Afsökunarsamfélagið

Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni á auglýsingu Bestu deildanna sem frumsýnd var á kynningarfundi Bestu deildar karla í síðustu viku. Af hverju ekki? Einhver sagði eitthvað um kynjajafnrétti og þrátt fyrir að menn hafi lagt ýmislegt á sig til að forðast gagnrýni þá dugði það ekki til. Þá þarf vitaskuld að biðjast afsökunar og lofa því að gera eitthvað annað.

Við erum annars vegar orðin svo upptekin af kynfærum fólks að ekkert annað kemst að. Við erum hins vegar orðin svo upptekin af því að kynfæri þýði ekkert - segi ekkert til um kyn til dæmis - að ekkert annað kemst að. Og einhvern veginn kemst hvoru tveggja að, endalaust og ítrekað.

Mér var einhvern tímann kennt að meta fólk að verðleikum. Ertu góð manneskja eða slæm? Góð í vinnunni eða léleg? Kurteis eða ókurteis? Fyndin eða ófyndin? Þetta hefur einhvern veginn mótað mig og um leið gert mig gamaldags, úr takt við tímann, a.m.k. ef maður fær heimsmynd sína frá fjölmiðlum og þeim sem komast að í þeim.

Um leið þarf að biðjast afsökunar á öllu mögulegu: Gömlum og nýjum þáttum og bíómyndum, málverkum og bókmenntum, svo eitthvað sé nefnt. Úrelt! Dónalegt! Fordómafullt! 

Maður veltir því fyrir sér hvort það séu ekki þeir sem hæst góla um umburðarlyndi og fordómaleysi sem eru einmitt hið andstæða: Þeir fordómafyllstu og síst umburðarlyndir. 


mbl.is Svara gagnrýni um ójafnt kynjahlutfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist að þeir sem tala svo mikið fyrir umburðarlyndi og fordómaleysi séu einmitt þeir sem vilja refsa, slaufa og senda menn í útlegð sem hafa aðra sýn en þau sjálf.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2023 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband