Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Miðstýringin

Miðstýring hefur kosti og galla.

Kostir miðstýringar eru hraðari ákvarðanatökur, lítil yfirbygging og skjótar boðleiðir. Þegar yfirboðarinn segir eitthvað þá fer allt kerfið af stað, strax. Þegar einveldiskonungur vill fara í stríð þá er stríði lýst yfir. Þegar herforingi vill skjóta þá er skotið.

Ókostirnir blasa líka við. Í stað þess að neyðast til að ræða málin og fá allar upplýsingar á borðið er hægt að taka ákvörðun byggða á magatilfinningunni einni. Mótvægi, gagnrýni, skoðanaskipti og aðhald eru ónauðsynleg fyrirbæri nema stjórnandinn nenni að hlusta og velji að hlusta.

Sóttvarnaraðgerðir eru á könnu ríkisvaldsins og embættismanna þess. Þar eru vissulega haldnir fundir og menn ræða saman en allt fer samt fram í lokuðum fundarherbergjum og ákvarðanir eru teknar sem gilda strax. Með öðrum orðum: Miðstýring.

Þess vegna eru hnefaleikar þar sem tveir einstaklingar anda ört framan í hvorn annan nú orðnir að líkamsrækt, jafngildi þess að einn maður sitji úti í horni í vel loftræstu og sótthreinsuðu rými og lyfti þar lóðum.

Þess vegna eru nú hópsmit meðal háaldraðra sjúklinga á spítala jafngildi grunnskólabekkjarins þar sem nokkrir krakkar sitja við borð og horfa á kennara, og kannski allir smitaðir en enginn veikur.

Þess vegna eru nú kylfingurinn og rjúpnaskyttan, einir eða með einum félaga á risastórri grasflöt eða heiði, jafngildi handboltaliðsins þar sem fólk andar ört í lokuðu rými í lengri tíma.

Þess vegna eru smit eini mælikvarðinn, óháð því hver smitast eða í hvaða ásigkomulagi viðkomandi er. Að margir eða fáir séu á spítala eða að látast er aukaatriði. Aðgerðir miðast við smit.

Svo já, miðstýring sóttvarnaraðgerða hefur reynst samfélaginu þungbær, rétt eins og miðstýring á öðrum sviðum og öðrum tímum. En sem betur fer eru nú að fæðast gagnrýnisraddir.


mbl.is Tekjufall nemur rúmum milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstéttin færir sig um set

Blaðamaður vekur athygli á því að frambjóðandi demókrata sé í fyrsta sinn að sigra í ríkinu Arizona síðan árið 1996. Sennilega tengir blaðamaður það við persónutöfra Biden án þess að segja það berum orðum en hver ætli raunverulega ástæðan sé?

Kannski er hún sú að fólksflóttinn frá Kaliforníu ("California exodus") og til t.d. Arizona sé farinn að hafa áhrif á atkvæðavægið (Demókratar unnu Arizona með litlum 11 þús. atkvæðum). Þeir sem flýja taka með sér atkvæðaseðlana sem benda á demókrata. Það breytist ekki. Vinstrimenn verða áfram vinstrimenn þótt þeim takist að flýja skatta vinstrimanna.

Árið 2019 flutti yfir hálf milljón Kaliforníubúa inn í Texas. Trump tók Texas með um 600 þús. atkvæða mun. Hvað gerist ef hálf milljón bætist við í ár og aftur það næsta? Vinna Demókratar þá Texas, eitt höfuðvígi Repúblikana? Eða munu innfæddir í Texas endurmennta nýju nágrannana sína? Tíminn mun leiða það í ljós.

En Demókratar eru ekki bara að breiða úr sér með því að óánægðir demókratar í Kaliforníu hreiðri um sig í öðrum fylkjum til að flýja háa skatta demókrata í Kaliforníu en kjósa svo með háum sköttum frá demókrötum í Washington. Þeir hafa líka uppi áform um að bæta Puerto Rico og District of Columbia við Bandaríkin sem fullgildum ríkjum og þar sem kjósendur þessara svæða eru yfirgnæfandi vinstrisinnaðir þá mun slík aðgerð tryggja Demókrötum völdin í öldungaþingi Bandaríkjanna um ókomna framtíð. Snjallt, ekki satt?

Bandaríkin eru að breytast á róttækan hátt. Vonum að það muni á einn eða annan hátt verða því ágæta fólki sem þar býr til góðs, þótt ég telji það ólíklegt.


mbl.is Biden tryggði sér sigur í Arizona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veirumynd dagsins

COVID-19 dauðsföll

Munum að fjöldi smita og fjöldi dauðsfalla eru ekki samhangandi stærðir. Fjöldi smita er gjörsamlega gagnslaus mælistika á aðgerðir sem eiga að bjarga mannslífum.


Hver fær fyrstu nálina?

Bóluefni til að verja fólk gegn COVID-19 verður bráðum aðgengilegt. Virkni þess er auðvitað ekki þekkt að fullu, hugsanlega verða einhverjar hliðarafleiðingar af því að láta sprauta sig með því og erfitt verður að segja nákvæmlega hvernig yfirvöld í hinum og þessum ríkjum ætla að sleppa kverkatakinu af samfélagi og hagkerfi eftir því sem fleiri eru bólusettir.

En hverjir fá fyrstu skammtana?

Samkvæmt WHO eiga þessir hópar að vera í forgangi:

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mikilli eða mjög mikilli smithættu.
  • Fólk sem skilgreint er í áhættuhópi vegna aldurs. Aldursviðmiðið skuli hvert ríki ákveða fyrir sig.

Skynsamlegt, eða hvað?

Í Bandaríkjunum tekur nýr forseti bráðum við og einn af hans ráðgjöfum í veirumálum er maður að nafni Dr. Zeke Emanuel, gamall Obama-maður.

Hann vill ekki að þeir öldruðu fái fyrstu skammtana af bóluefninu. Það sparast jú svo fá æviár á slíku. Að auki finnst honum lítið varið í einstaklinga yfir 75 árum að aldri, þar með talið sjálfan sig þegar hann nær þeim aldri. 

Svo hvort er sniðugra að fylgja leiðbeiningum WHO eða eins af helstu ráðgjöfum verðandi Bandaríkjaforseta? Þetta verður spennandi umræða!

Persónulega ætla ég ekki að láta bólusetja mig, a.m.k. ekki sjálfviljugur. Frekar vil ég finna einstakling með COVID-19, láta hann hósta framan í mig og vinna svo að heiman í nokkra daga á meðan líkaminn vinnur vinnuna sína. Þetta er ekki nálgun sem ég ætla að mæla með við neinn en tel hana henta mér. 


mbl.is Fékk hvalreka vegna bóluefnisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hey þú, takk!

Dómsmálaráðherra, sem um leið er ung kona sem man væntanlega vel eftir sínum skólaböllum og hvernig hún eignaðist hrúgu af vinum og kunningjum á göngum mennta- og grunnskóla sinna, skrifar í blaðagrein í dag:

Þú ert allt unga fólkið sem er að upp­lifa skrýtna tíma sem eng­inn gat séð fyr­ir. Jú, vissu­lega erum við öll sam­an í þessu en það má sér­stak­lega minn­ast þeirra fórna sem þú ert að færa á meðan þetta ástand var­ir. Takk fyr­ir að standa í þessu með okk­ur.

Gott og vel. Það er auðvitað hægt að halda í sér andanum og rembast við að synda yfir 25 metra sundlaug. Vandamálið er bara að núna er þessi sundlaug orðin 50 metrar, og sennilega endar hún á að verða 75 metrar eða 100 metrar. Fáir hafa þrek í slíkt kafsund. Sumir drukkna. Aðrir ákveða að koma upp á yfirborðið og vonar að enginn rétti þeim sektarmiða. Þetta nær einfaldlega ekki lengra. Úthaldið er búið.

Grímurnar veita falskt öryggi.

Ungt fólk veikist varla og hvað þá deyr af veirunni sem er talin svo hættuleg.

Þeir sem eru með veikt ónæmiskerfi af einhverjum ástæðum vita í 99% tilfella af því, og þeir eiga auðvitað að passa sig og láta aðra vita af ástandi sínu.

Úthaldið er búið og það ætti ekki að þakka fyrir að vera á mörkum þess að drukkna. Þess í stað á að gefa fólki á ný súrefni: Nám, vinnu, félagslíf, fjölskyldu, vini, vonir og lífsgleði.

Unga fólkið heyrir: Takk! 

Það ætti þess í stað að heyra: Lifðu!


Næsta veira

Óneitanlega finnst mér kaldhæðnislegt að menn séu að ræða byggingu 15000 manna áhorfendastúku þegar yfirvöld banna fleirum en 10 að hittast í einu og allar íþróttir sem fela í sér félagsskap bannaðar.

Því hvað gerist á næsta ári, eða því þarnæsta, eða því þarþarnæsta, þegar næsta nýja veira fer á stjá og fólk fær ekki að smitast af henni? Lokanir, samkomubönn, grímur, þvingaðar lokanir fyrirtækja (oft bótalaust) og ýmislegt fleira er nú orðið nokkuð sem yfirvöld leyfa sér að grípa til (að fyrirmynd kínversku kommúnistanna). Það eru nýmæli og um leið fordæmi. Fordæmi eru oft endurnýtt og jafnvel sett í lög.

Um leið er hughreystandi að það eigi að setja stórfé í nýjar áhorfendastúkur því þegar næsta veira fer á stjá þá standa þær tómar sem áminning um að stundum gerir hægri hönd hins opinbera eitthvað sem sú vinstri veit ekki af.


mbl.is Viðræður um nýjan þjóðarleikvang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oxford, Harvard og Stanford til þjónustu reiðubúin!

Þrír sérfræðingar í smitsjúkdómum, frá einhverjum virtustu háskólum heims, rituðu nýlega eftirfarandi orð:

Those who are not vulnerable should immediately be allowed to resume life as normal. Simple hygiene measures, such as hand washing and staying home when sick should be practiced by everyone to reduce the herd immunity threshold. Schools and universities should be open for in-person teaching. Extracurricular activities, such as sports, should be resumed. Young low-risk adults should work normally, rather than from home. Restaurants and other businesses should open. Arts, music, sport and other cultural activities should resume. People who are more at risk may participate if they wish, while society as a whole enjoys the protection conferred upon the vulnerable by those who have built up herd immunity.

Ég er viss um að verðandi forseti Bandaríkjanna ráði þetta fólk í teymi sitt. Hví ekki?


mbl.is Biden vill vísindamenn í kórónuveiruteymið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmorðsbylgjan sem mun eyða fleiri mannslífum en veira

„Við erum að sjá trausta náms­menn í Berg­inu sem aldrei hafa verið í vand­ræðum í skóla upp­lifa mik­inn vanda til að ná utan um náms­efnið eins og ætl­ast er til,“ skrifar Sig­urþóra Bergs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bergs­ins headspace, á Face­book.

Sjálfsmorðsbylgja er hafin og skammdegið, brottfallsbylgja úr framhaldsskólum, atvinnuleysið og jólahátíð á atvinnuleysisbótum er ekki að fara hægja á henni.

Fjölgun sjálfsmorða ungs fólks miðað við meðaltalsár verður miklu meiri en mannfall vegna veiru. Með öðrum orðum: Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða munu taka miklu fleiri mannslíf en sjálf sóttin, og jafnvel sóttin án lífshættulegra sóttvarnaraðgerða ef miðað er við ríki eins og Svíþjóð. 

Því vissulega þarf að bregðast við sótt með aðgerðum. En að innleiða bannvænar aðgerðir? Þá er betur heima setið en af stað farið.

Blaðamenn eru aðeins byrjaðir að ranka við sér úr rotinu eftir að fólk í framlínunni fór að benda á fjölgun sjálfsvígshugsana og sjálfsvíga og benda á aukið brottfall úr skólum og mannskemmandi aðstæður unga fólksins sem hefur verið þjakað af vanlíðan og þunglyndi síðan í vor.

Hið opinbera var með eitt verkefni - eitt verkefni! ("you had one job!"): Verja viðkvæma hópa. Það mistókst í haust eins og myndin hér að neðan sýnir (heimild) og síðan hafa nokkrir einstaklingar, allir yfir áttrætt, látist. En sú tölfræði sem er ekki mjög aðgengileg er fjölgun sjálfsvíga, sett í samhengi við sóttvarnaraðgerðir, og auðvitað brottfallið úr skólum og íþróttum. Hið stóra samhengi er ekki í boði.

onejob

Blaðamenn, boltinn er hjá ykkur!


Skítur og kúkur

Biden vs. Trump: Skítur vs. kúkur.

Biden þjáist af elliglöpum og ef/þegar hann nær kjöri verður honum fljótlega ýtt til hliðar. Róttækir sósíalistar taka við. 

Trump er dónalegur ruddi og ef hann nær endurkjöri verða á honum engar hömlur - engir fyrirvarar vegna komandi kosninga.

Kannski þessar kosningar séu upphafið á endinum á Bandaríkjunum eins og við þekkjum þau í dag? Bæði hægrimenn og vinstrimenn hugleiða nú klofning frá alríkinu á einn eða annan hátt. Límið sem áður hélt yfir 300 milljóna ríki saman er orðið ansi dauft og klofningur rennur þvert á mörg svið samfélagsins. Kannski skilnaður sé betri en slæm sambúð, eða eins og segir á einum stað:

Americans by and large are lovely people—open, generous, friendly, and quick to forgive. A hyperpoliticized environment, where everything is existential and rooted in race, sex, and sexuality, is deeply at odds with our character and well-being. We deserve to live peaceably as neighbors, even if that means breaking up and creating new political entities.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurgreiðslubær

Á Húsavíkursvæðinu er nú að rísa hverfi sem mætti kannski, með tíð og tíma, kalla Niðurgreiðslubær. Þar á ekkert arðbært að rísa.

Þar er verksmiðja sem hlaut og hlýtur enn gríðarlega meðgjöf frá skattgreiðendum. Má þar nefna rándýr jarðgöng sem eru frátekin fyrir flutningabíla.

Nú á þar að rísa verksmiðja sem sýgur loft inn og breytir í eldsneyti sem kallast grænt. Að vísu sé ég ekki mikið tal um sóun á fé skattgreiðenda en það hlýtur að vera hluti af viðskiptaáætlunni. Á meðan geta Íslendingar notið milljarðanna sem erlendir fjárfestar setja í verkefnið og um leið seinustu leifanna af lofttegundaóttanum sem mun hryngja eins og spilaborg þegar Jörðin fer fyrir alvöru af kólna, vegna minnkandi sólvirkni. Og fólk fer að þyrsta í verðmætaskaðandi iðnað sem þarf hagkvæma orkugjafa.


mbl.is Nýtt lofthreinsiver bindur 1 milljón tonna af CO2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband