Skítur og kúkur

Biden vs. Trump: Skítur vs. kúkur.

Biden þjáist af elliglöpum og ef/þegar hann nær kjöri verður honum fljótlega ýtt til hliðar. Róttækir sósíalistar taka við. 

Trump er dónalegur ruddi og ef hann nær endurkjöri verða á honum engar hömlur - engir fyrirvarar vegna komandi kosninga.

Kannski þessar kosningar séu upphafið á endinum á Bandaríkjunum eins og við þekkjum þau í dag? Bæði hægrimenn og vinstrimenn hugleiða nú klofning frá alríkinu á einn eða annan hátt. Límið sem áður hélt yfir 300 milljóna ríki saman er orðið ansi dauft og klofningur rennur þvert á mörg svið samfélagsins. Kannski skilnaður sé betri en slæm sambúð, eða eins og segir á einum stað:

Americans by and large are lovely people—open, generous, friendly, and quick to forgive. A hyperpoliticized environment, where everything is existential and rooted in race, sex, and sexuality, is deeply at odds with our character and well-being. We deserve to live peaceably as neighbors, even if that means breaking up and creating new political entities.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

"Poor kids are just as bright and just as talented as white kids." /Joe Biden

Ég á ekki að vera kvelja mig með svona áhorfi, úff.

Geir Ágústsson, 5.11.2020 kl. 11:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Góð greining, og já Biden er ekki beint að meika það vitsmunalega.

En hví ætti Trump að vera verri næst en hann var núna.

Ekki gleyma að bak við twitterinn og fjölmiðlaframkomuna er maður sem á vissan hátt blés lífi í bandarískan efnahag.

Og þegar allt er talið, þá reyndist hann vera meiri friðarins maður en flestir aðrir forsetar síðustu áratugi.

Svo??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2020 kl. 16:32

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Trump var sennilega sterkastur þar sem áhrif hans komu minnst fram: Í að hringja í mann og annan og fá þá til að ræða málin. Fjöldi friðarsáttmála, ef svo má kalla, er að fæðast beint og óbeint vegna áhrifa frá Trump og hans fólks.

Og með því að herja á ríkisstjórnana og fá þá til að fækka reglugerðum hleypti hann vissulega lífi í marga afkima hagkerfisins. En um leið má benda á að margar nýjar reglugerðir fæddust um leið.

Og hárrétt, hann er fyrsti forsetinn í langan tíman sem hóf ekkert stríð. Obana á að ég held metið, en látum það liggja.

Eftir stendur samt að valið var á milli tveggja slæmra valkosta. Sjálfur hefði ég valið Trump ef ég yrði að velja á milli - Biden, en aðallega hans bakland, eru að fara gjörbreyta bandarísku samfélagi til hins verra. En nú er lýðræði vitaskuld það sem lýðræði er - menn geta kosið yfir sig Hitler, Biden, Trump, Mussolini og George Brown, og þurfa þá bara að súpa seyðið af því.

Geir Ágústsson, 5.11.2020 kl. 20:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Algjörlega sammála Geir þó við nálgumst þetta á mismunandi forsendum, en á einhverjum tímapunkti þurfti ég sem er ekki beint Trump maður, að viðurkenna að margt gekk miklu betur hjá honum en maður átti von á.

Það var eiginlega svona vangavelta mín, af hverju óttast þú þetta; "ef hann nær endurkjöri verða á honum engar hömlur - engir fyrirvarar vegna komandi kosninga".

Ég persónulega held að þetta verði öfugt, ímynd hans er að hann sé maður hinna stóru yfirlýsinga og marga misvísandi hópa þurfti hann að fóðra einmitt vegna möguleika hans á að ná endurkjöri, en sú kvöð er að baki eftir kosningar.

En hann er allavega í framboði en Harris er það ekki, á því finnst mér vera reginmunur, það fyrra er valkostur lýðræðisins, en það seinna í besta falli nauðgun á því.

En að mínum dómi atlaga að því.

Og þá finnst mér það oft réttlætt með þeim rökum að við höfum ekki ennþá séð allt um Trump, og hann sé svona og svona voðalegur.

En hinn vinnandi maður í Bandaríkjunum var bara ekki sammála því.

Hann lét ekki segja sér fyrir verkum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2020 kl. 21:13

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Miklu heldur vil ég elliæran og hálfgleyminn Biden en Trump, sem er dæmigerður psykópat. Sósíalismi er það eina sem getur bjargað Bandríkjamönnum úr dauðadansi þjóðfélagsgerðar þeirra.

FORNLEIFUR, 6.11.2020 kl. 08:12

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

En nú er lýðræði vitaskuld það sem lýðræði er - menn geta kosið yfir sig Hitler, Biden, Trump, Mussolini og George Brown, og þurfa þá bara að súpa seyðið af því.

Menn geta svindlað hvaða Hitler, Biden, Trump, Mussolini og George Brown til valda  með kosningasvindli t.d. hætt að telja og keyra grunsamlegum "atkvæðum" á kjörstað í skjóli nætur til valda og hafa lýðræðið að háði og spotti.

Leiðrétti þetta fyrir þig. Þarft ekki að þakka mér.

Theódór Norðkvist, 6.11.2020 kl. 08:34

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Menn geta svindlað hvaða Hitler, Biden, Trump, Mussolini og George Brown til valda  með kosningasvindli t.d. hætt að telja og keyrt grunsamlegum "atkvæðum" á kjörstað í skjóli nætur og haft lýðræðið að háði og spotti.

Leiðrétting á leiðréttingunni.

Theódór Norðkvist, 6.11.2020 kl. 08:36

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Varðandi þetta: "ef hann nær endurkjöri verða á honum engar hömlur - engir fyrirvarar vegna komandi kosninga"

Seinustu 4 ár hefur Trump knúið áfram mörg mál - sum góð, önnur ekki. Hann hefur ekki beint sparað höggin. En hann hefur þurft að hugleiða endurkjör. Auðvitað er ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um neitt en með endurkjör að baki, hver verður Trump þá? Hann sendi alríkishermenn inn í borgir til að týna upp fólk, svo dæmi sé tekið. Það er gróf misnotkun á valdi. Hann notaði "executive orders" eins og hríðskotabyssu til að sveigja sér undan þingræðinu. Fordæmin voru auðvitað til staðar - Obama gerði þetta líka - en það að einhver annar sé með slæman ávana réttlætir hann ekki.

Og til að árétta: Biden verður ekki forseti lengi. Honum verður ýtt til hliðar daginn eftir að hafa svarið eiðinn og róttæklingar taka við sem ala á öfund, kynþáttahatri og kúgun á verðmætaskapandi fólki. Bandaríkin eins og við þekkjum þau leysast upp í illdeilum. Millistéttinni dugir ekki lengur að flýja Kaliforníu og færa sig yfir til Arizona eða Texas. Nei, landflótti verður eina úrræði margra, þrátt fyrir að Obama hafi gert slíkt að mjög dýru ævintýri til að hægja á landflóttanum í sinni tíð.

Geir Ágústsson, 6.11.2020 kl. 09:08

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Seinni hluta andsvars þíns lítum við vissulega misjöfnum augum.

Eftir stendur vafinn sem þú ítrekar í svari þínu.

Hvorugur okkar getur kveðið upp þann dóm hvernig Trump hefði virkað á seinni hluta kjörtímabils síns, ég allavega er ekki eins svartsýnn og ég var fyrir 4 árum síðan, enda leitun á eins mikilli svartsýnni.

Ég samt held að hann hefði verið betri en margt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2020 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband