Hvað með að afnema tekjuskatta?

Nýlega voru vörugjöld afnumin og nánast allir tollar. Þetta hefur skilað sér í lægra vöruverði. Hvað með að afnema tekjuskatta og lækka stórkostlega veltutengda skatta á rekstur fyrirtækja næst? Það yrði fljótt að skila sér í vasa launþega, sérstaklega þeirra lægst launuðu.

Sé ekki pólitísk stemming fyrir því mætti í staðinn tvöfalda persónuafsláttinn og gera þannig stóra hluta launþega skattfrjálsa. Í staðinn ætti ríkið ekki að hækka aðra skatta heldur minnka útgjöld sín. Þar með færðist eyðsla á launum launþega frá ríki til launþeganna sjálfra. Er það ekki notaleg tilhugsun?

Það er ekki hægt að knýja á um hærri laun með einhverjum töfrastaf. Ráðstöfunartekjur hækka þegar fyrirtæki hafa meira til ráðstöfunar, skattar á laun lækka eða kaupmáttur gjaldmiðilsins hækkar, svo dæmi séu tekin. Séu fyrirtæki knúin til að borga meira í laun en þau ráða við bregðast þau við með því að segja upp fólki. Það er vonandi ekki ósk annarra en stjórnmálamanna í fílabeinsturnum

Íslensk verkalýðsbarátta miðar byssunni að röngum blóraböggli. Það er ríkisvaldið sem gleypir helming landsframleiðslunnar og megnið af því ofáti er fjármagnað af venjulegu launafólki með skerðingu á launum þeirra.


mbl.is Skammist sín ekki fyrir léleg kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sendi einum þingmanninum póst, rétt fyrir kosningar um þessi mál.  Þessi þingmaður hafði ekki fyrir því að svara og ekki ætla ég að segja hver þessi þingmaður var.  Innihaldið var að ef persónuafslátturinn hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá upphafi (1988), væri hann í dag 68.290 krónur (þessi tala er miðuð við 1.október 2017).  Og að besta kjarabótin væri að tekjur að 310.000 krónum yrðu SKATTFRJÁLSAR, til þess að svo yrði þyrfti skattprósentan í neðra þrepinu að fara í 22,95% og persónuafslátturinn upp í áðurnefnda upphæð.  En á móti væri hægt að láta efra skattþrepið byrja í 450.000 krónum.  Með þessu móti yrðu tekjuskattur af 311.000 - 450.000 mjög lágir og yrði þetta það sem kæmi láglaunafólki best og kostaði ríkið ekki nein ósköp.

Jóhann Elíasson, 29.1.2018 kl. 14:56

2 identicon

Jóhann þú veist að vinstrið myndi aldrei samþykkja þetta, ástæðan er einföld,því að þetta gefur þeim sem eru með hærri tekjur líka skattleysis mörk upp á 310.000 og það má sko alls ekki, alveg sama þó að þetta nýtist tekjulágum alveg helling.

Halldór (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 10:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það voru nákvæmlega þessi rök, sem þú setur fram hérna Halldór, sem Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi Félagsmálaráðherra beitti fyrir sig gegn HÆKKUN persónuafsláttar í Kastljósviðtali og stjórnandi þáttarins sagði ekki orð.... wink

Jóhann Elíasson, 30.1.2018 kl. 12:01

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú þegar eru tekjulágir nettó-skattþiggjendur á Íslandi. Það er þó ekki við þá að sakast heldur ríkisvaldið eyðsluglaða. Ríkisvaldið ætti að reyna draga úr umfangi sínu sama hvað fjármálaráðherra tautar og raular um tímasetningar skattalækkana. 

Geir Ágústsson, 31.1.2018 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband