Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Afsökunarsamfélagið

Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni á auglýsingu Bestu deildanna sem frumsýnd var á kynningarfundi Bestu deildar karla í síðustu viku. Af hverju ekki? Einhver sagði eitthvað um kynjajafnrétti og þrátt fyrir að menn hafi lagt ýmislegt á sig til að forðast gagnrýni þá dugði það ekki til. Þá þarf vitaskuld að biðjast afsökunar og lofa því að gera eitthvað annað.

Við erum annars vegar orðin svo upptekin af kynfærum fólks að ekkert annað kemst að. Við erum hins vegar orðin svo upptekin af því að kynfæri þýði ekkert - segi ekkert til um kyn til dæmis - að ekkert annað kemst að. Og einhvern veginn kemst hvoru tveggja að, endalaust og ítrekað.

Mér var einhvern tímann kennt að meta fólk að verðleikum. Ertu góð manneskja eða slæm? Góð í vinnunni eða léleg? Kurteis eða ókurteis? Fyndin eða ófyndin? Þetta hefur einhvern veginn mótað mig og um leið gert mig gamaldags, úr takt við tímann, a.m.k. ef maður fær heimsmynd sína frá fjölmiðlum og þeim sem komast að í þeim.

Um leið þarf að biðjast afsökunar á öllu mögulegu: Gömlum og nýjum þáttum og bíómyndum, málverkum og bókmenntum, svo eitthvað sé nefnt. Úrelt! Dónalegt! Fordómafullt! 

Maður veltir því fyrir sér hvort það séu ekki þeir sem hæst góla um umburðarlyndi og fordómaleysi sem eru einmitt hið andstæða: Þeir fordómafyllstu og síst umburðarlyndir. 


mbl.is Svara gagnrýni um ójafnt kynjahlutfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta veira

Óneitanlega finnst mér kaldhæðnislegt að menn séu að ræða byggingu 15000 manna áhorfendastúku þegar yfirvöld banna fleirum en 10 að hittast í einu og allar íþróttir sem fela í sér félagsskap bannaðar.

Því hvað gerist á næsta ári, eða því þarnæsta, eða því þarþarnæsta, þegar næsta nýja veira fer á stjá og fólk fær ekki að smitast af henni? Lokanir, samkomubönn, grímur, þvingaðar lokanir fyrirtækja (oft bótalaust) og ýmislegt fleira er nú orðið nokkuð sem yfirvöld leyfa sér að grípa til (að fyrirmynd kínversku kommúnistanna). Það eru nýmæli og um leið fordæmi. Fordæmi eru oft endurnýtt og jafnvel sett í lög.

Um leið er hughreystandi að það eigi að setja stórfé í nýjar áhorfendastúkur því þegar næsta veira fer á stjá þá standa þær tómar sem áminning um að stundum gerir hægri hönd hins opinbera eitthvað sem sú vinstri veit ekki af.


mbl.is Viðræður um nýjan þjóðarleikvang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband