Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020
Fimmtudagur, 30. janúar 2020
Þegar taxtinn ræður ríkjum
Verkalýðsfélög eru einkennilegt fyrirbæri í samfélaginu. Þau sjá um að semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna með því að smíða taxta. Þessi taxtar geta verið flóknir en í grunninn ákvarðast laun af starfsaldri, menntun og stöðu. Þetta er ekki heppilegt fyrir alla, t.d. manninn sem afkastar tvöfalt meira en næsti maður með sama starfsaldur og menntun og í sömu stöðu. Maðurinn sem afkastar helmingi minna en meðalstarfsmaðurinn fær sömu laun og sá sem afkastar tvöfalt meira en meðalstarfsmaðurinn. Allir fá meðallaun.
Nema auðvitað með því að sækja eitthvað námskeið, krækja sér í gráðu sem kannski og kannski ekki nýtist í starfi, gerast yfirmaður eða einfaldlega með því að þrauka lengur en aðrir á vinnustaðnum og hækka í starfsaldri.
Ein ágæt kona sagði mér einu sinni að forstjóri hennar hefði hafnað ósk hennar um launahækkun þótt hann hafi verið allur af vilja gerður. Hún væri nú þegar í hæsta taxta miðað við starfsaldur, menntun og stöðu. Hann gæti ekkert gert.
Sjálfur var ég einu sinni í sumarstarfi á byggingalóð og bað um launahækkun. Yfirmaðurinn sagði að ég væri nú þegar í hæsta taxta og hann gæti ekkert gert. Einkennilegt svar fannst mér á sínum tíma en ekki lengur.
Ætli þetta eigi ekki við um marga aðra?
Taxtar verðlauna lélegasta starfsfólkið á kostnað þess besta. Kannski einhver hugsjón um jöfnuð ráði hér ríkjum en sú hugsjón er í beinni keppni við aðra og mikilvæga þætti, svo sem skilvirkni, arðbærni og samkeppnishæfni.
Íslendingar hafa enn sem komið er, með fáum undantekningum, ekki prófað sig mikið áfram þegar kemur að mismunandi fyrirkomulagi verkalýðshreyfinga, ólíkt t.d. Dönum. Yfirleitt þýðir aðild að íslensku verkalýðsfélagi himinhá iðgjöld í skiptum fyrir meðallaun og aðgang að sumarhúsum, og auðvitað kemur reglulega tímarit inn um lúguna og dettur beint í pappírstunnuna.
Væri ráð að hugsa í öðrum lausnum?
Bitur maður að kasta steinum úr glerhúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. janúar 2020
Helförin þá og nú
Í dag er þess minnst að 75 ár eru liðin frá frelsun útrýmingarbúðanna í Auschwitz. Það er gott að slíkum tímamótum er fagnað. Morð nasista á Gyðingum var svartur blettur í sögu Evrópu og jafnvel heimsins. Með því að minnast útrýmingarbúðanna gefst tækifæri til að minna á söguna svo hún gleymist ekki.
En það voru fleiri en nasistar sem ráku fanga- og útrýmingarbúðir og í dag eru slíkar búðir enn reknar víða um heim. Sovétmenn voru mun stórtækari í slátrun á saklausum borgurum en nasistar, bæði af því Sovétríkin lifðu lengur en Þriðja ríki Hitlers og af því kommúnistar vildu útrýma mun fleiri minnihlutahópum. Sovétmenn þoldu t.d. ekki Norðmenn og sópuðu þeim minnihlutahópi í fangabúðir þar sem margir dóu úr hungri og vosbúð. Þarf ekki að minnast gúlagsins?
Gúlagið er vel á minnst enn á lífi, í Norður-Kóreu. Þú getur lent í því ef afi þinn flýr land, sem og öll þín stórfjölskylda. Mannslífin skipta engu máli í ógnarstjórnum alræðisríkjanna. Má ekki ræða það oftar og jafnvel gera eitthvað í því annað en að dæla fé í einræðisherra ríkisins?
Til að sækja sjaldgæf hráefni í risavaxin bílabatterí Vesturlandabúa eru reknar þrælabúðir víða í Afríku. Þarf ekki að ræða það?
Við erum dugleg að fordæma illsku nasistanna og það er gott og það þarf að gera það áfram, oft og reglulega og með áberandi hætti. Gleymum því samt ekki að fleiri hafa verið stórtækir í rekstri fanga- og útrýmingarbúða og að slíkar búðir eru enn til, í fullum rekstri og starfa óáreittar.
Þeir hentu lifandi börnum inn í ofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. janúar 2020
Frakkar vilja veiða í landhelgi annars ríkis
Brexit ætlar að vefjast fyrir stjórnmálaelítunni enda er um að ræða stóran viðburð sem getur hugsanlega haft víðtækar afleiðingar. Ef ESB setur upp tollahliðin þá missir ESB stóran markað - Bretar kaupa miklu meira frá ESB en ESB kaupir frá Bretlandi. Ef tollahliðin eru ekki sett upp er komið slæmt fordæmi sem gæti freistað fleiri aðildarríkja - að það sé hægt að ganga úr ESB án þess að henda frjálsum viðskiptum í ruslatunnuna. Ef Bretar missa markaði í ESB gæti reynst þeim erfitt að finna þá annars staðar jafnvel þótt Bandaríkin, Ástralía og fleiri hafi sýnt mikinn áhuga á fríverslunarviðræðum í kjölfar Brexit.
Fyrir Bretum er valið samt augljóst: Keyra Brexit í gegn með eða án samninga og sjá svo til hvað gerist. Líklega kemur ESB skríðandi á hnjánum og biður um bresk viðskipti. Bretar semja um fríverslun við samveldisríki um allan heim. Viðskipti innan Evrópu halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Stormur í vatnsglasi, í stuttu máli, en ESB með einni stoðinni minna til að halda sér uppi.
Frakkar vilja veiða í breskum sjó næstu 25 árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 25. janúar 2020
Hakkaðu sjálfan þig
Þú getur hakkað líkama þinn. Hvernig? Ég veit það ekki enda þekkir þú þinn eigin líkama best allra. En það er hægt. Oft er það frekar einfalt: Sofðu meira, drekktu meira af vatni eða borðaðu öðruvísi fæðu. Svo er hægt að ganga lengra og borða svokallaða ofurfæðu eða láta allskyns ljós og bylgjur streyma um líkamann. Þú getur hreinsað þarmana, húðina og heilann.
Niðurstaðan er oft betri einbeiting og meiri vellíðan en óneitanlega getur hreinsun verið erfið og leiðinleg.
Það er ekki til einhver ein uppskrift sem virkar fyrir alla. Bæði erum við líkamlega mismunandi en líka andlega. Þótt einstaklingur fái nákvæma formúlu fyrir því hvernig á að margfalda afköst sín þá er ekki víst að viðkomandi hafi nauðsynlegan viljastyrk, svo dæmi sé tekið.
Þegar ég var í grunnskóla var okkur sýndur fæðupýramídi sem sýndi samsetningu á fjölbreyttri fæðu. Nú eru margir búnir að henda stórum hluta þessa fæðupýramída í ruslið. Það vilja ekki allir meina að auðmelt kolvetni, beljumjólk og sykur sé hollari fæða en dýraprótein, grænir safar og fita svo dæmi sé tekið. Þeir sem vilja hakka sig þurfa að hugsa út fyrir rammann og varpa leiðbeiningum grunnskólakennslunnar á haugana.
Hakkar þú líkamann þinn?
Einn áhrifamesti maður heims borðar aðeins eina máltíð á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. janúar 2020
Fríðindi, forréttindi og misnotkun
Segjum að þér stæðu tveir valkostir í boði:
- Að fá 100 þúsund fyrir að gera ekkert
- Að fá 100 þúsund fyrir að vinna fulla vinnuviku
Hvorn kostinn velur þú?
Væntanlega þann að fá peninga fyrir að gera ekkert.
Margt í kringum okkur kitlar svipaðar taugar. Það var t.d. tekið eftir því að fjöldi öryrkja á Íslandi jókst hröðum skrefum eftir að ástand atvinnuleysis komst á eftir bankahrunið 2008.
Víða bendir tölfræði til þess að atvinnuleysi margra endi á undraverðan hátt örfáum vikum áður en atvinnuleysisbætur hætta að greiðast.
Það er ekki hægt að benda á illan ásetning, glæpsamlegar hneigðir eða siðleysi. Spurningin er einfaldlega hvort þú viljir fá peninga fyrir að gera ekkert eða hvort þú viljir vinna fyrir þeim peningum. Þetta er spurning um hvata.
Einu sinni þótti fylgja því ákveðin skömm að þiggja aðstoð nema þurfa mjög mikið á henni að halda. Mörg trúfélög boða að menn eigi að standa á eigin fótum ef þeir geta og þiggja ekki aðstoð nema í neyð. En hvað segja fulltrúar velferðarkerfisins okkur? Að menn eigi rétt á hinu og þessu, ekki satt? Að menn séu ekki að biðja um aðstoð heldur sækja réttindi sín?
Hvað afleiðingar hefur það fyrir þá sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda að menn sem þurfa ekki aðstoð sæki í sama sjóð? Jú, að sjóðurinn grynnkar og aðstoðin þynnist.
Ef menn vilja opinbert velferðarkerfi hljóta menn að vilja að sem fæstir sæki í það. Er það ekki einfalt reikningsdæmi?
Þóttist vera fótbrotinn til að fá betra sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 20. janúar 2020
Stríð og stöðnun
Í Bandaríkjunum er mikill munur á auði hvítra og svarta heimila og hefur sá munur staðið í stað síðan árið 1962.
Áratugina fyrir það var þessi munur að minnka hratt en greinilega ekki nógu hratt fyrir metnaðarfulla stjórnmálamenn.
En árið 1962 skall á frost og munurinn hefur haldist óbreyttur síðan það.
Þetta segir tölfræðin okkur.
En hvað segir sagnfræðin?
Hún segir að árið 1964 var blásið til stórátaks í bandarískum stjórnmálum. Lög voru sett og alríkið lýsti yfir stríði við fátækt (War on poverty).
Ætlun yfirvalda var að útrýma fátækt en það sem gerðist - óviljandi - var að hún var bundin í lög. Velferðarkerfið fékk væna innspýtingu og varð að velferðarneti.
Þetta er ekki ný saga en hún er lítið sögð. Svipaða sögu má raunar segja um mörg önnur vestræn samfélög. Stækkandi velferðarkerfi kallar á hærri skatta og til að deila peningunum þarf mikið af reglum. Stækkandi regluverk minnkar sveigjanleika hagkerfisins.
Það væri kannski ráð að Bandaríkin hættu að lýsa yfir stríði við fátækt. Hin opinberu stríð eiga það til að gera illt verra og vara að eilífu.
Ætlar að brúa bilið milli svartra og hvítra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 19. janúar 2020
Gæsin og gulleggin
Í dæmisögum Esóps má lesa eftirfarandi sögu:
A certain man had the good fortune to possess a goose that laid him a Golden Egg every day. But dissatisfied with so slow an income, and thinking to seize the whole treasure at once, he killed the Goose; and cutting her open, found her just what any other goose would be!
Þessi saga birtist okkur mjög víða, jafnvel daglega. Það er gaman að eiga gæs sem verpir gulleggjum en líka freistandi að drepa hana og reyna að krækja í öll gulleggin í einu og enda þá oftar en ekki á því að drepa gæsina og missa alla gulleggjauppskeruna.
Gullgæsirnar eru víða í kringum okkur og allar eru látnar verpa eins hratt og þær geta því eigandinn er óþreyjufullur að halda eyðslunni áfram. Sumar eru hreinlega drepnar. Það er mikilvægt að leyfa gullgæsunum að vaxa og dafna jafnvel þótt þolinmæðin sé af skornum skammti. Annars er hættan sú að gulleggin breytist í fúlegg.
Þurfa að vera heiðarleg í markaðsstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. janúar 2020
Mikil völd draga að mikið fjármagn til að hafa mikil áhrif
Það virðist ítrekað koma blaðamönnum á óvart að mikil völd draga að mikið fjármagn aðila sem vilja hafa mikil áhrif.
Hvernig stendur á því?
Mikil völd hafa alltaf dregið að sér aðila sem vilja fá sneið af völdunum. Alltaf. Og svo mun alltaf verða.
Ef menn vilja ekki að Brussel verði að segli fyrir fjármuni stórfyrirtækja er til einföld lausn: Að minnka völd Brussel.
Þróunin er í hina áttina: Völd Brussel og annarra valdastöðva eru sífellt að aukast.
Fórnarlömbin eru almenningur, að sjálfsögðu.
Olíufyrirtæki styrkir forsæti Króata í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. janúar 2020
Hugsað hratt og hægt
Ég er að lesa bók þessa dagana, Thinking, Fast and Slow, eftir sálfræðinginn Daniel Kahneman, og þótt ég sé ekki kominn mjög langt er ég búinn að læra alveg ótrúlega margt um starfsemi heilans.
Vissir þú að ef texti sem inniheldur ranga fullyrðingu er skrifaður ólæsilega (t.d. með óskýru letri) þá eru meiri líkur á að fólk sjái hið ranga í textanum?
Það er af því að hinn ólæsilegi texti neyðir okkur til að einbeita okkur að lestrinum og það virkjar heilann, ef svo má segja, og gerir hann betur í stakk búinn að meta innihaldið gagnrýnið. Auðlæsilegur texti rennur inn og út og við erum miklu líklegri til að meðtaka innihald hans hratt og öruggulega, og samþykkja það.
Svona litlar uppgötvanir skipta máli. Það að eitthvað sé kunnuglegt eða er sagt af manneskju sem við höfum myndað okkur skoðun á getur skipt meira máli en sjálft efnið sem við erum að meta. Þróunin hefur gefið okkur öflugt tæki til að taka hratt afstöðu til hluta í kringum okkur byggt á fyrri reynslu og þekkingu og auðvitað innsæi okkar. Þetta hentar ágætlega fyrir flest dagleg verkefni en getur verið gildra þegar á reynir. Það getur oft verið til bóta að reyna hugsa hægar og setja tilfinningarnar og innsæið til hliðar.
Með svona þekkingu í farteskinu er áhugavert að renna yfir fyrirsagnir fjölmiðla. Tökum eftirfarandi skjámynd sem dæmi:
Á örfáum sekúndum höfðu eftirfarandi hugsanir komið mér til hugar:
- Faraldur herjar á Asíubúa og stráfellir fólk
- Ástralía er að farast í eldum og flóðum
- Boeing-flugvélar eru óáreiðanlegar
- Weinstein ætti að vera dæmdur af kviðdómi eingöngu skipuðum konum en svo er ekki
- Í Íran eru trúarleiðtogar og hermenn á einu máli um að tortíma Bandaríkjunum
Sjálfur vil ég meina að ég hafi ekki fallið í allar gildrurnar þótt fyrstu hugsanir hafi verið eins og þær eru. En maður þarf að vera vakandi, sérstaklega þegar maður hlustar á orð blaða- og stjórnmálamanna.
Ég held áfram með bókina og ónáða ykkur lesendur þessarar síðu alveg örugglega með efni úr henni aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. janúar 2020
Engin skattlagning getur tamið náttúruna
Við erum ítrekað minnt á það að náttúran hefur sinn eigin vilja og það er fátt sem maðurinn getur gert til að temja hana.
Eldfjöll gjósa, jöklar þenja sig út, lægðir æða af stað og sólin brýst af afli í gegnum lofthjúpinn og mennirnir þurfa einfaldlega að aðlaga sig að aðstæðum: Flýja, klæða sig betur, hlaupa í skjól eða koma sér í skugga.
En þrátt fyrir að náttúran sýni ítrekað mátt sinn er búið að telja sumum í trú um að það megi hafa áhrif á loftslag, hitastig, jöklamyndun, sýrustig sjávar, skýjafar og útbreiðslu skógarelda með því að halda einni lofttegund í andrúmsloftinu nálægt styrkleikanum 0,04% og að það sé góð hugmynd að gera það með því að skattleggja hagkvæmustu og meðfærilegustu orkugjafana til dauða.
Vonandi geta gjóskuspúandi eldfjöll fengið einhverja til að endurskoða þá afstöðu sína.
Taal gæti spúð ösku í margar vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |