalegum afleiðingum bæði í Pakistan og Indlandi. Fyrir nokkrum árum var 11 ára drengur skotinn í höfuðið í Pakistan vegna afskipt sænsku kratasjónvarpsstöðvarinnar af barnaþrælkun í landinu. Fyrirtæki mistu viðskipt og börnunum var fleigt á götuna þar sem þau dógu úr hungri. Mörg stúlkubörn björguðu sér með vændi. Svona vinna kratar. 

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 00:23

5 identicon

Þrælahaldarar og þeir sem stunda eða styðja kúgun og ill meðferð á verkafólki eru gjarnir á að nota þessi rök. Kalla það jafnvel skynsemi. Þetta eru "Það er betra að vera nauðgað af einum og fá kartöflu en fjórum og fá ekkert og þess vegna ætti ekki að berjast gegn stökum nauðgunum" rökin.

Og það er einnig áberandi að sömu menn vilja leggja niður verkalýðsfélög. Gjarnan með þeim rökum að starfsmönnum vegnaði betur í samningum við fyrirtækin án aðkomu verkalýðsfélaga. Það er samt nokkuð ljóst hver kjör verkafólks eru þar sem verkalýðsfélög starfa af krafti. Og hver staða einstaklingsins er þar sem hann þarf að taka því sem fyrirtækið ákveður einhliða eða svelta ella.

Gústi (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 00:43

6 identicon

This kid was a real hero!

Gústi (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 00:46

7 identicon

Og ótrúlega algengt að þegar fyrirtækin kaupa dauðasveitir til að kæfa baráttu verkafólksins þá kenni siðlaus ómennin þeim sem vilja berjast fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum um morðin.

Gústi (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 00:57

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Geir,

Því miður er réttur verkafólks í textíl afskaplega lítill og fyrirtæki nýta sér örbyrgð fólks til að fá vinnu sem ódýrast.  Ég skil vel þörfina fyrir ódýrt vinnuafl, en það snýst ekki allt um það.    Föt, sem kosta 3-5 dollara að búa til, klæði og vinna, eru svo seld fyrir 20 sinnum hærra verð á vesturlöndum.  Hagnaðurinn rennur allur í vasa alþjóðafyrirtækja, sem er alveg nákvæmlega sama um fólkið, sem heldur þessum fyrirtækjum gangandi.  Sum fyrirtæki hafa verið að snúa þessari þróun við en eiga langt í land með að greiða sanngjarnt verð fyrir vinnu.  Er þessi vinna betra en ekkert?  Að sjálfsögðu!  En það á ekki að vera afsökun fyrir því að arðræna fólk sem á ekki bót fyrir rassinn á sér.  Það þarf að vera ákveðin skynsemi í rekstri og sókn í óðahagnað gengur yfirleitt ekki upp til lengdar.  Íslendingar prófuðu það 2008 og árin á eftir meðan velferðakerfi fjármálafyrirtækjanna tók landið í ósmurt til að geta grætt fimm hundruð milljarða á nokkrum árum!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 5.2.2018 kl. 03:28

9 Smámynd: Mofi

Hvað er að því að fyrirtæki bjóði atvinnu og þeir sem vilja atvinnu frekar en að vera atvinnulausir hafi frelsi til að taka þá vinnu?  Alvöru barátta er auðvitað að berjast fyrir því að það sé komið vel fram við verkafólk en ég held að flest öll eðlileg fyrirtæki vita að aðeins ef að fyrirtæki kemur vel fram við fólkið sitt fær það góða vinnu frá því.  

Mofi, 5.2.2018 kl. 09:54

10 identicon

Gústi, hvaða dauðasveitir eru að kæfa baráttu verkafólksins?
Í vanþróuðum múslímskum löndum í Afríku eru engin baráttuöfl verkalýðsins.
Þetta fólk er margfalt fátækara og vanmáttugra en þú gerir þér grein fyrir.
Mest öll arðsemi í þessum löndum fara í vasa einræðisherra sem baða sig í gulli og gersemum og gefa skít í fólkið. Athugaðu það, að helmingur múslima á þessari jörð, 700.000.000 eru hvorki læsir né skrifandi og unnið markvist að því að svo sé.
Þú átt að fylgjast betur með.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 11:28

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Alþjóðleg stórfyrirtæki eru galopin fyrir gagnrýni. Fréttin sýnir að svo sé - blaðamenn fá að taka viðtöl við starfsfólkið og heyra það kvarta undan launakjörum sínum. Fréttin birtist í vestrænum fjölmiðlum. Fyrirtækið bregst væntanlega við með því að sýna hvað það skapaði mörg störf, hvað launakjörin eru góð miðað við aðra valkosti íbúanna og hvað mikið af lífi myndast í hagkerfinu vegna fjárfestinar þess sjálfs - bæði beint og óbeint.

Neytendur halda vonandi ró sinni og treysta því að blaðamenn þefi uppi ummerki þrælahalds, eitrunar á fólki og umhverfi eða lífshættulegar vinnuaðstæður. Neytendur treysta því vonandi líka að ef lögbrot eru framin, eða brot á alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi, þá verði viðeigandi yfirvöldum gert viðvart.

En þar til eitthvað slíkt er afhjúpað verða menn að treysta því að fólk sem labbar sjálfviljugt inn á vinnustað, vinnur þar fullan vinnudag og þiggur laun fyrir, þá sé spangólið úr fílabeinsturnum vestrænna sófaspekinga innantómt.

Lífskjarabætur á Vesturlöndum komu á undan verkalýðsfélögum og allskyns lögum um vinnuaðbúnað og lögbundin hlunnindi. Verkalýðsfélögin og yfirvöld hafa hins vegar tekið heiðurinn, af einskærri góðmennsku. 

Geir Ágústsson, 5.2.2018 kl. 13:17

12 identicon

 https://www.amnesty.org.uk/most-dangerous-activism

"...Here are the six most risky kinds of activism.

1. Labour rights activism

Trade unionists and those who stand up for labour rights threaten the interests of powerful corporations, making them frequent targets of attack.

Óscar López Triviño was shot and killed in Colombia in November 2013 for his work protecting the rights of workers at the Nestlé plant in Bugalagrande. His colleague José was shot at by motorcyclists the following year, but thankfully survived.

2,863 trade unionists and union members were killed between 1986 and 2011 according to the National Trade Union School.

The killings have slowed down in recent years, but even so 186 labour rights activists were killed between 2010 and 2015, mostly union leaders.

South America is the most dangerous part of the world to be a labour rights activist, with trade unionists in nine countries killed in 2016 according to the International Trade Union Confederation (ITUC).

2. Journalism...."

 ---"....  

Indivisible Human Rights: The Relationship of Political and Civil ...

https://books.google.is/books?isbn=1564320847

Human Rights Watch (Organization) - 1992 - ‎Basic needs

"Export processing zones", for example, often ban labor organizing to keep costs down and lure multinational investors. In the long run, ... In most countries where "death squads" are active, or where the government arbitrarily arrests and "disappears" citizens, union leaders and members are among the first to be victimized.-------"

Gústi (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 13:22

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, það gengur ýmislegt á þegar menn geta ekki átt friðsamleg samskipti og viðskipti.

Geir Ágústsson, 7.2.2018 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband