Þetta brjálaða álag

Hið opinbera á Íslandi er djúpt sokkið í skuldafen, vanrækslu á innviðum, biðlista og óráðsíu. Sérstaklega á þetta við um ríkisvaldið og Reykjavík og ekki skrýtið að hið opinbera tileinki hreinlega heilan degi til nýsköpunar í opinberum sparnaði.

Það mætti því ætla að verið sé að skera niður, fækka starfsmönnum, forgangsraða verkefnum, endurhugsa áætlanir, hlúa að því sem þarf að laga frekar en blása í nýjar töfralausnir og gera ýmislegt annað sem hægir á lántökum og skattahækkunum og lágmarkar skerðingar í grunnþjónustu.

En nei, það er öðru nær. Úr starfsauglýsingu hjá Reykjavíkurborg:

Við bjóðum upp á:

  • Fyrsta flokks vinnustað og vinnuumhverfi
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
  • Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
  • Krefjandi og skemmtileg verkefni
  • Sálrænt öryggi og skapandi menningu
  • Góða liðsheild og góð samskipti
  • Samkennd og virðing
  • Þekkingarumhverfi
  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Sveigjanleika á vinnutíma
  • Heilsu- og samgöngustyrk
  • Sundkort
  • Menningakort

Kaldhæðinn maður gæti umorðað listann einhvern veginn svona:

  • Við vitum ekkert hvað þú átt að gera. Þú finnur út úr því
  • Þú þarft ekki að gera mjög mikið. Vinnuvikan er stutt og fríin eru löng
  • Þú getur unnið þegar þú nennir. Það er enginn að bíða eftir neinu frá þér
  • Starfið snýst um að vera svolítið skemmtilegur og fjölbreyttur og halda uppi fjörinu
  • Langtímamarkmiðin eru loðin og fjarlæg og óþarfi að hafa áhyggjur af þeim
  • Við tryggjum þér allskonar aðgang að afþreyingu og afslöppun enda verður þú með nægan frítíma

Ekki slæmt fyrir sveitarfélag á hvínandi kúpunni. Á ekki að henda í umsókn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband