Oxford, Harvard og Stanford til þjónustu reiðubúin!

Þrír sérfræðingar í smitsjúkdómum, frá einhverjum virtustu háskólum heims, rituðu nýlega eftirfarandi orð:

Those who are not vulnerable should immediately be allowed to resume life as normal. Simple hygiene measures, such as hand washing and staying home when sick should be practiced by everyone to reduce the herd immunity threshold. Schools and universities should be open for in-person teaching. Extracurricular activities, such as sports, should be resumed. Young low-risk adults should work normally, rather than from home. Restaurants and other businesses should open. Arts, music, sport and other cultural activities should resume. People who are more at risk may participate if they wish, while society as a whole enjoys the protection conferred upon the vulnerable by those who have built up herd immunity.

Ég er viss um að verðandi forseti Bandaríkjanna ráði þetta fólk í teymi sitt. Hví ekki?


mbl.is Biden vill vísindamenn í kórónuveiruteymið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lyfjarisarnir leyfa það aldrei.

Ragnhildur Kolka, 8.11.2020 kl. 20:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt bara rhetorík í kallinum.

Ég meina, það er ekki eins og Trump & co hafi notast við Vúdú, eins og hann virðist vera að ýja að.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2020 kl. 21:01

3 identicon

"Þrír sérfræðingar í smitsjúkdómum, frá einhverjum virtustu háskólum heims" eru ekki sammála nokkur þúsund sérfræðingum í smitsjúkdómum, frá einhverjum virtustu háskólum og heilbrigðisstofnunum heims. Fyrir utan það að aðeins einn þessara þriggja er hægt að kalla sérfræðing í smitsjúkdómum, hinir eru meira í lyfjatengdri hagfræði og tölfræði og eins miklir sérfræðingar í smitsjúkdómum og Kári Stefánsson, sem einnig hefur ákveðnar skoðanir.

Álitið var heldur ekki sett fram í nafni Oxford, Harvard og Stanford heldur nafni mjög pólitískrar stofnunar hægri öfgamanna sem, til dæmis, hefur hvatt Brasilíu til að eyða regnskógunum og segir hlýnun jarðar vera litla og viðráðanlega. Stofnunar sem fordæmir verkalýðsfélög og telur þrældóm réttlætanlegan og að mengun, hættulegar vinnuaðstæður og plágur eigi ekki að fá að trufla gróðasöfnun fyrirtækja.

Það er nokkuð víst að trúverðugleiki fólksins er í ruslinu. Þetta fólk, og þessi stofnun, var í teymi Trumps og embættin sem þau vonuðust eftir hjá Trump eftir sigur hans verða þeim ekki boðin hjá Biden.

Og Ragnhildur Kolka, lyfjarisarnir teldu sig hafa himin höndum tekið ef þetta fólk kæmist að til að ráða einhverju. Innihaldslýsingar og kostnaðarsamar prófanir áður en lyf eru sett á markað yrðu óþarfar og allar hirslur lyfjarisanna mundu fyllast af gulli.

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2020 kl. 21:55

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig er hægt að vera svona mikill kjáni, Vagn?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.11.2020 kl. 22:10

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna er svolítil samantekt yfir banvænar hliðarafleiðingar lokana og fletjunar á samfélagi og hagkerfi:

https://tomwoods.com/death-by-lockdown/

Það er fyrir löngu orðið tímabært að einhver blaðamaður eða fjölmiðill fari að ræða hið stóra samhengi.

Geir Ágústsson, 9.11.2020 kl. 07:35

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Og svona aðeins til að slá á samsæriskenningarnar í kringum Great Barrington Declaration þá hefur einn af höfundum hennar þetta að segja:

https://www.dailymail.co.uk/debate/article-8899277/Professor-Sunetra-Gupta-reveals-crisis-ruthlessly-weaponised.html

Þarna kemur margt athyglisvert fram:

- Hún skilgreinir sig sem vinstrimann

- Hún hefur orðið fyrir grófum og ítrekuðum persónuárásum síðan hún, sem vísindamaður, fór að tjá sig um sérsvið sitt af því hún vogaði sér að mæla gegn lokunum með banvænum hliðarafleiðingum

- Vinstrifjölmiðlar eins og The Guardian vilja ekki koma hennar sjónarhorni að og hún velur því að birta grein sína í Daily Mail, svolítið þvert á geð sitt

Stórmerkilegt allt saman. 

Geir Ágústsson, 9.11.2020 kl. 08:35

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Embættismannakerfið snýst ekki um fólkið heldur valdið. Þetta er mjög ljóst undanfarna daga. Trump setti sig upp á móti embættismannakerfinu sem auðvitað hataði hann. Fjölmiðlar, þegar þeir skilgreindu Biden sigur, elta embætismannakerfið. Meira segja maður úr embætismannakerfinu, Macron, er farinn að setja spurningamerki við kerfið er hann vill gera breytingar á Schengen. Ritskoðun fjölmiðla og samfélagsmiðla í kosningum USA mun hafa þær afleiðingar að fólkið mun hafna þessu miðlum í auknum mæli. Þetta sést einnig í því að fólk hlýðir minna í faraldrinum en í vor (sést vel á bílaumferð á höfuðborgasvæðinu um helgina).

Varðandi faraldurinn mun þríeykið aldrei viðurkenna að það gerði risamistök í haust. Illa undirbúin og vantaði sameiginlegar aðgerðir. Það tók bara 6 mánuði að stofna neyðarteymi ef smit kæmu á hjúkrunarheimilum. Ef þau væru ekki alltaf í fjölmiðlum þá kannski hefðu þau tíma til að vinna þessa vinnu miklu fyrr.

Í síðustu viku komu tvær fréttir um smit þar sem grímur voru notaðar. Í Ölduselskóla voru notaðar grímu. Í stað þess að reyna sjá notkunargildi gríma þá eru allir neyddir til að nota grímu í matvöruverslunum þótt vitað sé að líkur á smiti þar eru hverfandi. Greiningarvinna um aðgerðir eru engar en fátað í myrkri að einhverri niðurstöðu og í stað þess að viðurkenna mistök er haldið áfram á sömu leið.

Rúnar Már Bragason, 9.11.2020 kl. 09:23

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi grein Gupta er mjög góð. Hvet alla til að lesa hana. Gupta er vinstri-sósíalisti og virtur vísindamaður, en fær ekki rúm í vinstrablaðinu Guardian. Öðruvísi mér áður brá!

Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2020 kl. 11:34

9 identicon

Gupta er reyndar ekki virtur vísindamaður og hvort hún segist vera vinstri, upp, fram eða Boeing 747 skiptir ekki neinu máli og er ekki marktækt. Rasistar segjast ekki vera rasistar, fangar segjast allir vera saklausir og fasistar vinstri-sósíalistar. Félagsskapurinn, styrktaraðilar og boðskapurinn segja hana annað en hún segir sjálf. Jafnvel Trump mundi ekki kalla hana vinstri manneskju.

Vagn (IP-tala skráð) 9.11.2020 kl. 12:08

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú ert ansi langt leiddur með álhattinn að reyna sjá hægrimennsku í öllum sem styðja ekki við lokanir og stofufangelsi á heilbrigðu fólki.

Hún er prófessor við Oxford og kallar sig vinstrimanneskju og hefur unnið með veirur í mörg ár. Allt kemur þetta fram í greininni sem þú last greinilega ekki.

Og hún vill hleypa samfélaginu í gang og boðar þá skoðun án þess að hljóta fyrir það umbun - þvert á móti hlýtur hún fyrir það ófrægingarherferð frá Vögnum þessa heims.

Geir Ágústsson, 9.11.2020 kl. 13:54

11 identicon

Speglar eru eldgömul og sniðug uppfinning. Það gott fyrir þá sem kalla aðra kjána að eiga svoleiðis.

ls (IP-tala skráð) 9.11.2020 kl. 14:27

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Skoðanir eins og þær sem þessi Vagn setur fram eru alveg frábært dæmi um hvað gerist þegar fordómafullt og illa gefið fólk tekur upp á því að reyna að komast að niðurstöðum. Það fer allt í graut hjá því, sósíalistar breytast í fasista, þeir sem ekki vilja bíða eftir bóluefnum verða fulltrúar lyfjafyrirtækja, virtir fræðimenn verða menntaskólakrakkar, tillögur um miðstýrða félagslega skipulagningu verða að frjálshyggju, og svo framvegis. Allt verður samsæriskenningunum að vopni.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2020 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband