Úr hringrás í hringavitleysu

Mikið er nú lagt á okkur til að koma á svokölluðu hringrásarhagkerfi, þar sem hráefni eru nýtt og endurnýtt eins mikið og hægt er til að hægja á þörf okkar fyrir ný hráefni. Sem dæmi má nefna að áldósin getur orðið að varahlut í bíl, dagblöðin geta orðið að eggjabökkum og matarúrgangur getur orðið að áburði. 

Þetta hringrásarhagkerfi virkar samt ekki og ætti miklu frekar að kalla hringavitleysuhagkerfi. 

Hringrásarhagkerfið var miklu frekar í gangi á árum áður. Rusli var safnað og það flokkað af fagmönnum. Sumt var urðað, þ.e. úrgangi breytt í jarðveg. Sumt var þvegið, svo sem gosflöskurnar sem voru úr gleri, nema þær sem voru brotnar niður og notaðar sem hráefni í eitthvað annað. Stundum má nota úrgang til orkuframleiðslu. Vöruflutningar snérust um að koma varningi til fólks og úrvinnsla úrgangs snérist um að nýta hann í nærumhverfinu.

Í dag er öldin önnur. Núna eru skip fyllt með úrgangi af ýmsu tagi og honum siglt á fjarlægja áfangastaði. Pappírinn fer til Svíþjóðar. Plastið til Englands. Eða eitthvað slíkt. Stórir og hagkvæmir ruslabílar eru orðnir að flota minni bíla sem sækja hver sinn úrgang. Fólk þarf að keyra langar leiðir á móttökustöðvar með takmarkaðan opnunartíma til að losna við ruslið sem er þess á milli að taka upp pláss í upphituðu húsnæði. 

Hringrásarkerfið er orðið að hringavitleysu og verðmiðinn hefur hækkað töluvert í kjölfarið, nú fyrir utan að það er orðið mjög erfitt fyrir fólk að losna við ruslið. 

Unga fólkið í dag telur sig vera miklu umhverfisvænna en eldri kynslóðir. Það er rangt. 

Hinu opinbera er ekki hægt að treysta fyrir mörgu öðru en að tryggja langar biðraðir fólks sem er að reyna fylla út flókin eyðublöð til að geta stundað löglega starfsemi. Það svíkur okkur í innviðamálum, heilbrigðismálum og menntamálum og svo sannarlega þegar kemur að því að sækja rusl og farga á skynsamlegan hátt.

Kannski er komin þörf á að hugleiða nýjar lausnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Takk fyrir áhugaverðan pistil.  Því mundi ég vilja bæta, að þjónustan og aðgengi á móttökustöðvum Sorpu hefur heldur ekki batnað með árunum.

Áður fyrr var opið til kl. 19.30 á stöðvunum á virkum dögum, því var breytt (í hagræðingarskyni, þótt það hafi verið kynnt sem „bætt þjónusta“, af því helgaropnunartíminn var víst lengdur um HÁLFTÍMA, hvorki meira né minna) og nokkur undanfarin ár hefur því eingöngu verið opið til kl. 18.30.

Eitt sinn var móttökustöð í hrauninu í Garðabæ (u.þ.b. þar sem Cintamani er nú), sem hentaði vel íbúum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.  Þeirri stöð var lokað og í staðinn opnuð ný stöð laaangt í burtu á Álfhellu í Hafnarfirði, næstum því 15 mín. lengra í burtu á bíl (í dæmigerðri umferð).

Einu sinni var hægt að keyra „í gegnum“ móttökustöðina á Dalvegi í Kópavogi.  Gamla útaksturshliðinu var hins vegar mörgum (farsælum) árum síðar lokað og umferð út úr stöðinni beint til baka sömu megin og ekið er inn í stöðina, með tilheyrandi fækkun akreina (úr tveimur í eina) inn í stöðina.

Síðan þá hefur verið mjög óþægilegt að nota stöðina vegna bílabiðraða, sem myndast við innganginn — og menga að auki loftið í kring á meðan beðið er —, stundum jafnvel martröð, þegar tuttugu bílar bíða, eftir að starfsmaður afgreiði ökumann bíls, sem  næstur er í biðröðinni og þarf að greiða fyrir „farminn“, sem hann er með.

Ég kvartaði einu sinni yfir því að hafa þurft að bíða í tólf mínútur bara til að komast inn á stöðina og henda tveimur heypokum, vegna hægrar afgreiðslu á örfáum bílum í röðinni, sem reyndust vera með gjaldskyldan úrgang, og af hverju ég og aðrir þurftum að bíða eftir þeim, þegar við blasti, að mjög lítið var að gera inni á sjálfri stöðinni á meðan og nóg pláss fyrir fleiri bíla til að losa strax úrgang, en slíkar furðulegar biðraðir höfðu jú aldrei tíðkast í gamla daga, en kallinn á vakt þar hafði auðvitað engin sérstök svör við því og sagði því bara:  Já, svona er lífið bara.

Alfreð K, 2.4.2023 kl. 23:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Alfreð,

Takk fyrir þessa lýsingu úr hinu daglega lífi. Nú er ég ekki búsettur í Reykjavík en hef heyrt fleiri svona sögur. Ég er í fjésbókar-hópi íbúa í einu hverfi Reykjavíkur og þar var um daginn kvartað mikið yfir ákveðnu svæði sem fólk virtist vera að nota eins og Sorpu, nema öllu ruslinu auðvitað bara hrúgað saman. Kannski neyðarúrræði þeirra sem koma einfaldlega ekki ruslinu í burtu öðruvísi, eða leti, eða hvoru tveggja, og skyldi þá engan undra. 

Vegna heypokanna: Ég reikna með að þú tæmir þá næst í næsta skurð. 

Geir Ágústsson, 3.4.2023 kl. 05:40

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Já hringavitleysan er nú enn meiri.

Breytingin á Sorpu dalvegi var vegna þess að útkeyrslan var í einkaeigu en hins vegar stendur til að loka þeirri stöð. Einnig í Seljahverfi og líka niður við Elliðaá.

Eftir stendur þá að stöð er vestur í bæ, útjaðri Hafnfjarðar, í Mosfellsbæ og svo einhversstaðar í útjaðri austurhluta höfuðborgasvæðisins. Fólk þarf sem sagt að keyra langar leiðir til að losna við sorpið. Mikil umhverfisvernd það.

Rúnar Már Bragason, 3.4.2023 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband