Hey þú, takk!

Dómsmálaráðherra, sem um leið er ung kona sem man væntanlega vel eftir sínum skólaböllum og hvernig hún eignaðist hrúgu af vinum og kunningjum á göngum mennta- og grunnskóla sinna, skrifar í blaðagrein í dag:

Þú ert allt unga fólkið sem er að upp­lifa skrýtna tíma sem eng­inn gat séð fyr­ir. Jú, vissu­lega erum við öll sam­an í þessu en það má sér­stak­lega minn­ast þeirra fórna sem þú ert að færa á meðan þetta ástand var­ir. Takk fyr­ir að standa í þessu með okk­ur.

Gott og vel. Það er auðvitað hægt að halda í sér andanum og rembast við að synda yfir 25 metra sundlaug. Vandamálið er bara að núna er þessi sundlaug orðin 50 metrar, og sennilega endar hún á að verða 75 metrar eða 100 metrar. Fáir hafa þrek í slíkt kafsund. Sumir drukkna. Aðrir ákveða að koma upp á yfirborðið og vonar að enginn rétti þeim sektarmiða. Þetta nær einfaldlega ekki lengra. Úthaldið er búið.

Grímurnar veita falskt öryggi.

Ungt fólk veikist varla og hvað þá deyr af veirunni sem er talin svo hættuleg.

Þeir sem eru með veikt ónæmiskerfi af einhverjum ástæðum vita í 99% tilfella af því, og þeir eiga auðvitað að passa sig og láta aðra vita af ástandi sínu.

Úthaldið er búið og það ætti ekki að þakka fyrir að vera á mörkum þess að drukkna. Þess í stað á að gefa fólki á ný súrefni: Nám, vinnu, félagslíf, fjölskyldu, vini, vonir og lífsgleði.

Unga fólkið heyrir: Takk! 

Það ætti þess í stað að heyra: Lifðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég óttast að það verði á endanum ekki aðeins fórnirnar sem unga fólkið færir, sem minningarathafnir verða haldnar um.

Áslaug Arna ætti að standa í lappirnar og standa með þeim félögum sínum sem þora að ganga fram fyrir skjöldu, eins og Sigríði Andersen og Brynjari Níelssyni. Þannig myndi hún sýna ábyrgð og samstöðu með unga fólkinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 20:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Hjartanlega sammála! Kannski það sé önnur stemming á fundum ráðherra en á fundum "annarra" þingmanna sama flokks. Óli Björn virðist líka vera að byrja iða í skinninu. Það er eins og einhver sé að reyna halda niðri loki á hraðsuðukatli. Það gengur aldrei upp nema menn skrúfi fyrir gaslogann.

Geir Ágústsson, 11.11.2020 kl. 21:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við sem upplifðum kennaraverkfallið 1995 skiljum ekkert í þessum rosalegu áhyggjum af því að menntskælingar geti tímabundið ekki mætt í skólann og fái í staðinn kennslu heim. Árið 1995 var engin fjarkennslutækni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 21:52

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kennaraverkföll standa nú blessunarlega ekki árum saman Guðmundur. Ég upplifði eitt slíkt sjálfur, það stóð í fáeinar vikur.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verkfallið 1995 stóð í sex vikur án kennslu.

Lengur en núverandi menntaskólanemar hafa verið í fjarnámi.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 22:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég man vel eftir verkfallinu 1995. Var vakandi á næturnar og svaf á daginn. Var nálægt því handtekinn. Ekkert nám. Þetta var frí. Frábær tími.

Ekki sambærilegt við núverandi ástand.

Geir Ágústsson, 11.11.2020 kl. 22:26

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Núverandi menntaskólanemar hafa verið í fjarnámi síðan í mars.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:50

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda er það að rotna lifandi:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/05/ahrif_thridju_bylgjunnar_a_unga_folkid_hrikaleg/

Unga fólkið eru helsta fórnarlamb sóttvarnaraðgerða, sem fyrir unga fólkið eru fullkomlega ónauðsynlegar. Því er sagt að stunda fjarnám og forðast félagslífið af því það gæti komist í snertingu við aldraða einstaklinga, bara si svona. "Hvað ef þú smitar ömmu þína?" er unga fólkinu sagt, svona eins og það sé algjörir fávitar sem vita ekki hvenær sóttvarnir eru viðeigandi, og hvenær ekki!

Geir Ágústsson, 12.11.2020 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband