Miðstýringin

Miðstýring hefur kosti og galla.

Kostir miðstýringar eru hraðari ákvarðanatökur, lítil yfirbygging og skjótar boðleiðir. Þegar yfirboðarinn segir eitthvað þá fer allt kerfið af stað, strax. Þegar einveldiskonungur vill fara í stríð þá er stríði lýst yfir. Þegar herforingi vill skjóta þá er skotið.

Ókostirnir blasa líka við. Í stað þess að neyðast til að ræða málin og fá allar upplýsingar á borðið er hægt að taka ákvörðun byggða á magatilfinningunni einni. Mótvægi, gagnrýni, skoðanaskipti og aðhald eru ónauðsynleg fyrirbæri nema stjórnandinn nenni að hlusta og velji að hlusta.

Sóttvarnaraðgerðir eru á könnu ríkisvaldsins og embættismanna þess. Þar eru vissulega haldnir fundir og menn ræða saman en allt fer samt fram í lokuðum fundarherbergjum og ákvarðanir eru teknar sem gilda strax. Með öðrum orðum: Miðstýring.

Þess vegna eru hnefaleikar þar sem tveir einstaklingar anda ört framan í hvorn annan nú orðnir að líkamsrækt, jafngildi þess að einn maður sitji úti í horni í vel loftræstu og sótthreinsuðu rými og lyfti þar lóðum.

Þess vegna eru nú hópsmit meðal háaldraðra sjúklinga á spítala jafngildi grunnskólabekkjarins þar sem nokkrir krakkar sitja við borð og horfa á kennara, og kannski allir smitaðir en enginn veikur.

Þess vegna eru nú kylfingurinn og rjúpnaskyttan, einir eða með einum félaga á risastórri grasflöt eða heiði, jafngildi handboltaliðsins þar sem fólk andar ört í lokuðu rými í lengri tíma.

Þess vegna eru smit eini mælikvarðinn, óháð því hver smitast eða í hvaða ásigkomulagi viðkomandi er. Að margir eða fáir séu á spítala eða að látast er aukaatriði. Aðgerðir miðast við smit.

Svo já, miðstýring sóttvarnaraðgerða hefur reynst samfélaginu þungbær, rétt eins og miðstýring á öðrum sviðum og öðrum tímum. En sem betur fer eru nú að fæðast gagnrýnisraddir.


mbl.is Tekjufall nemur rúmum milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki viss um að ég sé alveg sammála þér Geir. Miðstýringar er þörf í þessu ástandi, og ég held að þau lönd sem hafa möguleika á henni eigi líka möguleika á að fara betur út úr þessu en hin. En það þarf að miðstýra á réttan hátt. 

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2020 kl. 22:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þá vil ég frekar biðja um "miðstýringu" prestsins sem ráðleggur um samskipti við guð og önnur æðri máttarvöld en getur ekki þvingað neinn til að fara með bænirnar sínar og loka sig i klaustri.

Miðstýringin má samt ekki verða of mikil hér heldur því vísindamenn eru vissulega ekki allir sammála og verða að fá að rökræða og skiptast á skoðunum og gögnum án afskipta.

Geir Ágústsson, 15.11.2020 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband