Hver fær fyrstu nálina?

Bóluefni til að verja fólk gegn COVID-19 verður bráðum aðgengilegt. Virkni þess er auðvitað ekki þekkt að fullu, hugsanlega verða einhverjar hliðarafleiðingar af því að láta sprauta sig með því og erfitt verður að segja nákvæmlega hvernig yfirvöld í hinum og þessum ríkjum ætla að sleppa kverkatakinu af samfélagi og hagkerfi eftir því sem fleiri eru bólusettir.

En hverjir fá fyrstu skammtana?

Samkvæmt WHO eiga þessir hópar að vera í forgangi:

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mikilli eða mjög mikilli smithættu.
  • Fólk sem skilgreint er í áhættuhópi vegna aldurs. Aldursviðmiðið skuli hvert ríki ákveða fyrir sig.

Skynsamlegt, eða hvað?

Í Bandaríkjunum tekur nýr forseti bráðum við og einn af hans ráðgjöfum í veirumálum er maður að nafni Dr. Zeke Emanuel, gamall Obama-maður.

Hann vill ekki að þeir öldruðu fái fyrstu skammtana af bóluefninu. Það sparast jú svo fá æviár á slíku. Að auki finnst honum lítið varið í einstaklinga yfir 75 árum að aldri, þar með talið sjálfan sig þegar hann nær þeim aldri. 

Svo hvort er sniðugra að fylgja leiðbeiningum WHO eða eins af helstu ráðgjöfum verðandi Bandaríkjaforseta? Þetta verður spennandi umræða!

Persónulega ætla ég ekki að láta bólusetja mig, a.m.k. ekki sjálfviljugur. Frekar vil ég finna einstakling með COVID-19, láta hann hósta framan í mig og vinna svo að heiman í nokkra daga á meðan líkaminn vinnur vinnuna sína. Þetta er ekki nálgun sem ég ætla að mæla með við neinn en tel hana henta mér. 


mbl.is Fékk hvalreka vegna bóluefnisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

En hefur þríeykið eða aðrir eitthvað komið inn á það hvað svona RNA bóluefni er?

Þekkir þú?
https://www.phgfoundation.org/briefing/rna-vaccines

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 12.11.2020 kl. 08:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þekki ekki nei, en þetta er sýnilega frekar ný gerð af bóluefni sem þarf að umgangast varlega ef það á að virka og virkar svo kannski ekki fyrir alla eða til lengri tíma, a.m.k. miðað við rannsókn á RNA-bóluefni fyrir hundaæði, birt í fyrra:

https://www.mdpi.com/2076-393X/7/4/132

Geir Ágústsson, 12.11.2020 kl. 08:46

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einnig:

https://www.nature.com/articles/s41434-020-00204-y/tables/2

Og aftur, meðhöndlun, geymsla og þess háttar er viðkvæmt svæði:

"Establishing exactly how saRNA vaccines should be administered will assist in defining storage, distribution, and handling procedures."

https://www.nature.com/articles/s41434-020-00204-y

Geir Ágústsson, 12.11.2020 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband